Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Side 20
18
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27
E 7
AHÆTTUHLUTFALL Á KRANSÆÐASJÚK-
DÓMI MEÐAL ÍSLENSKRA KARLA OG
KVENNA MEÐ TÝPU II AF SYKURSÝKI
Sigurjón Vilbergsson, Gunnar Sigurðsson, Helgi
Sigvaldaon, Nikulás Sigfússon. Læknadeild Háskóla
Islands, Rannsóknarstöð Hjartaverndar, Lyflækninga-
deild Borgarspítala, Verkfræðistofa Helga Sigvaldasonar.
Áhættuhlutfall þeirra sem greinast með sykursýki
týpu II gagnvart kransceðadauSa var athugað í þýði
Hjartaverndar. Þessi rannsókn er framhald af rannsókn á
algengi og nýgengi á sykursýki týpu II meðal íslenskra
karla og kvenna á aldrinum 33-81 árs.
Rannsóknarþýði voru þeir sem mættu a.m.k. einu
sinni í hóprannsókn Hjartaverndar í fyrsta til fimmta
áfanga, 9143 karlar og 9776 konur. Upplýsingar fengnar
Við fyrstu rannsókn hvers einstaklings voru notaðar.
Karlar voru fæddir 1907-1934 og skoðaðir 1967-1987 og
voru því á aldrinum 33-79 ára við skoðun. Konur voru
fæddar 1908-1935 og skoðaðar 1968-1991 og voru því á
aldrinum 33-81 árs við skoðun. Dánarorsakir og dánar-
dægur fram til ársloka 1992 voru fengnar frá Hagstofu
Islands.
Meðaláhættutími var 16.0 ár (hámark 25.4 ár) fyrir
karla og 15.0 ár (hámark 24.4 ár) fyrir konur. Dánir á
áhættutímabili voru 2525 karlar og 1460 konur, þar af úr
kransæðastíflu 677 karlarog 156 konur.
Áhættuhlutfall sykursjúkra (týpu II) einstaklinga á
kransceðadauða reyndist 2.2 meðal karla en 2.8 meðal
kvenna, þegar aðeins var leiðrétt fyrir aldri. Væri hins
vegar einnig leiðrétt fyrir áhættuþáttunum; reykingum,
kólesteróli, þríglýseríðum og slagbilsþrýstingi lækkaði
áhættuhlutfallið í 2.0 meðal karla og 1.9 meðal kvenna.
Sykursjúkir (týpa II) haftt því tvöfalda áhættu á
kransæðadauða sem tengd verðtir sjálfri blóðsykur-
hækkuninni.
RANNSÓKN Á BLOÐFLÆÐIBREYTINGUM I
E 8 HJARTA SJÚKLINGA MEÐ HERSLISMEIN
Árni J. Geirsson, Ragnar Danielsen,
Eysteinn Pétursson, Örn Ólafsson.
Frá Lyfjadeild Landspítala.
INNGANGUR. Herslismein (scleroderma) er
bandvefssjúkdómur, sem einkennist af þykknun
á æðaþelslagi slagæðlinga snemma í
sjúkdómnum og blóðflæðitruflunum í hjarta-
vöðva. Tilgangur rannsóknarinnar var að
kanna hvort að aeðaútvíkkandi lyfjameðferð
með kalsíumhamlara hefði áhrif á blóðflæði til
hjartavöðvans.
AÐFERÐIR. Tíu sjúklingar (8 konur) með
herslismein, voru skoðaðir fyrir og 6 mánuðum
eftir gjöf diltiazems. Blóðflæði í hjartavöðvanum
var metið með cardiolite ísótópaskanni, í heild
og í mismunandi skammás tölvusneiðum. Um
2% efnisins er tekið upp af hjartafrumum,
bindingin er mjög stöðug. Geislavirknin var
metin á stafrænan hátt og leiðrétt fyrir
mismunandi tíma frá gjöf geislavirks efnis til
skönnunar og skammtastærð. Hjá hverjum
sjúklingi var skannað í hvíld, eftir kuldaáreiti og
eftir áreynslu, bæði án og eftir gjöf diltiazems.
NIÐURSTÖÐUR. Fyrir gjöf diltiazems var borin
saman heildar ísótópavirkni í hjartavöðvanum í
hvíld, við kuldaáreiti og áreynslu. í samanburði
við hvíldarvirkni var engin breyting við
kuldaáreiti en virknin jókst 48% (p< 0.001) við
álag. Virkni við álag var lika 35% (P=0.003)
meiri en við kuldaáreiti. Eftir 6 mánaða diltiazem
meðferð varð engin marktæk breyting á
ísótópavirkni í hjartavöðvanum, hvorki í hvíld,
við kuldaáreiti né áreynslu. Sama gilti þótt
einstaka tölvusneiðar af hjartanu væru metnar
sérstaklega.
ÁLYKTUN. Ólíkt því er áður hefur verið haldið
fram reyndist meðferð með kalsíumhamlara í 6
mánuði ekki hafa sannanleg áhrif á blóðflæði til
hjartavöðvans hjá sjúkiingum með herslismein.