Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Qupperneq 18

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Qupperneq 18
16 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 n Framsýn, tvíblind meðferðarprófun á ” áhrifum kólesteróllækkunar í 4444 sjúklingum með kransæðasjúkdóm (4S) Guðmundur þorgeirsson, Gunnar Sigurðsson og Jón Þór Sverrisson, fyrir hönd 4S-rannsóknarhópsins. Lyflækningadeildir Landspítala, Borgarspítala og FSA. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna áhrif kólesteróllækkunar með simvastatíni á lifun og heilsufar sjúklinga með þekktan kransæðasjúkdóm. 4444 sjúklingar með hjartaöng eða sögu um hjartadrep og kólesteról á bilinu 5.5-8.0 mmol/L eftir 3ja mánaða fitusneyddan matarkúr var af handahófi skipt í tvo hópa. Fékk annar hópurinn 10-40 mg af simvastatíni en hinn hópurinn fékk sýndarlyf. Eftir 5.4 ára meðferðartíma að meðaltali hafði meðferðarhópurinn 25% lægra kólesteról, 35% lægra LDL-kólesteról og 8% hærra HDL-kólesteról. Aukaverkanir voru fáar og jafndreifðar milli hópanna. Sérstaklega var enginn munur á fjölda krabbameinstilfella, þungly ndistilf ella eða sjálfsvíga. í sýndarlyfshópnum dóu 254 (12%) en 182 (8%) í meðferðarhópnum. Hlutfallsleg dánaráhætta í meðferðarhópnum var þannig 0.70 (95% öryggismörk: 0.58-0.85, P=0.0003). Hlutfallsleg áhætta kransæðadauða í meðferðarhópnum var 0.58 (0.46-0.73) en dauðsföll önnur en af völdum kransæðasjúkdóms voru nánast jafnmörg í báðum hópum, 49 í sýndarlyfshópnum en 46 í meðferðarhópnum. 622 sjúklingar í sýndarlyfshópnum (28%) og 431 (19%) í meðferðarhópnum urðu fyrir meiri háttar kransæðaáfalli, sem er 34% lækkun (p<0.00001). Loks varð 37% lækkun á fjölda kransæðaskurðaðgerða eða kransæðavíkkana og 36% lækkun á tíðni heilablóðfalla í meðferðarhópnum. Þessi rannsókn sýnir,> að langtíma kólesteróllækkun með simvastatíni er áhættulítil og lengir líf kransæðasjúklinga. . NÝTILKOMIÐ HÆGRA GRF.INROF: TENGSL 4 VIÐ HJARTASJliKDóMA OG AFDRIF SJÚKLINGA. HÓPRANNSÓKN HJARTAVF.RNDAR. Inga S.Þráinsdóttir, Þórður Harðarson, Guðmundur Þorgeirsson. Ragnar Danielsen, Helgi Sigvaldason. Nikulás Sigfússon. Læknadeild Háskóla íslands, Lyflækningadeild Landspítalans. Rannsóknarstöð Hjartaverndar. Tilgangur þessarar rannsóknar er að finna forspárþætti um tilurð hægra greinrofs og að meta ástand og horfur fólks sem greinist með slíka leiðslutruflun. í Hóprannsókn Hjartavemdar greindust 37 karlar með nýtt hægra greinrof, miðað við fyrri áfangarannsókn og voru 25 þeirra lifandi þegar skoðun fór fram. Konur með nýtt hægra greinrof voru 15. þar af 13 á lt'fi. Fyrir hvem einstakling með nýtt hægra greinrof var einnig boðið tveimur þátttakendum á sama aldri og af sama kyni til samanburðar á klínískum breytum og niðurstöðum hjartaómunar. A.ö.l. voru rannsóknarniðurstöður bornar saman við heildarhóp í Hóprannsókn Hjartavemdar. Þátttakendur gengust undir hefðbundnar rannsóknir sent gerðar em í Hóprannsókninni auk þess sem þeir fóru í ómun af hjarta. Rannsóknin fór fram á tímabilinu júnf- oklóber 1992. Mæting var 82,9% meðal karla en 88,1% meðal kvenna í almennu rannsóknina en litlu minni f ómunina. Meðalaldur karla þegai' hægra greinrof kom fram var 60 ár (44-72 ár) en meðalaldur kvenna 67 ár (50-78 ár). Karlar höfðu verið til rannsóknar að meðaltali í 13 ár (5-22 ár) áður en greinrofið greindist en konur 8 ár (1-20 ár). Fjölþáttagreining sýndi, við samanburð á greinrofshópi við heildarhóp eftir að hægra greinrof kom fram. að karlar vom marktækt oftar með hjartastækkun skv röntgenmynd (Odds ralio= OR 1.8 og Oryggismörk = ÖM 1,3 - 2,6), en konur tóku marktækt oftar háþrýstingslyf (OR 2,3 og ÖM 1,4 - 3,8) , vom með lægri lagbilsþrýsting (OR 0,97 og ÖM 0,95 - 0,99) og höfðu hærra hematókrít (OR 1,02 og ÖM 1,0 - 1,04). Fjölþáttagreining á forspárþáttum í sömu hópum sýndi að aukinn aldur beggja kynja (karlar: Relative risk = RR 1.08 og ÖM = 1.05 - 1,11, konur: RR 1.09 og ÖM 1,02 - 1.17) og taka háþrýstingslyfja meðal kvenna (RR 3,5 og ÖM 1.2 - 10.4) hafði forspárgildi um að greinrof kom fram. Ekki reyndist munur á milli hópa við klíníska skoðun eða á hjartarafriti. Lftill munur virðist á óntunargildum milli hópanna. Af 37 körlunt með nýtt hægra greinrof höfðu 12 látist áður en skoðun fór fram eða 34.4% en 2 konur. 13,3%. Karlar með hægra greinrof virðast frekardeyja úr kransæðasjúkdómi en samanburðarhópur (p=0.08). Við ályktum að nýtilkomið hægra greinrof sé stundum í beinum tengslum við hjartastækkun og töku blóðþrýstingslækkandi lytja og sé þá hluti af þeim breytingum sem geti orðið við hjartasjúkdóm af völdum háþrýstings.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.