Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Blaðsíða 86

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Blaðsíða 86
78 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 UNDIRFLOKKAR EITILFRUMA í SJÚKLEMGUM 127 MEÐ IKTSÝKI- tengslvið gigtarþætti OG SJÚKDÓMSEINKENNI. Sturla Arinbiarnarson. Kristján Steinsson, Ámi Jón Geirsson, Helgi Jónsson, Jón Þorsteinsson, Ásbjörn Sigfússon, Þorbjörn Jónsson og Helgi Valdimarsson. Rannsóknastofa í ónæmisfræði og Lyflækningadeild Landspftalans. Iktsýki (rheumatoid arthritis, RA) er þrálátur bólgu- sjúkdómur sem leggst helst á liðamót líkamans en getur einnig náð til ýrrússa annarra lfffærakerfa. Hækkun á gigtarþáttum (rheumatoid factor, RF) í blóði og liðvökva er einkennandi fyrir sjúkdóminn. Sumir RA sjúklingar hafa þó ekki RF hækkun, og slík hækkun getur stundum einnig fundist í öðrum sjúkdómum. Það er lfka þekkt að ákveðnar breytingar verða á samsetningu eitilfruma, bæði í blóði og liðum. Rannsóknir hafa sýnt að hækkun á IgA RF tengist alvarlegum sjúkdómseinkennum í RA, svo sem beinúrátum og einkennum utan liðamóta (extra- articular manifestations). Markmið þessarar rannsóknar var að kanna sambandið milli undirflokka eitilfruma í blóði RA sjúklinga, sjúkdómseinkenna og mismunandi RF flokka. IgM, IgG, IgA, IgAi og IgA2 RF var mældur með ELISA tækni f blóði RA sjúklinga og heilbrigðum hópi blóðgjafa. Undirflokkar eitilfruma voru kannaðir í flæöifmmusjá með einstofna mótefnum (T-frumur : CD3, CD4, CD8, CD45RO og HLA-DR ; B-frumur : CD19 og CD5). Sjúklingar með RA höfðu hærra hlutfall CD4+/CD8+ T-fruma og meira af CD5+ B-frumum en heilbrigðir einstaklingar. RA sjúklingar með hækkun á RF höfðu meira af CD5+ B-frumum en þeir sem ekki höfðu RF hækkun. Sjúklingar með einkenni utan liðamóta höfðu hærra hlutfall CD45RO+/CD4+ T-fruma (hjálpar-minnisfrumur) heldur en RA sjúklingar án slíkra einkenna. Sams konar fylgni fannst milli hækkunar á IgA RF og CD45RO+/CD4+ T-fruma. Hækkun á IgM RF eða IgG RF tengdist hins vegar ekki hækkun á þessum hópi T-ffuma. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að virkni og horfur RA sjúklinga endurspeglist ekki einungis af magni einstakra RF gerða heldur einnig af hlutfalli mismunandi undirflokka eitilfruma í blóði. Þessa tilgátu þarf að kanna frekar með framsýnni athugun á sjúklingum með nýbyijaða liðagigt. iSLENSK BORN MEÐ SYKURSÝKI 1980-1994: . EINKENNI OG SJÚKDÓMSÁSTANO VID GREININGU. SAMANBURDUR VIÐ NIÐURSTÓÐUR FRA ÓORUM LONDUM EVRÓPU. Árni V Þórsson. Elisabet Konráðsdóttir og Kristin E Guðjónsdóttir. Göngudeild sykursjúkra barna og unglinga, Barnadeild Landakotsspítala. Reykjavik. Island er nú þáttakandi í stórri faraldsfræðilegri rannsókn margra Evrópulanda en rannsóknin nefnist ELROdiab ace. Hluti þessarar rannsóknar er könnun á sjúþómsástandi við greiningu eða upphaf sjúkdómsins. Áður hafa birst niðurstöður frá sjúklingum sem greindust á fimm ára tímabili I989-I993. (Læknabl. fylgirit 1994). Hér eru birtar niðurstöður uppgjörs á 86/110 sjúklinga sem greindust eftir 1980. Niðurstöður verða bomar saman við fyrstu niðurstöður frá 21 Evrópulandi sem nýlega hafa verið birtar.(£ur ) Á tæplega 15 ára tímabili frá 01.01.1980 til 19.11.1994 greindust alls 110 böm innan 15 ár aldurs með sykursýki á íslandi. Kynskipting var jöfn 55 drengir og 55 stúlkur. Við greiningu voru í aldurshópi 0-4 ára 10,5%, 5-9 ára 28,2% og 10-14 ára 60,9%. Polyuria og þorsti fannst hjá 93% sjúklinga. Þyngdartap 76,7%, þreyta eða slen 60,5%, kviðverkir 20,1%, ýmis önnur einkenni 54,7%, þar af enuresis 19,4%. Fyrsta einkenni var polyuria í 80,2%. Meðal tímalengd einkenna við greiningu var 3,4 vikur (SD 2,29). Acidosis (pH blóðs <7,2) fannst í 12,8% tilfella við greiningu sjúkdómsins.(£úr. 19 %) Öll þessi böm nema eitt voru eldri en 5 ára. Meðvitundarskerðing var til staðar hjá 8 bömum (9,3%). (Eur 17%) Ekkert barnanna var meðvitundarlaust við komu. Upphafsmeðferð var án fylgikvilla í öllum tilfellum og ekkert dauðsfall var skráð. f 88,9% tilfella var meðferð hafin innan sólarhrings frá því fyrst var leitað læknis með bamið og í 95,1% tilfella innan þriggja sólarhringa. íslensk böm greinast með sykursýki tiltölulega fljótt eftirað sjúkdómurinn kemurfram og insulín meðferðer í langflestum tilfellum hafin strax. Alvarleg “diabetes ketoacidosis" er sjaldgæft fyrirbæri á íslandi. Séu niðurstöður bomar saman við erlendar rannsóknir er ljóst að á íslandi er sjaldgæft að sykursjúk börn séu orðin alvarlega veik þegar sjúkdómurinn greinist. Aðdragandi meðferðar er að meðaltali mun styttri en í flestum löndum Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.