Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Side 95

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Side 95
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 85 Samanburður á fúsilum í löglegu og ólöglegu áfengi. Kristfn Magnúsdóttir, Þorkell Jóhannesson og Jakob Kristinsson. Rannsóknastofa í lyfjafræöi, Háskóla íslands. Tilgangur rannsóknarinnar var aö skoða fúsilalkóhól (hærri alkóhól) í ólöglega brugguðu áfengi ("landa") og bera saman við löglegar áfengistegundir, sem seldar eru hér á landi. Til viðmiðunar var mælt í 3 viskýtegundum, 3 koníakstegundum 3 rommtegundum og 6 tegundum af bjór. Fúsilar eru alkóhól önnur en etanól, sem finnast í áfengi, þ.á.m. í bruggi (landa). Tiltölulega er lítið vitað um eiturhrif þessara efna, en þau voru ákvörðuð í liðlega 80 bruggsýnum ásamt etar.óli, og niðurstöðutölur bomar saman við hliðstæðar tölur í löglegu áfengi (koníaki, viský, bjór og rommi). Metanól kemur ekki fyrir í bruggi, en bæði í viský og koníaki. í svo til öllum bruggsýnum fundust eftirfarandi fúsílar: acetaldehýð, etýlacetat, n-própanól, isóbútanól og 2-metýlbútanól og 3-metýlbútanól, sem einu nafni nefnast ísóamýlalkóhól. Var mest af 3-metýlbútanóli í bruggsýnum, þá kom isóbútanól og 2-metýlbútanól en mun minna var af hinum efnunum. Lítið var af fúsilum í rommi og er því samanburði við það sleppt. V 11 Til ákvörðunar á fúsilum var notuð gasgreining. Gasgreinirinn var frá Hewlett Packard (HP-5890 series II) með mjósúlu og logaskynjara (Ion flame detector). Heildarmagn fúsila reiknað sem mg/g af etanóli var í flestum bruggsýnum á bilinu 3-6,9 mg/g EtOH (ca.50% sýna). Var þetta að jafnaði meira magn en í viský (skoskt viský) og bjór, en verulega minna en í koniaki. Ef slíkur samanburður var gerður með tilliti til 3-metýlbútanóIs kom svipað í ljós þ.e.a.s. magn 3-metýlbútanóls í viský (meðalgildi 0,69 mg/g) og bjór (meðalgildi 1,38 mg/g) var öllu minna en oftast var í bruggsýnum (meðalgildi l,62mg/g), en magn þessa fúsíls í koníki var talsvert meira (meðalgildi 3,73 mg/g). Fyrstu niðiirstöður þessara rannsókn? benda þannig til þess að fúsilmagn í konfaki sé meira en í sýnum sf landa, en nokkru minna sé af fúsilum f viský og bjór. Þá er ljóst að romm er tiltölulega snautt af þessum efnum. Frekari rannsóknir eru í undirbúningi til að greina fúsila in vivo. LOSUN Á DILTÍAZEM KLÓRÍÐI ÚR KÍTOSAN MATRIX TÖFLUM Þórdís Kristmundsdóttir, Guðrún Sæmundsdóttir, Kristín Ingvarsdóttir. Lyfjafræði lyfsala, Háskóla Islands. Kítín og kítósan eru náttúruleg efni sem virðast geta hentað sem burðarefni og hjálparefni við lyfjaframleiðslu. Kítín er að finna í skel krabbadýra og er efnið önnur algengasta fjölliða í náttúrunni á eftir cellulósu. Kítín er fjölsykrungur sem er (1 —> 4) 2- asetamídó-2-deoxý-p-D-glúkan samband og er efnið torleysanlegt í vatni svo og flestum lífrænum leysum. Með breytingu á byggingu kítíns má fá fram afbrigði sem leysast í vatni. Kítósan er vatnssækin línuleg fjölliða sem framleidd er með N-deasetýleringu á kítíni. Hversu leysanlegt kítósan er í vatni fer eftir því hversu mikið það er deasetýlerað. Kítín og kítósan eru samrýmanleg líkamanum, þ.e. erta ekki vefi og brotna niður fyrir áhrif enzýma. Tilgangur verkefnisins var að kanna þá þætti sem stjórna losun lyfs úr töflum gerðum með kítósan sem aðalburðarefni, en rannsóknir hafa bent til þess að kítosan sé hægt að nota sem matrixburðarefni í forðatöflur. Með niatrixtöflum er átt við töflur þar sem lyfinu er dreift jafnt tjm burðarefni sem er annað hvort torleysanlegt eða óleysanlegt í meltingarveginum. Lyfið losnar síðan með flæði út úr burðarefninu eða við það að burðarefnið leysist hsgt upp. Sú gerð kítósans sem var notuð við þetta rannsóknarverkefni er meira en 85 % deasetýlerað og leysanlegt í veikri sýru. Lyfið sem var notað var diltíazem V 12 klóríð. Leysni lyfsins úr töflunum var mæld bæði í gervimagavökva (simulated gastric fluid) og í gerviþarmavökva (simulated intestinal fluid). Matrix- töflurnar voru framleiddar með beinum slætti (direct compression) og kannað var hvaða áhrif ýmsir þættir hefðu á losun diltíazem klóríðs og eiginleika taflnanna. Þeir þættir sem voru kannaðar voru kornastærð kítósans, hlutfall lyfs og burðarefnis, mismunandi þrýstingur við töfluslátt, svo og tilvist ýmissa hjálparefna í töfiunum. Notuð voru hjálparefnin laktósa, natíum laurýl súlfat, natríum alginat, carbopol 934 og sítrónusýra. Fram kom að nauðsynlegt var að kornastærð kítósans væri undir 200 pm til að fá fram hæga losun á lyfinu. Niðurstöður sýndu að hlutfall lyfs á móti kítósani svo og gerð og magn hjálparefna í töflunum höfðu áhrif á hversu hratt lyfið losnaði. Sum hjálparefnin mynduðuð komplex ýmist við kítósanið eða við lyfið og hafði það áhrif á losun lyfsins. Þessar niðurstöðurnar benda til þess að fjölliðan kítósan komi vel til greina sem burðarefni í forðatöflur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.