Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Page 68

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Page 68
62 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 Eru Na/Ca-skipti yfir frumuhimnu og E 95 Ca-pumpa frymisnets ákvarðandi fy rir endurnýtingu Ca2+ í hjartafrumum? Magnús Jóhannsson, Haflidi J. Ásgrímsson, Björn Wohlfart og Ólafur Gudmundsson. Rannsóknastofu í lyfjafræði, Háskóla íslands og Avd. för Klinisk Fysiologi, Lunds Universitet. Samdráttarkraftur í hjartavöðva er talinn stjórnast af því magni kalsíums (Ca) sem binst trópóníni. Við slökun vöðvans er álitiö að Ca skili sér aftur út úr frumunni með hjálp Na/Ca- skipta að hluta og að hluta aftur inn í SR með Ca-pumpu. I>að hlutfall virkjunarkalsíums sem fer aftur inn í SR er kallað endumýtingar- hlutfall (recirculation fraction, RF) vegna þess að þetta kalsíum er endumýtt og getur losnaö úr SR við næsta samdrátt. Hér var sú tilgáta prófuð hvort það Ca sem losnar frá trópóníni við slökun fari annarsvegar út úr frumunni með Na/Ca-skiptum og hins- vegar inn í SR með Ca-pumpu. Áhrif á hraða Na/Ca-skipta eða Ca-pumpu SR ætti því að valda fyrirsjáanlegum breytingum á RF. I) Blokkun Na/Ca-skipta. Hækkuð þéttni Ca2+ í baðlausn, eða lækkuð þéttni Na+, færir jafn- vægisspennu Na/Ca-skipta nær hvíldarspennu frumunnar og dregur þannig úr þessum skiptum. Við þetta ætti meira Ca að fara inn í SR og RF að hækka. Þetta var athugað í gáttum og sleglum marsvína (MS) og gáttum manna (M). 1 mM 2 mM Ca 4mM Ca n MS, gátt 0.37 0.59 0.63 6 MS, slegill 0.22 0.26 0.38 5 M, gátt 0.44 0.49 7 100% Na 70% Na n MS, gátt 0.59 0.64 8 MS, slegill 0.29 0.38 8 M, gátt 0.45 0.53 6 2) Hömlun Ca-pumpu í SR. Cyclópíazónsýra (CPA) er talin hamla Ca-pumpu SR sérhæft. Við slíka hömlun ætti meira Ca aö fara út úr frumunum með Na/Ca-skiptum og RF ætti að lækka. Kontrol 5 /<M CPA n MS, gátt 0.62 0.34 3 MS, slegill 0.30 0.26 3 Niðurstöður þessara tilrauna styðja í meginatriðum þá tilgátu sem verið var að prófa. TILVIST OUABAIN- EÐA DIGOXIN-LÍKRA EFNA E 96 í FYLGJUVEF MANNA. Sighvatur S. Árnason, Juhani Leppaluoto, Olli Vakkuri, Lífeðlisfræöistofnun H.í. & Lífeðlisfræðistofnun Háskólans í Oulu, Finnlandi NaKATPasi er lífhvati í yfirborðshimnu allra fruma líkamans. Hann viðheldur misvægi í styrk Na+ og K+ milli utanfrumu- og innanfrumuvökva líkamans Jafnframt skapar hann spennumun yfir frumuhimnuna. Breytingar í virkni lífhvatans geta því haft mikil áhrif á starfsemi taugakerfis, blóðrásarkerfis og nýma. Ljóst er að ýmis innanfrumuboðefni geta breytt virkni lífhvatans frá einni stund til annarrar, og einnig er talið að boðefni utanfrá (hormónar, paracrínar) geti breytt virkni hans. Einn af þessum utanfrumuþáttum er talinn vera líkur plöntusterasamböndunum digoxin (DLF) eða ouabain (OLF), sem eru sértækir hemjarar NaKATPasans. Nýlegar rannsóknir benda til að slík efni séu mynduð í undirstúku og/eða nýmahettum spendýra. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tilvist slíkra efna hjá mönnum. Fylgjur manna vom notaðar sem vefur til útdráttar, m.a. vegna þess að fylgjan er sérstaklega virkur steramyndandi vefur. Teknar voru fylgjur, sem fengust við eðlilega fæðingu og við keisaraskurð. Þessar fylgjur vom meðhöndlaðar í sitthvom lagi. Það var staðfest að viðkomandi konur höfðu ekki tekið digitalis-lyf. Fylgjan var mulin í metanóli, skilin, síuð, botnfallið þurrkað og hreinsað með chloroformi, síað, og extraktiö uppleyst í metanóli síðan sett á Sephadex LH-20 súlu. Flotið niður af súlunni var safnað í 6 skammta (A-F). Metanólið í skömmtunum sex, sem komu af LH-20 súlunni, var þurrkað í burtu og þurra efnið leyst upp í viðeigandi búffer. Hluti af LH-20 sýnunum var leystur upp í 0.1% TFA lausn til frekari hreinsunar og aðgreiningar á HPLC Cjg-súlu af PhaseSep gerð. Helstu mæliaðferðir vom binding við lífhvata úr heilavef, hemjun á pumpun 86Rb inn í blóðfmmur og binding við sérhæfð og næm ouabain-mótefni (heimagen) og digoxin-mótefni. Það fannst töluvert magn af OLF í A-skammti, eöa sem samsvarar 500-1000 pg/g blautvigt. Þetta OLF líktist mjög ouabaini með tilliti til hegðunar á HPLC súlunni, það bast viö sérhæft og næmt ouabain-mótefniö, sýndi samhliðavirkni við ouabain-staðalkúrfuna og hamdi jafnframt upptöku 86Rb upp í rauðar blóðfrumur. Auk þess fannst DLF, í mun minna magni þó, sem sýndi svipaða hegðun og digoxin á HPLC-súIunni og bast við sérhæft digoxin-mótefnið. Niðurstöðurnar gefa sterklega til kynna að endogenískt OLF er til staðar í fylgjum manna í umtalsverðu magni. Þetta hefur ekki verið sýnt fram á áður með fylgjur manna, og má gera ráð fyrir þessum vef sem virkum OLF-myndandi vef við þungun. Stutt af Rannsóknarsjóði H.I. og Háskólanum I Oulu, Finnlandi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.