Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Qupperneq 39

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Qupperneq 39
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 35 STAÐA RANNSÓKNA Á ARFGENGUM BLÖÐRUNÝRUM Á ÍSLANDI OG KORT- LAGNING Á MEINGENI TVÖ (PKD2). Ragnheiður Fossdal1, Magnús Böðvarsson2, Páll Ásmundsson'. Jóhann Ragnarsson'1, Dorien Pclers4, Martijn H. Breuning4 og Ólafur Jensson1 1 Erfðafræðideild Blóðbankans, 2Lyflækningadeild Landspítalans, ^Lyflækningadeild Borgarspítalans og 4Department of Human Genetics, Leiden University, Holland Arfgeng blöðrunýru - Autosomal Dominant Polycystic Kidney Disease (ADPKD) - er ókynbundinn ríkjandi erfðasjúkdómum með háa tíðni meðal manna (1:1000). Hann einkennist aðallega af vökvafylltum blöðrum í nýrum sem fjölgar og stækka með aldrinum og leiða til nýrnabilunar upp úr miðjum aldri. Um þrílugt er unnt að greina blöðrur í nýrum með ómun hjá 95% einstaklinga sem erft hafa meingenið. Um 19% einstaklinga í blóðskilun hériendis eru með arfgeng blöðrunýru. Árið 1985 var fyrsta set sjúkdómsins (PKDl) kortlagt á litning 16p 13.3 (1) og nýlega var genið einangrað (2). Meingenið í 65% ÁDPKD fjölskyldna í Evrópu er á litningi 16p (3). Samevrópskt rannsóknarátak leiddi árið 1993 til staðsetningar meingens 2 fyrir arfgeng blöðrunýru (PKD2) á litning 4q 13-21 (4). Önnur af okkar "ótengdu" fjölskyldum (9502) lagði til mikilvægar upplýsingar til ákvörðunar á sjúkdómssetinu. Hún inniheldur tvær af níu yfirvíxlunum á litningi 4q sem leitt hafa til núverandi vitneskju um staðsetningu PKD2. E 41 Tengslagreining á íslenskum blöðrunýrnafjölskyldum var gerð til ákvarða set meingens ADPKD hverrar fjölskyldu. Hún hefur leitt í ljós að fi/nm eru með PKDl en tvær með annað sjúkdómsset (5). í dag er vitað um 14 íslenskar fjölskyldur með arfgeng blöðrunýru. Við höfum einangrað DNA úr 171 einstaklingum frá 12 fjölskyldum. í þeim eru 73 með sjúkdóminn, 60 heilbrigðir, 11 bíða greiningar með ómun og 27 eru makar. Greining setraða (haplotypes) fyrir erfðamörk á litningi 4 í fjölskyldu 9502 hefur leitt til staðsetningar PKD2 á 5 centiMorgan (cM) svæði milli erfðamarkanna D4S1534 og D4S423. 1. Reeders, S.T., et.al. (1985) A highly polymorphic DNA marker linked to adult polycystic kidney disease on chromosome 16 Nalure, 317, 542-544. 2. Anonymous. (1994) The polycystic kidney disease I gene encodes a 14 kb transcript and lies within a duplicaled region on chromosome 16. The European Polycystic Kidney Disease Consortium Cell, 77, 881-94. 3. Peters, D.J.M. (1992) Genetic heterogeneity of polycystic kidney disease in Europe Polycystic kidney disease, 97, 128-139. 4. Peters, D.J., et.al. (1993) Chromosome 4 localization of a second gene for autosomal dominant polycystic kidney disease Nat Genet, 5, 359-62. 5. Fossdal, R., et.al (1993) lcelandic families with autosomal dominant polycystic kidney disease: families unlinked to chromosome 16p 13.3 revealed by linkage analysis Hum Genet, 91, 609-13. E 42 ÁHRIF INTERLEUKIN-6 Á HREYFANLEIKA OG E-CADHERIN TJÁNINGU í ILLKYNJA OG eðlilegum ÞEKJUVEF úr BRJÓSTUM Kristján Skúli Ásgeirsson1, Kristrún Ólafsdóttir-, Jón Gunnlaugur Jónasson^ og Helga M. ÖgmundsdóttirL * Rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræði, Krabbameinsfélag íslands; -Rannsóknastofa Háskólans í tneinafræði. lnterleukin-6 er cýtókín boðefni sem hefur víðtæk áhrif 'nnan likamans einkum í tengslum við bólgusvörun en e>nnig í illkynja breytingum eins og mergæxlum. Mæld voru áhrif IL-6 á fjórar þekktar brjóstakrabbameinsfrumulínur og eðlilegar þekjufrumur úr brjósti, m.t.t. útlits og hreyfanleika þeirra. Ennfremur skoðuðum við tjáningu á samloðunarsameindinni E-cadherin í þessum ræktum svo og í sneiðum úr brjóstakrabbameinsæxlum með einstofna mótefninu 5H9. Niðurstöður okkar sýna að 1L-6 minnkar frumusamloðun. eykur hreyfanleika og veldur ákveðnum útlitsbreytingum (þær verða bandvefsfrumulíkar) i frumulínum ZR-75-1, T-47D og MCF-7. IL-6 veldur ekki þessum breytingum hjá MDA-MB-231, en þær frumur líkjast þegar bandvefsfrumum. Breytingar þessar voru mest áberandi þegar IL-6 var bætt út í ræktir á 5. degi miðað við 1. dag. Þær frumur sem losnuðu út i æti fyrir áhrif IL-6 voru lífvænlegar og mynduðu eðlilegar ræktir í nýjum flöskum. IL-6 hefur ekki áhrif á útlit eða hreyfanleika eðlilegra brjóstaþekjufruma en það virðist hafa væg vaxtarhindrandi áhrif. Allar þrjár frumulínur, ZR-75-1 (++), MCF-7 (++) og T-47D (+++) sýndu staðbundna minnkun á E-cadherin tjáningu eftir IL-6 meðhöndlun og þessar breytingar voru mest áberandi þar sem IL-6 hafði truflað frumusamloðun á jöðrum frumubreiða. MDA-MB-231 tjáir ekki E-cadherin. Með ELISA mælingum reyndust um 30% sjúklinga með brjóstakrabbamein vera með hækkuð IL-6 gildi í sermi samanborið við 3,1% hjá viðmiðunarhópnum. í sneiðum af frumæxlum sýndu yfir 60% þeirra væga og upp í verulega minnkun á E-cadherin tjáningu. Fyrstu niðurstöður okkar benda til tengsla milli hækkaðra IL-6 gilda í sermi brjóstakrabbameinssjúklinga og minnkaðrar E-cadherin tjáningar í æxlum þeirra. Liklegt er að minnkuð frumusamloðun skipti máli við ilarandi æxlisvöxt og meinvarpamyndun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.