Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Síða 52
48
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27
ALGENGl OG NYGENGITYPI) II AK
E 67 SYKURSÝKI MEÐAL ÍSLENSKRA KARLA OG
KVENNA.
Sigurjón Vilbergsson, Gunnar Sigurðsson, Helgi
Sigvaldason, Astráður B.Hreiðarsson, Nikulás Sigfiisson.
Læknadcild Háskóla Íslands, Rannsóknarstöð
Hjartavemdar, Lyflækningadeild BSP, Göngudeild
sykursjúkra LSP, Verkiræðiskrifstofa Helga
Sigvaldasonar.
Í þessari rannsókn var f.o.f. reynt að ákvarða algengi
og nýgengi týpu II á Íslandi og meta hvort breyting hafi
orðið á þessum tuttugu árum sem rannsóknin nær yfir.
Einnig var skoðað hve mikill hluti var ógreindur á móti
þekktum sykursýkisjúklingum og meðferðaformið meðal
þeirra. Ekki hafa verið gerðar neinar sérstakar rannsóknir
á algengi sykursýki týpu II á Islandi. Reynt hefúr verið að
áætla algengið núna allra síðustu ár þar sem þessar
upplýsingar hefijr nauðsynlega vantað. I öðrum
vestrænum löndum virðist algengi sykursýki týpu II fara
vaxandi og er forvitnilegt að sjá hvort svo eigi einnig við
hér á landi.
Þýðið i þessari rannsókn voru karlar fæddir 1907-1934
og konur fæddar 1908-1935 úr áfanga I-V úr
hóprannsókn Hjartavemdar á árunum 1967-1991.
Sykursýki týpa II var skilgreind sem jákvætt svar við
sykursýki úr spumingakveri Hjartavemdar og/eða þeir
sem höfðu fastandi blóðsykur (FBS) > 6.1 mmól/1 (110
mg/dl) og/eða 10.0 mmól/1 (180 mg/dl) á sykurþolsprófi
(50 gr. gefin um munn og mælt eftir 1,5 klst ).
Fyrir bæði greinda og ógreinda sykursýkisjúklinga
í aldurshópnum 50-64 ára reiknast samtals aldursstaðlað
algengi fyrir karla 3,9% en 2,6% fyrir konur, en ekki er
marktækur munur milli karla og kvenna. Aldurstaðlað
nýgengi reiknaðist 372/100.000 per/ár fyrir karla og
238/100.000 per/ár fýrir konur í aldurshópnum 55 ára.
Ekki kom i ljós marktæk breyting á algengi né nýgengi ffá
áfanga I (1967-’69) til áfanga V (1983-’9I), hvorki hjá
körlum né konum. A töflum voru um 43% karlanna og
35% kvennanna en á sérstöku mataræði eða tiltóku enga
meðferð voru 55% karlanna og 63% kvennanna.
Algengi og nýgengi sykursýki týpu II virðist aðeins
lægra eða svipað hér á landi og víða annars staðar og er
það í samræmi við það sem áður hafði verið áætlað óbeint.
en mjög erfitt er að bera saman niðurstöður milli landa
vegna mismunandi greiningaaðferða. Ekki mældist
vaxandi algengi ftá 1967-1991 í aldurshópunum 50-64
ára. Munurinn er ekki marktækur milli karla og kvenna
bæði hvað varðar algengi og nýgfengi.
SARKLÍKI OG MENGIIN KÍSILGÚRS
Ólafúr Ingimarsson'), Ingimar Hjálmarsson^),
Hólmfríður Gunnarsdóttir'>3), Vilhjálmur
Rafnsson'>3).
1) Rannsóknarstofa í heilbrigðisfræði, Háskóla
íslands, 2) Sjúkrahús Húsavíkur 3)
Atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins
INNGANGUR
Sarklíki er sjúkdómur af óþekktum orsökum. Fyrir tíu
árum höfðu greinst þrír sjúklingar með lungnasarklíki
sem unnið höfðu við framleiðslu kísilgúrs. Þá þegar
virtist þetta há tíðni sjúkdómsins í litlum hópi manna.
A Heilsugæslustöðinni og Sjúkrahúsinu á Húsavík
hafa fleiri greinst með sarklíki á undanfömum árum og
var grunur um að einhverjir þeirra hafi áður unnið við
kísilgúr.
Markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort þeir
sem orðið hafa fyrir mengun kísilgúrs við vinnu eru í
meiri hættu að fá sarklíki en aðrir.
EFNI OG AÐFERÐIR
Þetta er tilfella-viðmiða rannsókn (case-control study).
Tilfellin voru fúndin þannig að leitað var í
röntgenspjaldskrá Sjúkrahússins á Húsavík að
sjúklingum með greininguna lungnasarklíki og einnig
vom læknar sjúkrahússins spurðir hvort þeir myndu
eftir sjúklingum með sarklíki. Tilfellin höfðu öll
fengið greininguna sarklíki og var hún í öllum
tilvikum studd vefjagreiningu nema í eitt skipti.
Hendingsúrtak viðmiða var fengið úr íbúaskrá
Húsavíkurlæknisumdæmis árið 1988. Athugað var
með samkeyrslu í tölvu hvort tilfelli og viðmið fýndust
i starfsmannaskrá yfir þá sem unnið höfðu við
framleiðslu kísilgúrs og útskipun hans. Skráin var gerð
samkvæmt upplýsingum frá tveim fýrirtækjum sem
höfðu haft þessa starfsemi. Starfsmannaskráin var færð
af öðru tilefni en eru markmið þessarar rannsóknar. I
henni voru upplýsingar um hvaða ár menn hófú störf
og hættu og hversu margar klukkustundir menn höfðu
unnið. Með tölvusamke>Tslunni fengust niðurstöður
um hver tilfella og viðmiða höfðu orðið fýrir mengun
kísilgúrs.
NIÐURSTÖÐUR
Atta sjúklingar höfðu greinst með sarklíki á Húsavík á
árunum 1974 til 1993. Sex þeirra höfðu unnið í
mengun kísilgúrs. Af 70 viðmiðum höfðu 13 unnið í
mengun kísilgúrs. Þetta gaf áhættuhlutfallið 13.2 sem
var tölfræðilega markmækt á 1% stigi. í öllum
tilvikum hafði sarklíkissjúkdómurin góðkynja feril og
ekkert tilfellanna hafði langvarandi klínisk einkenni.
ÁLYKTANIR
í læknisfræðinni eru nokkur dæmi um tilfelli þar sem
fýrir koma hnúðóttar breytingar og sarklíkisbreytingar
í húð og lungum sem tengd hafa verið mengun
kristallaðrar kísilsýru en þar hefur þó ekki verið um að
ræða kísilgúr. Við teljum sennilegt að mengun
kísilgúrs eigi þátt í tilurð sarlíkis þar sem
áhættuhlutfallið er eins hátt og raun ber vitni í þessari
rannsókn.