Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Page 19

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Page 19
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 17 Þættir sem liafa áhrif á horfur einstaklinga meö kransæðasjúkdóm. E 5 Emil L. Sigurðsson, Guðmundur horgeirsson, Helgi Sigvaldason, Nikulás Sigfusson Rannsóknarstöð Hjartaverndar, Heilsugæslustóðin Sólvangi, Lyflækningadeild Landspitalans Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvaða þættir hefðu áhrif á langtimahorfur einstaklinga með kransæðasjúkdóm. Karlmenn fæddir á árunum 1907-1934 sem tekið hafa þátt í rannsókn Hjartaverndar á árabilinu 1968-1986 (alls 9.141) voru flokkaðir í eftirfarandi greiningarflokka á grundvelli skoðunar og rannsókna: 1 Hjartadrep Sjúklingar sem höfðu haft klinisk einkenni um hjartadrep 2. Ógreint hjartadrep Sjúklingar sem hafa fengið hjartadrep samkvæmt hjartalinuriti en hafa ekki sögu um hjartaáfall 3 Hjartakveisa með línuritsbreytingum 4 Hjartakveisa án linuritsbreytinga 5 Hjartakveisa samkvæmt spurningalista en ekki staðfest af lækni Kannaðir voru áhættuþættir hinna mismunandi forma kransæðasjúkdóms og hvaða áhrif þessir þættir höfðu á horfiir einstaklinganna Einnig var kannað samspil þessara áhættuþátta og hinna mismunandi forma kransæðasjúkdómsins. Greiningaflokkarnir höfðu ólíka áhættuþáttamynd Hinir hefðbundnu áhættuþættir höfðu neikvæð áhrif á langtimahorfúr þeirra sem höfðu kransæðasjúkdóm Cox fjölliða rannsókn sýndi að aldur, serum kólesteról, skert sykurþol og reykingar höfðu sjálfstæð neikvæð áhrif á lifun sjúklinga með kransæðasjúkdóm. Þrátt fyrir að leiðrétt væri fyrir mismunandi styrk áhættuþátta (composite risk score), meðal mismunandi greiningarhópa, sást að horfúr greiningarhópanna voru mjög mismunandi. Þannig höfðu einstaklingar með hjartadrep 7 6 sinnum meiri likur á að deyja úr kransæðajsúkdómi en einstaklingar án einkenna um hjartasjúkdóm Hjartakveisuhóparnir höfðu 2.5-3.2 falda áhættu. Mismunandi form kransæðasjúdkdóms hafa ólika áhættuþáttamynd og horfur. Langtímahorfiir mótast af flóknu samspili milli hinna ýmsu áhættuþátta annars vegar og hins kliniska forms kransæðasjúkdóms hins vegar Hinir hefðbundnu áhættuþættir kransæða-sjúkdóms hafa neikvæð áhrif á horfurnar. Niðurstöðurnar renna stoðum undir mikilvægi þess að rannsaka og nteðhöndla áhættuþætti þeirra sem þegar hafa kransæðasjúkdóm ÓLLINN HÁÞRÝSTINGUR ER AHÆTTUÞÁTTUR KRANSÆÐASJÚKDÓMS Barbara Naimark, Stefán B. Sigurðsson, Jóhann Axelsson Lniversity of Manitoba. Kanada, Lífeðlisfræðistofnun H. í. Á ráðstefnu um rannsóknir í læknadeild • 982') greindum við frá því að hluti (ress fólks sem niældist með eðlilegan blóðþrýsting í hvíld sýndi ýkt blóðþrýstingsviðbrögð við létta áreynslu. Við töldum að þannig viðbrögð kynnu "að hafa nokkuð forspárgiIdi varðandi hættuna á fylgikvillum háþrýstings". Afleiðingar háþrýstings sem ekki hlýtur nieðferð eru m.a. stækkun vinstri slegils sem hefur forspárgildi um kransæðasjúkdóm. Við beittum ómskoðun við ákvörðun hjartahólfastærða, bæði hvað varðar rúmtak og massa. LVMI er skilgreint sem massi slegils í grömmum deilt með líkamsyfirborði í m2. Ofvöxtur í Gnstra slegli er skilgreindur sem LVMI > 132 g/m2- Viðbrögð við áreynslu eru metin á grundvelli blóðþrýstingsmælinga við stigvaxandi áreynslu á þrekhjóli. Ýkt viðbrögð eru skilgreind sem þrýstingur 1 sýstólu >200 mmHg við áreynslu sem gaf 80% af áæilaðri hámarks hjartsláttartíðni. Við prófuðum þessa tilgátu okkar á þremur hópum náskylds fólks: íslendingum búsettum í Arnessýslu og óblönduðum Vestur-Islendingum búsettum annars vegar í sveit og hins vegar í borg. Þátttakendur voru karlar á aldrinum, 30 - 60 ára með hvíldarþrýsting undir háþrýstimörkum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (160/95 mmHg). Útilokaðir frá þátttöku voru allir sem höfðu sögu um kransæðasjúkdóm, heilablóðfall, sykursýki og háþrýsting. Niðurstöður rannsókna okkar sýndu marktæka jákvæða fylgni milli ýktra blóðþrýstingsviðbragða við áreynslu og stækkunar vinstra slegils, LVMI, í öllum hópunum. Forspá okkar frá 1982 virðist því hafa haft við rök að styðjast. ')j. Axelsson, B., Jónsson, G. Pétursdóttir og J.Ó. Skarphéðinsson. Áhrif áreynslu á blóðþrýsting. Ráðstefna um Rannsóknir í Læknadeild, 6. mars 1982, bls 26.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.