Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Síða 86
78
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27
UNDIRFLOKKAR EITILFRUMA í SJÚKLEMGUM
127 MEÐ IKTSÝKI- tengslvið gigtarþætti
OG SJÚKDÓMSEINKENNI.
Sturla Arinbiarnarson. Kristján Steinsson, Ámi Jón
Geirsson, Helgi Jónsson, Jón Þorsteinsson, Ásbjörn
Sigfússon, Þorbjörn Jónsson og Helgi Valdimarsson.
Rannsóknastofa í ónæmisfræði og Lyflækningadeild
Landspftalans.
Iktsýki (rheumatoid arthritis, RA) er þrálátur bólgu-
sjúkdómur sem leggst helst á liðamót líkamans en getur
einnig náð til ýrrússa annarra lfffærakerfa. Hækkun á
gigtarþáttum (rheumatoid factor, RF) í blóði og liðvökva
er einkennandi fyrir sjúkdóminn. Sumir RA sjúklingar
hafa þó ekki RF hækkun, og slík hækkun getur stundum
einnig fundist í öðrum sjúkdómum. Það er lfka þekkt að
ákveðnar breytingar verða á samsetningu eitilfruma, bæði
í blóði og liðum. Rannsóknir hafa sýnt að hækkun á IgA
RF tengist alvarlegum sjúkdómseinkennum í RA, svo
sem beinúrátum og einkennum utan liðamóta (extra-
articular manifestations). Markmið þessarar rannsóknar
var að kanna sambandið milli undirflokka eitilfruma í
blóði RA sjúklinga, sjúkdómseinkenna og mismunandi
RF flokka.
IgM, IgG, IgA, IgAi og IgA2 RF var mældur
með ELISA tækni f blóði RA sjúklinga og heilbrigðum
hópi blóðgjafa. Undirflokkar eitilfruma voru kannaðir í
flæöifmmusjá með einstofna mótefnum (T-frumur : CD3,
CD4, CD8, CD45RO og HLA-DR ; B-frumur : CD19 og
CD5).
Sjúklingar með RA höfðu hærra hlutfall
CD4+/CD8+ T-fruma og meira af CD5+ B-frumum en
heilbrigðir einstaklingar. RA sjúklingar með hækkun á
RF höfðu meira af CD5+ B-frumum en þeir sem ekki
höfðu RF hækkun. Sjúklingar með einkenni utan
liðamóta höfðu hærra hlutfall CD45RO+/CD4+ T-fruma
(hjálpar-minnisfrumur) heldur en RA sjúklingar án slíkra
einkenna. Sams konar fylgni fannst milli hækkunar á
IgA RF og CD45RO+/CD4+ T-fruma. Hækkun á IgM
RF eða IgG RF tengdist hins vegar ekki hækkun á
þessum hópi T-ffuma.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að virkni
og horfur RA sjúklinga endurspeglist ekki einungis af
magni einstakra RF gerða heldur einnig af hlutfalli
mismunandi undirflokka eitilfruma í blóði. Þessa tilgátu
þarf að kanna frekar með framsýnni athugun á
sjúklingum með nýbyijaða liðagigt.
iSLENSK BORN MEÐ SYKURSÝKI 1980-1994:
. EINKENNI OG SJÚKDÓMSÁSTANO VID GREININGU.
SAMANBURDUR VIÐ NIÐURSTÓÐUR FRA ÓORUM LONDUM EVRÓPU.
Árni V Þórsson. Elisabet Konráðsdóttir og Kristin E
Guðjónsdóttir. Göngudeild sykursjúkra barna og unglinga,
Barnadeild Landakotsspítala. Reykjavik.
Island er nú þáttakandi í stórri faraldsfræðilegri
rannsókn margra Evrópulanda en rannsóknin nefnist
ELROdiab ace. Hluti þessarar rannsóknar er könnun á
sjúþómsástandi við greiningu eða upphaf sjúkdómsins.
Áður hafa birst niðurstöður frá sjúklingum sem
greindust á fimm ára tímabili I989-I993. (Læknabl.
fylgirit 1994).
Hér eru birtar niðurstöður uppgjörs á 86/110
sjúklinga sem greindust eftir 1980. Niðurstöður verða
bomar saman við fyrstu niðurstöður frá 21 Evrópulandi
sem nýlega hafa verið birtar.(£ur )
Á tæplega 15 ára tímabili frá 01.01.1980 til
19.11.1994 greindust alls 110 böm innan 15 ár aldurs
með sykursýki á íslandi. Kynskipting var jöfn 55
drengir og 55 stúlkur. Við greiningu voru í aldurshópi
0-4 ára 10,5%, 5-9 ára 28,2% og 10-14 ára 60,9%.
Polyuria og þorsti fannst hjá 93% sjúklinga. Þyngdartap
76,7%, þreyta eða slen 60,5%, kviðverkir 20,1%, ýmis
önnur einkenni 54,7%, þar af enuresis 19,4%. Fyrsta
einkenni var polyuria í 80,2%. Meðal tímalengd
einkenna við greiningu var 3,4 vikur (SD 2,29).
Acidosis (pH blóðs <7,2) fannst í 12,8% tilfella við
greiningu sjúkdómsins.(£úr. 19 %) Öll þessi böm
nema eitt voru eldri en 5 ára. Meðvitundarskerðing var
til staðar hjá 8 bömum (9,3%). (Eur 17%) Ekkert
barnanna var meðvitundarlaust við komu.
Upphafsmeðferð var án fylgikvilla í öllum tilfellum og
ekkert dauðsfall var skráð. f 88,9% tilfella var meðferð
hafin innan sólarhrings frá því fyrst var leitað læknis
með bamið og í 95,1% tilfella innan þriggja sólarhringa.
íslensk böm greinast með sykursýki tiltölulega fljótt
eftirað sjúkdómurinn kemurfram og insulín meðferðer
í langflestum tilfellum hafin strax. Alvarleg “diabetes
ketoacidosis" er sjaldgæft fyrirbæri á íslandi.
Séu niðurstöður bomar saman við erlendar rannsóknir
er ljóst að á íslandi er sjaldgæft að sykursjúk börn séu
orðin alvarlega veik þegar sjúkdómurinn greinist.
Aðdragandi meðferðar er að meðaltali mun styttri en í
flestum löndum Evrópu.