Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Síða 92
82
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27
PCB-EFNI í ÍSLENSKRI MÓÐURMJÓLK.
V 5 Kristín Ólafsdóttir, Hildur Atladóttir, Svava
Þórðardóttir og Þorkell Jóhannesson,
Rannsóknastofu í lyfjafræði.
Lítið er vitað um mengun af völdum
pólíklórbífenýlsambönd (PCB-efna) í
íslendingum. Markmið rannsóknarinnar
var að kanna tilvist og magn einstakra
afleiða PCB-efna í tslenskri móðurmjólk.
Sýnum var safnað á fæðingadeild
Landspítalans (að höfðu samráði við Atla
Dagbjartsson yfirlækni og ljósmæður
deildarinnar) sumarið 1993 frá 23 mæðrum;
þar af voru 20 frumbyrjur. Aldur þeirra
var á bilinu 20-35 ára.
PCB-efni voru í öllum sýnum. Áætlað
heildarmagn PCB-efna var að meðaltali 39
ng/g mjólkur og 1871 ng/g fitu. Þetta er
jafnmikið eða heldur meira en mælst hefur í
móðurmjólk á hinum Norðurlöndunum og í
Norður-Ameríku að undanskildum Inúítum
í Kanada árið 1989, (þar voru gildi tvöfalt
hærri).
Mest var af PCB-afleiðum nr. 153, 138,
180 og 118 og var magn þeirra svipað og
PCB-EFNI í FITU- OG HEILAVEF
V 6 ÍSLENDINGA.
Þórdís Rafnsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Svava
Þórðardóttir og Þorkell Jóhannesson,
Rannsóknastofu í lyfjafræði.
Tilgangur rannsóknarinnar var að greina
og magnákvarða pólíklórbífenýlsambönd
(PCB-efni) í fitu- og heilavef íslendinga.
Alls voru rannsökuð 13 fitu- og 15
heilavefssýni sem fengust við
réttarkrufningar á karlmönnum, óháð
dánarorsök (frá próf. Gunnlaugi Geirssyni).
Áætlað heildarmagn PCB-efna var að
meðaltali 1875 ng/g fitu í fituvef og 79,9
ng/g í heilavef. Um 70% heildarmagns PCB-
efna í fituvef mátti rekja til þriggja afleiða;
(nr. 138, 153 og 180). Þetta eru sömu
afleiður og fundist hafa í mestu magni í
fituvef manna erlendis. Aðrar afleiður, sem
greindust í fitu manna hér, eru einnig þær
sömu og greindust víðast annars staðar að
undanskilinni afleiðu nr. 126, sem var í 5
fituvefssýnum íslendinga. Þessi afleiða er
ein af þremur eitruðustu PCB-afleiðunum. í
heilavef voru PCB-afleiður nr. 138 og 153
fundist hefur víða erlendis. Auk þeirra
voru afleiður nr. 28, 101, og 156 í flestum
sýnum. Eitruðustu PCB-afleiðurnar (nr. 77,
126 og 169) urðu ekki greindar í neinu sýni.
Samanlagt magn PCB-afleiða nr. 153, 138,
180, 118 og 101 var að meðaltali 515 ng/g
fitu Magn sömu afleiða var að meðaltali
273 ng/g fitu í 32 sýnum af breskri
móðurmjólk árið 1991 og 493 ng/g fitu í 10
sýnum frá Gautaborg 1986.
Niðurstöður okkar gefa því til kynna, að
engu minni eða jafnvel meiri PCB-mengun
sé í móðurmjólk á Islandi en víðast annars
staðar. Hins vegar er varla ástæða til að
vara mæður við brjóstagjöf, í ljósi þess, að
áhrif á þroska ungbarna fer ekki að gæta
fyrr en magn PCB-efna er a.m.k. 10 sinnum
meira en fannst í mengaðasta sýninu og um
25 sinnum meira en var í íslenskri
móðurmjólk að meðaltali.
60% af heildarmagni, en afleiða 180 sem var
20% af heildarmagni PCB í fituvef greindist
ekki í heilavef. Heildarmagn PCB-efna í
fituvef fór vaxandi með aldri
einstaklinganna. Þetta samband var ekki
ljóst í heilavef, enda geiningaraðferðir háðar
magni efnanna.
Niðurstöðurnar benda til þess, að svipað
magn PCB-efna sé að finna í íslendingum og
fólki annars staðar á Norðurlöndum, en sé
minna en fundist hefur í Þjóðverjum og
Inúítum í Grænlandi. íslendingar eru hins
vegar mengaðri af völdum PCB-efna en
Japanir. Niðurstöðutölurnar benda einnig til
þess, að aðgangur PCB-efna að
miðtaugakerfinu sé háður gerð einstakra
PCB-afleiða.