Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Page 96

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Page 96
86 LÆKN ABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 ÁHRIF MISMUNANDI FRÁSOGSHYATA Á V 13 FLÆÐI HÝDRÓKORTÍSÓNS UM HÚD HÁRLAUSRA MÚSA IN VITRO Þórunn K. Guómundsdóttir, Anna M Siguróardóttir, Hafrún Friðriksdóttir, Jón Pétur Einarsson og Þorsteinn Loftsson Rannsóknastofa lyfjafræði lyfsala við Suðurgotu, Háskóla Islands Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga áhrif lýsis og efna sem unnin eru úr lýsi á flæði lyfja um húð hárlausra músa. Hornlagið (stratum corneum) er ysta lag húðarinnar og fyrsta hmdrun lyfs, en einnig í mörgum úlfellum ein aðal hmdrun húðarmnar gegn frásogi lyfja og annarra framandi efna. Ógegndræpi húðarmnar hefur einnig áhrif á almenna verkun lyfja og getur það því valdið breyúngum á flæði lyfja um húð Frásogshvatar eru efm sem oft er bætt út í burðarefm húðlyfja, til þess að draga úr hindrun húðarinnar og þannig má auka frásog lyfja um húð. I þessari rannsókn voru þrír mismunandi frásogshvatar prófaðir, en þeir eru allir unmr úr fiskafurðurn. Þessir frásogshvatar eru lýsi, sápaðar fríar fitusýrur einangraðar úr lýsi og fosfólípíðar Allar lausnir inmhéldu própýlenglýkól sem burðarefm og viðmiðun, ásamt 1% (v/v) hýdrókortisóni. Athuguð voru áhrif frásogshvatanna á flæði hýdrókortisóns um húð hárlausra músa (lo vrtro) og niðurstöðurnar bornar saman við áhrif olíusýru á flæði hýdrókortisóns um húð hárlausra músa. Olíusýra er vel þekktur og mjog virkur frásogshvati fyrir fitusækin lyf Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að flæði hýdrókortísóns jókst 233-344 falt samanborið við flæði própýlenglýkóls eitt sér. Olíusýra hefur mestu áhrifin á flæði hýdrókortísóns um húð hárlausra músa, síðan koma sápaðar fríar fitusýrur en fosfólípíðar hafa minnst áhrif Lýsi hefur neikvæð áhrif á flæði hýdrókortísóns um húð hárlausra músa, samanborið við própýlenglýkól eitt sér Flæði hýdrókortísóns úr própýlenglýkóli um húð hárlausra músa er 1.6 falt meira en flæði hýdrókortisóns úr lýsi. MÍKRÓHÚÐUN LYFJA MEÐ ÚÐAÞURRKUN V 14 Þórdís Kristmundsdóttir, Olafur S. Guðmundsson, Kristín Ingvarsdóttir. Lyfjafræði lyfsala, Háskóla fslands Á síðustu ártugum hefur athygli manna beinst að því að bæta þau lyfjaform sem áður hafa komið fram og þróa ný. Tilgangurinn með þessu er fyrst og fremst að gera lyfjameðferð sérhæfðari, þ.e. beina lyfinu á verkunarstað og draga úr óæskilegum aukaverkunum. Meðal þeirra mörgu nýju lyfjaforma sem hafa verið þróuð á síðustu árum eru forðalyfjaform til innspýtingar. Með slíkum lyfjaformum má oft gefa lyfið nær verkunarstað og í minna magni en ella. Ein leið að þessu markmiði er að nota míkróhúðun til að stjórna losun lyfsins og gefa míkróhúðað lyf síðan parenteralt. í míkróhúðun er lyf húðað með fjölliðuhimnu sem stjórnar flæði lyfsins út úr míkróögnunum. Með val á gerð fjölliðunnar sem húðað er með má því stjórna hve lengi lyfið er að losna. Margar aðferðir eru til við míkróhúðun og er ein þessara aðferða úðaþurrkun. í úðaþurrkun er lyfinu dreift eða það leyst upp í lausn af húðunarefninu, sem síðan er úðað inn í þurrkgeymi (drying chamber) þar sem lausnin mætir heitum loftstraumi. Við það gufar leysirinn upp og míkróhúðuðum ögnunum er síðan safnað. Markmið þessa verkefnis er að rannsaka á hvern hátt losun lyfs stjórnast af byggingu míksóhúðaðra agna sem húðaðar hafa verið með úðaþurrkunar-aðferðinni. Sem húðunarefni voru notaðar mjólkursýru-fjölliður (polylactic acid) svo og fjölliðublöndur (copolymers) gerðar úr mjólkursýru og glýkólsýru einingum, (poly lacic co-glycolide) en þessar fjölliður hafa þá eiginleika að brotna niður í líkamanum (biodegradable). Diltíazem og própranólól voru notuð sem "módel" lyf. Niðurstöður sýndu að með vali leysis sem lyfinu er dreift í eða leyst i við úðaþurrkunina má stjórna byggingu míkróagnanna. Þegar lyfið er leyst upp í leysiefninu verður bygging míkróagnarinnar matrixbygging, þ.e. lyfið dreifist jafnt um húðunarefnið, en ef lyfinu er dreift í húðunarlaunina þá myndast húðaðir lyfjakristallar. Meðalstærð húðuðu agnanna var undir I0 pm og stærðardreifing var lítil. Við rafeindasmásjárskoðun kom fram að míkróhúðunu agnirnar höfðu slétt yfirborð og ekki sáust óhúðaðir kristallar á yfirborðinu. Vermisgreining (thermal analysis) sýndi að kristalgerð Iyfsins í míkróögnunum var komin undir aðstæðum við húðunina. í ljós kom að losun lyfs eftir míkróhúðun stjónaðist bæði af uppbyggingu míkróagnarinnar svo og gerð húðunarefnisins. Þær ályktanir má draga að unnt sé að stjórna losun lyfja sem míicróhúðuð eru með úðaþurrkun, með vali á húðunarefni og þeim aðstæðum við úðaþurrkunina sem stjórna því hvemig bygging míkróagnarinnar er.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.