Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Page 20

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Page 20
18 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 E 7 AHÆTTUHLUTFALL Á KRANSÆÐASJÚK- DÓMI MEÐAL ÍSLENSKRA KARLA OG KVENNA MEÐ TÝPU II AF SYKURSÝKI Sigurjón Vilbergsson, Gunnar Sigurðsson, Helgi Sigvaldaon, Nikulás Sigfússon. Læknadeild Háskóla Islands, Rannsóknarstöð Hjartaverndar, Lyflækninga- deild Borgarspítala, Verkfræðistofa Helga Sigvaldasonar. Áhættuhlutfall þeirra sem greinast með sykursýki týpu II gagnvart kransceðadauSa var athugað í þýði Hjartaverndar. Þessi rannsókn er framhald af rannsókn á algengi og nýgengi á sykursýki týpu II meðal íslenskra karla og kvenna á aldrinum 33-81 árs. Rannsóknarþýði voru þeir sem mættu a.m.k. einu sinni í hóprannsókn Hjartaverndar í fyrsta til fimmta áfanga, 9143 karlar og 9776 konur. Upplýsingar fengnar Við fyrstu rannsókn hvers einstaklings voru notaðar. Karlar voru fæddir 1907-1934 og skoðaðir 1967-1987 og voru því á aldrinum 33-79 ára við skoðun. Konur voru fæddar 1908-1935 og skoðaðar 1968-1991 og voru því á aldrinum 33-81 árs við skoðun. Dánarorsakir og dánar- dægur fram til ársloka 1992 voru fengnar frá Hagstofu Islands. Meðaláhættutími var 16.0 ár (hámark 25.4 ár) fyrir karla og 15.0 ár (hámark 24.4 ár) fyrir konur. Dánir á áhættutímabili voru 2525 karlar og 1460 konur, þar af úr kransæðastíflu 677 karlarog 156 konur. Áhættuhlutfall sykursjúkra (týpu II) einstaklinga á kransceðadauða reyndist 2.2 meðal karla en 2.8 meðal kvenna, þegar aðeins var leiðrétt fyrir aldri. Væri hins vegar einnig leiðrétt fyrir áhættuþáttunum; reykingum, kólesteróli, þríglýseríðum og slagbilsþrýstingi lækkaði áhættuhlutfallið í 2.0 meðal karla og 1.9 meðal kvenna. Sykursjúkir (týpa II) haftt því tvöfalda áhættu á kransæðadauða sem tengd verðtir sjálfri blóðsykur- hækkuninni. RANNSÓKN Á BLOÐFLÆÐIBREYTINGUM I E 8 HJARTA SJÚKLINGA MEÐ HERSLISMEIN Árni J. Geirsson, Ragnar Danielsen, Eysteinn Pétursson, Örn Ólafsson. Frá Lyfjadeild Landspítala. INNGANGUR. Herslismein (scleroderma) er bandvefssjúkdómur, sem einkennist af þykknun á æðaþelslagi slagæðlinga snemma í sjúkdómnum og blóðflæðitruflunum í hjarta- vöðva. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort að aeðaútvíkkandi lyfjameðferð með kalsíumhamlara hefði áhrif á blóðflæði til hjartavöðvans. AÐFERÐIR. Tíu sjúklingar (8 konur) með herslismein, voru skoðaðir fyrir og 6 mánuðum eftir gjöf diltiazems. Blóðflæði í hjartavöðvanum var metið með cardiolite ísótópaskanni, í heild og í mismunandi skammás tölvusneiðum. Um 2% efnisins er tekið upp af hjartafrumum, bindingin er mjög stöðug. Geislavirknin var metin á stafrænan hátt og leiðrétt fyrir mismunandi tíma frá gjöf geislavirks efnis til skönnunar og skammtastærð. Hjá hverjum sjúklingi var skannað í hvíld, eftir kuldaáreiti og eftir áreynslu, bæði án og eftir gjöf diltiazems. NIÐURSTÖÐUR. Fyrir gjöf diltiazems var borin saman heildar ísótópavirkni í hjartavöðvanum í hvíld, við kuldaáreiti og áreynslu. í samanburði við hvíldarvirkni var engin breyting við kuldaáreiti en virknin jókst 48% (p< 0.001) við álag. Virkni við álag var lika 35% (P=0.003) meiri en við kuldaáreiti. Eftir 6 mánaða diltiazem meðferð varð engin marktæk breyting á ísótópavirkni í hjartavöðvanum, hvorki í hvíld, við kuldaáreiti né áreynslu. Sama gilti þótt einstaka tölvusneiðar af hjartanu væru metnar sérstaklega. ÁLYKTUN. Ólíkt því er áður hefur verið haldið fram reyndist meðferð með kalsíumhamlara í 6 mánuði ekki hafa sannanleg áhrif á blóðflæði til hjartavöðvans hjá sjúkiingum með herslismein.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.