Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Blaðsíða 73

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Blaðsíða 73
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 65 Raflífeðlisfræðileg og SKYNFRÆÐILEG ATHUGLN A SJÓNU- OG ÆÐAVISNUN Þór Eysteinsson, Friðbert Jónasson, og Vésteinn Jónsson. Rannsóknastofa H.í. í lífeðlisfræði, og Augndeild Landakotsspítala. Ættgeng sjónu-og æðavisnun (helicoidal peripapillary chorioretinal degeneration) er augnsjúkdómur sem sennilega á sér upprunna á íslandi (Sveinsson, 1939, '979). Um er að ræða visnun er teygir sig frá sjóntaug. Til þess að greina betur þær starfrænu breytingar sem verða í þessum sjúkdómi höfum við athugað 15 sjúklinga með raflífeðlisfræðilegum og skynfræðilegum (psychophysical) aðferðum. Til samanburðar hafa þessar athuganir einnig verið gerðar á fjölda fólks með eðlilega sjón. Augnrit (EOG) var skráð með aðferð Arden ofl (1962). Þessi mæling gefur vísbendingar um starfræn tengsl litþekju (pigment epithelium) og ljósnema. Sjónhimnurit (ERG) var skráð milli húðskauta ofan við itugabrýr og hornhimnuskauta sem svar við 'jósertingum Þessi mæling gefur mynd af svörun Ijósnema, Muller fruma og taugafruma í sjónhimnu. Lögð voru fyrir Ishihara og Farnsworth D-15 'itaskynspróf. Rökkuraðlögun var mæld með Þföskuldsmælingu fyrir 500nm ljósi í 30 mín. Niðurstöður voru að litaskyn var eðlilegt í öllum sjúklingum, og einnig rökkuraðlögun. Ljósris EOG var fyrir neðan eðlileg mörk (185%) í öllum sjúklingum, nema 4 augu voru eðlileg og jafnframt sýndu þau E 101 eðlilegt ERG. Sjúklingum má skipta í 3 meginhópa að því er snertir ERG. Fjórir sjúklingar sýndu eðlileg ERG að spennu og dvöl. Fimm sjúklingar sýndu ERG svör ýmist rétt við eða fyrir neðan eðlileg mörk að því er snertir spennu, en eðlilega dvöl. Sex sjúklingar sýndu verulega lækkað ERG að spennu, bæði a- og b- bylgju, og seinkaða dvöl b-bylgju t' sumum tilfellum. Enginn marktækur munur var á meðalhlutfalli a- og b- bylgju (b/a hlutfall) milli hópanna. Allir sjúklingar sýndu einhvert ERG svar við öllum ljósertingum, og lækkun í ERG er ekki tengt stöfum eða keilum sérhæft. Almennt benda þessar niðurstöður til að litþekja (pgiment epithelium) verður fyrir strafrænum truflunum í þessum sjúkdómi á undan sjónhimnu, sem getur starfað nokkuð vel þrátt fyrir verulegar sjáanlegar skemmdir í augnbotni. Enginn marktæk seinkun verður í dvöl a-bylgju ERG, þrátt fyrir verulega lækkun spennu, sem bendir til að ljósnemar í óskemmdum svæðum svari eðlilega við ljósi, og eðlileg rökkuraðlögun bendir til að eðlileg endurmyndun diska verði í þeim. Boðflutningur frá ljósnemum, að svo miklu leiti sem b-bylgja er mat á það, virðist eðlilegur frá óskemmdum svæðum nema á síðari stigum sjúkdómsins. Ahrif örvunar í upphafi svefns á svefngæði Július K. Björnsson. Rannsóknastofa Geðdeildar E 102 Landspítalans. Nýlegar rannsóknir benda til þess að tímabilið Ngar einstaklingur sofnar og sú vaka sem fer þar á undan, skjpti sköpum í þróun og viðhaldi langvarandi svefnleysis. Sýnt hefur verið fram á að örvun fyrir svefn, bæði vitræn og líkamleg er nátengd erfiðleikum við að sofna og jafnframt erfiðleikum við að halda svefni og vakna of snemma. Höfundur hefur sýnt annarsstaðar, að svokölluð EEG óreiða (entropy) er mjög há í upphafi nætur hjá mörgum sjúklingum með langvarandi svefnleysi, nokkuð sem leiðir til sundurslitins svefns, Jafnvel þó um “eðlilegan” svefnarkitektúr sé að ræða. ^leðferð svo sem “sleep restriction” leiðir til þess að svefnbið styttist verulega og fjarlægir þar sem hinn stóra breytileika og þá örvun sem sjá má í upphafi nætur hjá Þessum sjúklingum. Sú rannsókn sem hér er greint frá byggist á athugun á huglægri upplifun af svefni og svefnheilariti frá '29 sjúklingum með langvarandi svefnleysi. Allar svefnmælingar eru frá nótt 2 eða 3, og framkvæmdar með Oxford ambulant tækjabúnaði, breytt yfir á digital form með 100 Hz tíðni og tíðnigreindar með AR línulegum algórithma, sem gefur “power density” fyrir tíðnisviðið frá 0,5 til 25 Hz. EEG óreiða var reiknuð fyrir hverja nótt, ásamt EEG virkni (palpha/pdelta). Jafnframt var hver nótt skoruð skv. kerfi Rechtschaffen & Kales. Niðurstöðumar benda til þess að óreiða og örvun í heilariti við upphaf svefns sé nátengt þróun og framvindu svefns alla nóttina. Jafnframt sýna endurteknar mælingar á svefnheilariti fyrir og eftir meðferð, marktækar gagngerar breytingar á heilariti sjúklinga, sem hafa sterk tengsl við upplifun þeirra af svefngæðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.