Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Side 34

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Side 34
32 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 E 35 E 36 Fjölskyldurannsókn á rauðum úlfum. Hlutdeild C4AQ0 í meingerð sjúkdómsins. Kristján Steinsson. Alfreð Árnason, Kristján Erlendsson, Ragnheiður Fossdal, Inga Skaftadóttir, Sif Jónsdóttir, Máni Fjalarson, Jón Þorsteinsson. Lytjadeild og Onæmisfræðideild Landspítalans, Rannsóknastofa í ónæmiserfðafræði og Blóðbankinn. I nýlegri faraldsfræðilegri rannsókn hérá landi fundust nokkrar fjölskyldur með fleiri cn einn fjölskyldumeölim með sjúkdóminn rauða úlfa (systemic lupus erythema- tosus). Ein slík fjölskylda hefur verið rannsökuð nánar m.t.t sjúkdómseinkenna, HLA og komplímentgerðar. Af 31 fjöiskyldumeðlim í 3 ættliðum hafa 5 rauða úlf'a og uppfylla ARA flokkunarskilmerki. Auk þess hafa 7 einstaklingar klinisk einkenni og/cða ANA og DNA mótefni. I þessari fjölskyldu virðast setraðir (haplotypes) með C4AQ0 hafa mikla fylgni með rauðum úlfum, kliniskum einkennum og kjarnamótcfnamyndun. Hjá Ijölskyldumeðlimum með C4AQ0 eru 4 mismunandi HLA setraðir; 2 þeirra koma frá mökum fjölskyldumeðlima. Allir sjúklingar með rauða úll'a utan einn og allir með klinisk einkenni og kjarnamótefni hafa C4AQ0 í arfhreinni eða arfblendinni mynd. Niðurstöður þessarar rannsóknar styðja þá kenningu að skortur á komplímentþætti 4 gegni hlutverki í meingerð rauðra úlfa þó aðrir genetiskir þættir og umhverfisþættir geti einnig átt hlut að máli. Selraðir tengdar C4AQ0: a) b) c) d) A; 9 I B; Cw; Bf; C4A; C4B; DR; DQw 1 2 2 2 DERMATOMYOSITIS/POLYMYOSITIS Á ÍSLANDI 1985-1994 Gerður Gröndal, Kristján Steinsson, Árni J. Geirsson, Helgi J. ísaksson og Elías Ólafsson. Lyflækningadeild Landspítalans, Rannsóknarstofa Háskólans í meinafræði og Taugalækningadeild Landspítalans. Dermatomyositis/polymyositis (DM/PM) er bólgusjúkdómur í húð og vöðvum en getur einnig lagst á önnur líffærakerfi. Tengsl þessa sjúkdóma við krabbamein eru þekkt. Bólga í vöðvum getur einnig fylgt öðrum sjúkdómum svo sem bandvefssjúkdómum og illkynja sjúkdómum. Áður hefur farið fram takmarkaðri rannsókn á tímabilinu 1975-1984 og sgmkvæmt henni er DM/PM mjög sjaldgæfur sjúkdómur á íslandi. I rannsókninni er faraldursfræði þessara sjúkdóma athuguð fyrir tímabilið 1985-1994. Efniviður rannsóknarinnar var fenginn með tölvuleit í skýrslum Landspítalans, Borgarspítalans, Landkotsspítala og FSA. Einnig var leitað í skrám Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði og Rannsóknarstofu Landspítalans í klíniskri taugalífeðlisfræði. Samin var aðferðarlýsing og samkvæmt henni farið yfir klínísk einkenni sjúklinganna í sjúkraskrá og athugað hversu vel sjúklingarnir uppfylltu greiningar- og flokkunarskilmerki fyrir DM/PM (Bohan og Peters 1975). Meinafræðingur endurskoðaði öll húð- og vöðvasýni og farið var yfir vöðva- og taugarit af taugasérfræðingi. Auk þess voru athuguð öll vöðvasýni með bólgu sem skráð hafa verið hjá meinafræðingum og gert grein fyrir því hvaða sjúkdómsgreiningar þessi sjúklingahópur fékk. Þar sem tengsl við krabbamein eru þekkt var athugað hversu margir sjúklinganna hafa greinst með illkynja sjúkdóm samkvæmt krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands. Hjá þeim sjúklingum sem eru á lífi voru athuguð erfðamörk og sjálfsmótefni. Alls fundust sjúkraskrár 30 sjúklinga (23 konur og 7 karlar) sem höfðu fengið greininguna DM/PM á tímabilinu i985-1994 en við fyrri rannsókn (tímabilið 1975-1984) fundust aðeins 6 sjúklingar. Hins vegar greindist 71 sjúklingur með bólgu í vöðvasýni. Meðalaldur við greiningu var 59 ár með aldursdreifingu 7-82 ára. Þegar krabbamein var athugað í þessum hópi kom í ljós að 4 sjúklingar höfðu greinst með illkynja sjúk- dóm á þessu tímabili (3 með DM og I með PM). Um var að ræða krabbamein í maga, lifur, eggjastokkum og brjósti. Nýgengi sjúkdómanna fyrir tímabilið 1985-1993 er 1,1/100.000 fbúa á ári. Ef aðeins eru teknir sjúklingar með ákveðinn og líklegan sjúkdóma samkvæmt skilmerkjum er nýgengiö 0,6/100.000 íbúa á ári. Rannsóknin 1975-1984 sýndi að nýgcngi var 0,2/100.000 íbúa á ári. Fyrst og fremst virðist vera um betri greiningu að ræða fremur en raunverulega aukningu. Með krabbamein eru 30,8% ef aðeins er miðað við sjúklinga með ákveðinn eða líklegan sjukdóm en fylgja þarf þessum hópi lengur eftir til þess að unnl sé að meta tíðnina.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.