Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Page 99

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Page 99
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 89 dexamethasone í hálim styrk í CYCLODEXTRIN AUGNDROPUM. Jóhannes Kári Kristinsson', Einar Stefánsson', Þorsteinn Loftsson^, Sigríður Þórisdóttir', Hafrún FriðriksdóttirÁ Augndeild Landakotsspítala', Lyfjafræði lyfsala^, Háskóli íslands. Staðbundin notkun barksterans dexamethasone í auga hefur verið almenn í augnlæknisfræði frá öndverðum sjöunda áratugnum. Fyrstu rannsóknirnar til að meta hversu mikið af sterum kæmist inn í augun hjá fólki eftir lyfjagjöf voru gerðar fyrir 6 árum. Áður hafði verið stuðst við dýrarannsóknir. Stutt er síðan þróuð voru tæki sem gátu mælt styrk stera f forhólfi af nægri nákvæmni. í aldarfjórðung hefur notkun stera í augu því byggst á klínískri reynslu og niðurstöðum úr dýrarannsóknum og mikil vitneskja hefur safnast um notagildi og aukaverkanir steranna. Við rannsóknarstofu lyfjafræði lyfsala við Háskóla Islands hefur leysanleiki dexamethasone verið aukinn mjög í vatnslausn með hjálp 2-HPBCD (2-hýdroxylprópýl- ö-cyclódextrín - getur myndað fléttur við vatnsfælin efni og ferjað gegnum vatnsleysanlegan fasa), vatnsleysanlegrar fjölliðu (hydroxypropylmethylcellulosa) og upphitunar. Unnt er að koma allt að 1.28% af dexamethasone í lausn ef notað er 20% 2-HPBCD. Til samanburðar inniheldur Maxidex® 0.1% af dexamethasone og einungis hluti þess er uppleyst (suspension). Með því að hita saman lyf, fjölliðu og 2- HPBCD næst betri fléttumyndun en ef lausnin væri útbúin við stofuhita. 1.28% Dexamethasone og Maxidex® var V 19 dreypt f annað augað á 10 kanínum. Tekið var sýni úr forhólfi og reyndist styrkur dexamethasons í forhólfi að jafnaði 4.7x hærri eftir gjöf dexamethasone í cyclodextrínlausninni. Tilgangur þessarar rannsóknar var að ákvarða styrk dexamethasone í forhólfi fólks sem var að gangast undir augasteinsaðgerð eftir gjöf dexamethasone í cyclodextrínvatnslausn og bera saman við dexamethasone 0.1% (Maxidex). 102 sjúklingar sem voru að fara í augasteinsaðgerð tóku þátt í rannsókninni. 35 fengu Maxidex®, 51 Dexamethasone 0.32% og 16 Dexamethasone 0.67%. Einn dropi var látinn í augað fyrir aðgerð og við upphaf aðgerðar var tekið 0.1 ml sýni úr forhólfi. Tíminn sem leið ffá dreypingu til sýnatöku var skráður niður. Magn dexamethasone í hverju sýni var ákvarðað með HPLC. Styrkur dexamethasone var hærri í forhólfi eftir gjöf cyclodextrínlausnanna tveggja en eftir gjöf Maxidex. 0.32% lausnin náði að jafnaði 3x hærri styrk ef teknir voru allir sameiginlegir tímapunktar, en fór upp í 5x hærri styrkleika eftir 2 og 3 klst. Við gjöf 0.67% lausnarinnar mældist um 6.5x hærri styrkur í forhólfi eftir 3 klukkutíma miðað við Maxidex®. Auka má verulega styrk dexamethasons í lausn með því að blanda því við cyclodexufn með sérstökum aðferðum. Með sterkari lausnum fæst hærri styrku. dexamethasons í forhólfi mannsaugans ef miðað er viö þá augndropa sem mikið eru