Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Side 39
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27
35
STAÐA RANNSÓKNA Á ARFGENGUM
BLÖÐRUNÝRUM Á ÍSLANDI OG KORT-
LAGNING Á MEINGENI TVÖ (PKD2).
Ragnheiður Fossdal1, Magnús Böðvarsson2, Páll
Ásmundsson'. Jóhann Ragnarsson'1, Dorien Pclers4,
Martijn H. Breuning4 og Ólafur Jensson1
1 Erfðafræðideild Blóðbankans, 2Lyflækningadeild
Landspítalans, ^Lyflækningadeild Borgarspítalans og
4Department of Human Genetics, Leiden University,
Holland
Arfgeng blöðrunýru - Autosomal Dominant Polycystic
Kidney Disease (ADPKD) - er ókynbundinn ríkjandi
erfðasjúkdómum með háa tíðni meðal manna (1:1000).
Hann einkennist aðallega af vökvafylltum blöðrum í
nýrum sem fjölgar og stækka með aldrinum og leiða til
nýrnabilunar upp úr miðjum aldri. Um þrílugt er unnt að
greina blöðrur í nýrum með ómun hjá 95% einstaklinga
sem erft hafa meingenið. Um 19% einstaklinga í
blóðskilun hériendis eru með arfgeng blöðrunýru.
Árið 1985 var fyrsta set sjúkdómsins (PKDl) kortlagt
á litning 16p 13.3 (1) og nýlega var genið einangrað (2).
Meingenið í 65% ÁDPKD fjölskyldna í Evrópu er á
litningi 16p (3). Samevrópskt rannsóknarátak leiddi árið
1993 til staðsetningar meingens 2 fyrir arfgeng
blöðrunýru (PKD2) á litning 4q 13-21 (4). Önnur af okkar
"ótengdu" fjölskyldum (9502) lagði til mikilvægar
upplýsingar til ákvörðunar á sjúkdómssetinu. Hún
inniheldur tvær af níu yfirvíxlunum á litningi 4q sem leitt
hafa til núverandi vitneskju um staðsetningu PKD2.
E 41
Tengslagreining á íslenskum blöðrunýrnafjölskyldum
var gerð til ákvarða set meingens ADPKD hverrar
fjölskyldu. Hún hefur leitt í ljós að fi/nm eru með PKDl
en tvær með annað sjúkdómsset (5). í dag er vitað um 14
íslenskar fjölskyldur með arfgeng blöðrunýru. Við höfum
einangrað DNA úr 171 einstaklingum frá 12 fjölskyldum.
í þeim eru 73 með sjúkdóminn, 60 heilbrigðir, 11 bíða
greiningar með ómun og 27 eru makar. Greining setraða
(haplotypes) fyrir erfðamörk á litningi 4 í fjölskyldu 9502
hefur leitt til staðsetningar PKD2 á 5 centiMorgan (cM)
svæði milli erfðamarkanna D4S1534 og D4S423.
1. Reeders, S.T., et.al. (1985) A highly polymorphic
DNA marker linked to adult polycystic kidney disease on
chromosome 16 Nalure, 317, 542-544.
2. Anonymous. (1994) The polycystic kidney disease I
gene encodes a 14 kb transcript and lies within a
duplicaled region on chromosome 16. The European
Polycystic Kidney Disease Consortium Cell, 77, 881-94.
3. Peters, D.J.M. (1992) Genetic heterogeneity of
polycystic kidney disease in Europe Polycystic kidney
disease, 97, 128-139.
4. Peters, D.J., et.al. (1993) Chromosome 4 localization
of a second gene for autosomal dominant polycystic
kidney disease Nat Genet, 5, 359-62.
5. Fossdal, R., et.al (1993) lcelandic families with
autosomal dominant polycystic kidney disease: families
unlinked to chromosome 16p 13.3 revealed by linkage
analysis Hum Genet, 91, 609-13.
E 42
ÁHRIF INTERLEUKIN-6 Á HREYFANLEIKA OG
E-CADHERIN TJÁNINGU í ILLKYNJA OG
eðlilegum ÞEKJUVEF úr BRJÓSTUM
Kristján Skúli Ásgeirsson1, Kristrún Ólafsdóttir-, Jón
Gunnlaugur Jónasson^ og Helga M. ÖgmundsdóttirL
* Rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræði,
Krabbameinsfélag íslands; -Rannsóknastofa Háskólans í
tneinafræði.
lnterleukin-6 er cýtókín boðefni sem hefur víðtæk áhrif
'nnan likamans einkum í tengslum við bólgusvörun en
e>nnig í illkynja breytingum eins og mergæxlum.
Mæld voru áhrif IL-6 á fjórar þekktar
brjóstakrabbameinsfrumulínur og eðlilegar þekjufrumur
úr brjósti, m.t.t. útlits og hreyfanleika þeirra.
Ennfremur skoðuðum við tjáningu á
samloðunarsameindinni E-cadherin í þessum ræktum
svo og í sneiðum úr brjóstakrabbameinsæxlum með
einstofna mótefninu 5H9. Niðurstöður okkar sýna að
1L-6 minnkar frumusamloðun. eykur hreyfanleika og
veldur ákveðnum útlitsbreytingum (þær verða
bandvefsfrumulíkar) i frumulínum ZR-75-1, T-47D og
MCF-7. IL-6 veldur ekki þessum breytingum hjá
MDA-MB-231, en þær frumur líkjast þegar
bandvefsfrumum. Breytingar þessar voru mest
áberandi þegar IL-6 var bætt út í ræktir á 5. degi miðað
við 1. dag. Þær frumur sem losnuðu út i æti fyrir áhrif
IL-6 voru lífvænlegar og mynduðu eðlilegar ræktir í
nýjum flöskum. IL-6 hefur ekki áhrif á útlit eða
hreyfanleika eðlilegra brjóstaþekjufruma en það virðist
hafa væg vaxtarhindrandi áhrif. Allar þrjár frumulínur,
ZR-75-1 (++), MCF-7 (++) og T-47D (+++) sýndu
staðbundna minnkun á E-cadherin tjáningu eftir IL-6
meðhöndlun og þessar breytingar voru mest áberandi
þar sem IL-6 hafði truflað frumusamloðun á jöðrum
frumubreiða. MDA-MB-231 tjáir ekki E-cadherin.
Með ELISA mælingum reyndust um 30% sjúklinga með
brjóstakrabbamein vera með hækkuð IL-6 gildi í sermi
samanborið við 3,1% hjá viðmiðunarhópnum. í sneiðum
af frumæxlum sýndu yfir 60% þeirra væga og upp í
verulega minnkun á E-cadherin tjáningu. Fyrstu
niðurstöður okkar benda til tengsla milli hækkaðra IL-6
gilda í sermi brjóstakrabbameinssjúklinga og
minnkaðrar E-cadherin tjáningar í æxlum þeirra.
Liklegt er að minnkuð frumusamloðun skipti máli við
ilarandi æxlisvöxt og meinvarpamyndun.