Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Page 84
76
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27
AUKIN TJÁNING Á VIMENTINI í DENDRITISKUM
E 123 FRUMUM OG ÆÐAÞELSFRUMUM í PSORIASIS-
SKELLUM OG BÓLGINNI HÚÐ
Sigurður Magnússon, Anna Maria Jónsdóttir, Helgi
Valdimarsson og Ingileif Jónsdóttir
Rannsóknarstofu Háskólans i Onæmisfræði,
Landspitalanum
Sýkingar af völdum ÍJ-hemolytiskra streptokokka
geta hrundið af stað psoriasis-útbrotum, en ekki er enn
Ijóst hvemig þessu samhengi er háttað. Vegna þekkts
skyldleika með byggingu svokallaðra M-próteina á
yfirborði streptókokka og ýmissa mannapróteina er talið
hugsanlegt að ónæmissvör gegn streptókokkunum beinist
einnig að sameindum i húð og valdi þar bólgu, sem siðar
geti leitt til ofvaxtar keratínfruma i yfirhúð
Til að rannsaka þetta voru framleidd nokkur einstofna
mótefni gegn B-hemolytiskum streptokokkum af flokki A
og kannað með flúrskinslitun á þunnsneiðum úr húð hvort
þau þekktu sameindir i psoriasis-skellum eða eðlilegri húð
Eitt mótefnanna (IC2), sem binst M-próteinum, litaði
dendritiskar frumur og æðaþelsfrumur í húð i rikari mæli i
psoriasis-skellum en i eðlilegri húð. Ennfremur litaði IC2-
mótefnið sómu frumur sterklega i húð þar sem framkölluð
halði verið bólga (delayed type hypersensitivity; DTH)
Með mótefnablettun (Western blotting) var sýnt fram á að
IC2-mótefnið binst vimentini, sem er byggingarprótein i
stoðgrind margra frumutegunda Þetta var staðfest með
þvi að lita þunnsneiðar úr bólginni húð með einstofna
mótefni gegn vimentini, en það litaði sömu frumur og
IC2-mótefnið. Niðurstöðumar voru einnig staðfestar með
flúrskinslitun á ræktuðum æðaþelsfrumum úr naflastreng
og átfrumum úr blóði, en i báðum þessum frumutegundum
gaf litun með IC2-mótefninu sams konar mynstur og litun
með einstofna mótefni gegn vimentini, þ.e. þéttriðið
þráðanet i umfrymi Þegar frumurnar voru ræktaðar i
návist 12-O-tetradecanoyl phorbol 13-acetate (TPA), sem
vitað er að eykur tjáningu á vimentini i sumum
fmmutegundum, jókst litunarstyrkur með báðum
mótefnunum. TPA olli ennfremur samskonar breytingum á
bandamynstri sem fékkst við mótefnablettun með báðum
mótefnunurr, sem staðfestir enn frekar að þau bundust
bæði sama próteini
Þessar niðurstoður sýna að vimentin er tjáð i auknum
mæli i dendritiskum fmmurn og æðaþelsfmmum i
psoriasis-skellum og bólginni húð.
T-FRUMUSVÖRUN GEGN KERATÍNI OG M-
E 124 PRÓTEINUM STREPTÓKOKKA.
Hekla Sigmundsdóttir, Ingileif Jónsdóttir, ’Marita
Troye-Blomberg, Sigurður Magnússon og Helgi
Valdimarsson Rannsóknastofa í ónæmisfræði,
Landsspítala,* Ónæmisfræðideild Stokkhólmsháskóla
Psoriasis er langvinnur bólgusjúkdómur i húð sem
einkennist af óeðlilegri fjölgun á keratinfrumum og
fmmuskipti i yftrhúð em aukin. Þessi áhrif verða vegna
aukinnar íferðar og virkjunar T-eitilfmma Psoriasis er
skipt i tvennt: guttate psoriasis, sem ofl gengur til baka,
og króniskan psoriasis Margir sjúklingar með guttate
psoriasis fá krónisk útbrot síðar Sterk tengsl em á milli
guttate psoriasis og sýkinga af völdum Slreplococcns
pyogenes gr A Sýkingarhæfni þessara bakteria tengist
svonefndu M-próteini, sem er á yfirborði þeirra Með
mótefnum hafa greinst sameiginleg epitóp fyrir M-prótein
og keratin i mönnum
Tilgangur rannsóknarinnar er að meta svömn T-
fruma gegn keratini og M-próteinum hjá sjúklingum með
psoriasis, heilbrigðum ættingjum og óskyldum einstak-
lingum T-fmmur úr blóði vom ræktaðar i návist keratins,
M-próteins og annarra antigena sem vekja ónæmissvör.
Mæld vom fjölgunarviðbrögð T-fmmanna, framleiðsla
boðefnanna IFN-y og IL-4 og einnig mRNA tjáning fyrir
þessi boðefni
Niðurstöður: Fmmufjölgun gegn grófhreinsuðu M-
próteini: Munur var á milli heilbrigðra einstaklinga,
ættingja og þeirra sem em með psoriasis sem bendir til
þess að þeir sem hafi psoriasis svari próteininu betur en
hinir Frumufjölgun gegn hreinsuðu M-próteini var
marktækt meiri hjá þeim sem hafa psoriasis en hinum sem
ekki hafa sjúkdóminn Þessi svömn var þó lægri en
svömn gegn grófhreinsuðu M-próteini. Fmmufjölgun
gegn keratini gaf svipaða niðurstöðu og fékkst með
finhreinsuðu M-próteini Þessi svömn var einnig mun
lægri en svömn gegn grófhreinsuðu M-próteini.
Boðefnin IFN-y og IL-4 einkenna tvær ólíkar T-
fmmugerðir; IFN-y frumubundin ónæmissvör (Thl
svipgerð) en IL-4 mótefnamyndandi ónæmissvör (Th2
svipgerð) Ætlunin er að kanna hvor þessara svipgerða er
rikjandi i blóði psoriasis sjúklinga Niðurstöður okkar
benda til þess að meira sé myndað af IFN-y en IL-4 hjá
sjúklingum með psoriasis og psoriasissjúklingar mynda
meira af IFN-y en heilbrigðir. Þetta kemur best í ljós við
áreiti með grófhreinsuðu M-próteini Við örvun með
finhreinsuðu M-próteini mynda ættingjar psoriasis-
sjúklinga mest af IL-4
Þessar niðurstöður gefa til kynna að T-frumur
psoriasissjúklinga svari M-próteinum streptókokka
öðmvisi en T-fmmur heilbrigðra einstaklinga. Frekari
rannsókna er þörf til að meta hvort tilurð psoriasis á rætur
að rekja til óeðlilegrar stjórnunar á svömn T-fruma gegn
M-próteinum streptókokka.