notaðir, t.d. eftir augasteinsaðgerð og við bólgusjúkdómum f augum. ÞRÓUN GLÁKULYFJA: ACETAZOLAMIDE OG CYCLODEXTRIN. MÆLINGAR í FÓLKI . Jóhannes Kári Kristinssonl, Einar Stefánsson', Þórður Sverrissonl, Guðrún Guðmundsdóttir', Þorsteinn Loftsson^, Sigríður Þórisdóttir', Hafrún Friðriksdóttir-. Augndeild Landakotsspitala', Lyfjafræði lyfsala^, Háskóli íslands. Acetazolamide var fyrst samtengt árið 1954. Meginnotkun þess hefur verið við meðhöndlun á gláku. Víðtækri notkun acetazolamide fylgja talsverðar aukaverkanir og því var fljótlega reynt að nota lyfið staðbundið. Acetazolamide lækkaði ekki augnþrýsting á þann hátt. Hægt var að lækka augnþrýsting með acetazolamíði þegar snertitími lyfs við homhimnu var lengdur, þ.e. með því að væta snertilinsur upp úr 2.5% og 5% acetazolamide lausn eða koma lyfinu yftr á gelform. Á rannsóknarstofu lyfjafræði lyfsala við Háskóla íslands hefur verið þróað acetazolamíð blandað cyclodextríni (2-hydroxypropyl-B-cyclodextrin) í styrkleikanum 1% með sérstökum aðferðum sem eykur aðgengi (bioavailability) lyfsins við homhimnu og þar með það magn af lyftnu sem kemst inn í augað. Lyfið lækkar augnþrýsting í kanínum. Mesta lækkunin varð 2.5 klst eftir augndropagjöfma, eða 2.7 torr. Alls tóku 9 manns með glákugrun (ocular hypertension: augnþrýstingur > 21 torr, ekki merki glákuskaða í augnbomum eða skerðing á sjónsviði) þátt í langtímarannsókn á þrýstingslækkandi verkun acetazolamfðs 1% í cyclodextrínlausn, 6 karlar og 3 konur. Augnþrýstingur varð að vera 21 torr eða meira á öðm auganu og dreypt var í það augað sem var með hærri meðalþrýsting fyrsta daginn. Mælingardagar vom 5, V 20 dagur 0, 3, 7, 14 og 28, mælt var 3x hvem dag, kl. 9, 12 og 3. Á degi 0 var gmnnlfna tekin í þrýstingi og eftir síðustu skoðun þann dag dreypti viðkomandi í fyrsta sinn í augað. Síðan var mælt á kl. 9 á degi 3 o.s.frv. Fólkið dreypti þrisvar á dag í augað. Jafnhliða þrýstingsmælingu var framhluti augna skoðaður, sjón mæld og einstaklingamir spurðir um aukaverkanir. Augnþrýstingur lækkaði marktækt miðað við gmnnlínu alla skoðunardagana (p<0.0001). Mest var lækkunin á degi 7, eða 17.4% meðallækkun tveimur klst eftir dreypingu. Sjón var óbreytt alla dagana, staðbundnar aukaverkanir vom engar og ekki að sjá neina breytingu við skoðun á ytra auga eða í augnbotni. Einn sjúklingur fann fyrir vægum aukaverkunum. Lækkunin er heldur minni en fæst með acetazolamíði á töflu- eða sprautuformi og þeim staðbundnu lyfjum sem mest em notuð við lækkun á augnþrýstingi, s.s. timolol og pilocarpine. Lækkunin er jafnframt nokkuð minni en fæst með nýja karbónanhydrasablokkanum dorzolamide. Lyfið þolist mjög vel og aukaáhrif lítil sem engin. Þörf fyrir ný lyf er sífellt að aukast, m.a. vegna þess að áhrif þeirra lyfja sem mest em notuð í gláku, s.s. timolol, dvfna með tímanum. Hugsanlega mætti nota lyfið með öðmm glákulyfjum og einnig mætti hugsa sér að innlima aðra karbónanhydrasahemjara í cyclodextrínsameindina.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.