Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Síða 79

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Síða 79
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 71 ÁHRIF HITASTIGS Á VERKUN SÝKLALYFJA IN VITRO. Viðar Magnússon. Þórunn Jónsdóttir. Hrefna Guðmundsdóttir, Helga Erlendsdóttir, og Sigurður Guðmundsson. Læknadeild Háskóla Islands, Lyfjadeild og sýkladeild Borgarspítala, Reykjavík. Inngangur. Hækkaður líkamshiti er eitt af algengustu einkennum sýkinga. Rannsóknir benda til þess að hækkað hitastig geti haft örvandi áhrif á ýmsa þætti ónæmiskerfisins, en lítið er vitað um áhrif þess á vöxt sýkla og verkun lyfja gegn þeim. Áður hefur verið sýnt fram á lækkuð hammörk (MIC) hjá sumum samsetningum sýkla °g lyfja við hækkandi hitastig á bilinu 33-43°C. Engar athuganir hafa aftur á móti verið gerðar á öðrum þáttum lyfhrifa (pharmacodynamics) sýklalyfja svo sem drápshraða (bactericidal rate) eða eftirvirkni (postantibiotic effect; PAE). Aðferðir. Við könnuðum því verkun dicloxacillíns og rifampíns gegn 4 stofnum S. aureus, og imipenems, ceftazidíms, gentamicíns/ tobramýcíns og ciprofloxacíns gegn 3 stofnum K. Pneumoniae og 3 stofnum P. aeruginosa við þijú hitastig (35.5°C, 38.5°C og 41.0°C). Vaxtarhraði og MIC voru ákvörðuð og síðan drápshraði og eftirvirkni eftir áverkan lyfjanna í þéttni sem var tiltekið margfeldi af MIC við hvert hitastig. E Niðurstöður. Vöxtur sýkla var örastur við 38.5°C, en 7-19% hægari við önnur hitastig. MIC lækkaði >4-falt með hækkandi hitastigi í 25% samsetninga lyfja og sýkla. Drápshraði var tiltölulega óháður hitastigi, nema drápshraði tobramýcíns gegn P. aeruginosa var 12-falt hægari og cípróflóxacíns gegn sama sýkli 2.1-falt hægari við 41.0°C en 35.5°C. Á sama hátt var eftirvirkni lítt háð hitastigi, nema eftirvirkni imipenems gegn P.aeruginosa var 2-3x styttri við 41.0°C en 35.5°C. Eftirvirkni var ennfremur mæld við sama lyfjastyrkleika við öll hitastig án tillits til margfeldis af MIC. Við þær aðstæður lengdist eftirvirkni við hækkað hitastig í sumum tilvikum, sem var fremur vegna hlutfallslegrar þéttniaukningar sökum lækkaðs MIC. Ályktun. Samkvæmt þessum niðurstöðum hefur breytt hitastig almennt lítil áhrif á lyfhrif. Þó lækkaði MIC í -1/4 tilvika og drápshraði tobramycins og eftrirvirkni imipenems gegn P. aeruginosa breyttist umtalsvert. EFTIRVIRKNI LYFJA GEGN BACTEROIDES FRAGILIS Marerét Valdimarsdóttir. Helga Erlendsdóttir, Sigurður Guðmundsson. Læknadeild Háskóla Islands, Sýkla- og Lyflækningadeild Borgarspítalans. Inngangur. Loftfælnar bakteríur eru eðlileg fióra víða í líkamanum, t.d. meltingarvegi og munni. Þær mynda gjarnan ígerðir og koma einnig lyrir í blönduðum sýkingum með loftháðum sýklum. Við könnuðum eftirvirkni (EV) nokkurra sýklalyfja á Bacteroides fragilis, og bárum vöxt Þeirra í BACTEC® blóðræktunartæki saman við h'ftalningu í þessu skyni. Þekking á EV lyfja gæti faekkað lyfjaskömmtum og þar með minnkað aukaverkanir og lyfjakostnað. Efnividur. Fimm lyfjum var beitt gegn 4 stofnum .5 fragilis (ATCC 25285 og 3ja klíniskra). Þau voru cefoxitin (C), chloramphenicol (CH), Hindamycin (CL), imipenem (I) og metronidazol (M) í þéttni frá lx upp í 16xMIC. Þéttnin var ekki bærri en sú sem fæst við lækningaskammta. Vöxtur var metinn skv. CO2 framleiðslu í BACTEC NR-750®blóðræktunartæki. Vöxtur til b'ftalningar fór fram við súrefnissnauðar aðstæður 1 sérstökum skáp (Shel-Lab, Comelius, Oregon). Adferðir. Eftir að bakteríustofn hafði vaxið yfir nótt var lbakteríulausn, lyfi og broði blandað í filraunaglas. Lyfið var látið verka í 1, 2 eða 4 tíma. Síðan var lyfið fjarlægt með 100-faldri þynningu í forhitaða blóðræktunarflösku. Strax E var tekið sýni úr fiöskunum til sáningar. Vöxturinn var svo metinn í blóðræktunartækinu á u.þ.b. 3 tíma fresti þar til ákveðnu gildi var náð. Bakteríulausn án lyfs (viðmið) var meðhöndluð á sama hátt. EV var reiknuð á grundvelli vaxtarferla viðmiðunar- og meðhöndlaðra baktería. I fyrri hluta rannsóknarinnar var líftalningu beitt samhliða BACTEC® mælingum. Niðurstödur. Aðferðirnar tvær, lfftalning og notkun BACTEC® kerfisins reyndust sambærilegar fyrir stofnana í heild, r=0,916 (p<0,005). EV lyfianna var mjög breytileg eftir stofnunum fjórum. Meðal EV(í klst,±SE) allra stofnanna eftir verkun í eina klst. við 4 x MIC var: C: -0,2±0,2, CH: 0,3±0,2, CL: -0,6±0,6,1: 0,9±0,1 og M: 3,4±o.8. Lengsta mælda EV(klst) var C: 2,38, CH: 1,7, CL: 3,7, I: 6,5 og M: 12,4. Ekki var góð samsvörun milli lengdar EV og flatarmáls undir lyfferli (AUC), nema fyrir I, þar sem r=0,971 (p<0,001). Ályktun. BACTEC® aðferðin við að meta EV lyfja á loftfælnar bakteríur er bæði fljótlegri og þægilegri en hin hefðbundna líftalning. Umtalsverð EV við venjulega lyfjaþéttni fékkst eingöngu með M og I. Niðurstöður þessar gætu haft áhrif á notkun lyfjanna en frekari athuganir á öðrum tegundum loftfælinna baktería og á fieiri lyfjum eru þarfar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.