Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Side 102

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Side 102
92 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 NÝRNAVEIKI I LAXFISKUM: V 25 SKIPULÖGÐ LEIT AÐ BAKTERÍUNNI BENIBACTERIUM SALMONINARUM í KLAKFISKI, ÁRIN 1986-1993. Herdís Sigurjónsdóttir, Sigríður Guðmur.'íid., Sigríður Matthíasdóttir, Halla Jónsdóttir, Eva Benediktsdóttir og Sigurður Helgason. Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafræði. Keldum v/ Vesturlandsveg. Renibacterium saimoninarum, veldur nýrnaveiki í laxfiskum. Frá árinu 1986 hefur hennar verið leitað í reglubundnu eftirliti með klakfiski, jafnt villtum sem úr eldi. Lax (Salmo salar L.), urriði (Salmo trutta) og bleikja (Salvelinus alpinus) úr ám, vötnum og hafbeit eru notuð til undaneldis. Sömu tegundir, auk regnbogasilungs, (Oncorhynchus mykiss) eru í eldi hérlendis. Tíðni sýkingarinnar var lág í villtum laxi: 0,4 % 1986; 0,13 % 1987; 2,14 % 1988; 0,18 % 1989; 0,0 % 1990; 1,9 % 1991; 2,5 % 1992 og 0,4 % 1993. Tíðni í hafbeitarlaxi var eftirfarandi: 14,3 % 1986; 11,9 % 1987; 4,9 % 1988; 14,6 % 1989; 2,2 % 1990; 0,8% 1991; 3,1 % 1992 og 0,0 % 1993. Þessi árangur náðist með því að eyða kerfisbundið hrognum undan sýktum fiski. Bakterían fannst einu sinn í klakfiski úr eldi. Þar með varð tíðnin 0,3 % 1990, en var 0,0 % öll önnur ár. Árin 1986-1990 var ræktun bakteríunnar á valæti, SKDM, notuð til skimunar. Upphaflega var ræktunartíminn 6 vikur, en var lengdur í 12 vikur. Frá árinu 1991 hefur ELISA aðferð verið notuð til skimunar. ELISA aðferðin er næm og fljótvirk. Því er hægt að fá niðurstöður fáum dögum eftir sýnatöku, sem gerbreytir aðstöðu eldismanna. Styttri tími gefur svigrúm við stýringu á klaktíma sem gefur færi á að auka gæði hrogna jafnt sem stærð seiða. FJÖLBREYTILEIKI BAKTERÍA í SJÓ V 26 ólafur S. Andrésson og Erla Björk Örnólfsdóttir. Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum. í hverjum millilítra af sjó eru oftast um milljón bakteríur, en einungis um þúsund eða í mesta lagi tíu þúsund ræktast á æti fyrir ófrumbjarga bakteríur. Tvær megin tilgátur hafa verið settar fram til að skýra þennan mikla mun: 1) Flestar tegundir sjávarbaktería er ekki hægt að rækta á "venjulegu" æti. 2) Mikill hluti baktería í sjó er í "óræktanlegu ástandi". Það er því eðlilegt að spyrja tveggja spurninga: 1) Hvaða tegundir eru ríkjandi í sjó? 2) Eru einhverjar þeirra hinar sömu og þær sem ræktast? Fyrri spurningunni hefur verið svarað með aðferðum sameindaerfðafræðinnar en einungis fyrir bakteríur á úthafinu. Þar er hlutfall ræktanlegra baktería mjög lágt, oft um ein af hundrað þúsund, og ekki álitlegt að leita svara við seinni spurningunni. Til þess er strandsjór miklu heppilegri þar sem hlutfall ræktanlegra baktería er oft ein af hundraði. Sjó var safnað við Gróttu og í Sundahöfn í febrúar 1994. Annars vegar voru bakteríur ræktaðar á stöðluðu æti fyrir frumbjarga sjávarbakteríur, hins vegar var bakteríum safnað á síur með 0,2 pm gatastærð. Tuttugu mismunandi bakteríuræktir voru greindar til tegunda með mögnun og raðgreiningu á hluta af 16S ríbósóm RNA geni. Jafnframt var sama svæði magnað úr þeim bakteríum sem safnað var á síur og einræktað (klónað) með því að líma einstakar DNA sameindir inn í M13 genaferjur, rækta síðan einstakar ferjur og raðgreina. Úr óræktaða bakteríusafninu (af síum) voru skoðaðar 170 basaraðir sem flokkaðar voru í 121 gerð. Þetta er mesti fjölbreytileiki sem lýst hefur verið í örverusamfélagi á þennan hátt. Á meðal þessarar 121 gerðar voru 6 sem einnig fundust meðal ræktuðu bakteríanna. Þessar 6 gerðir voru samtals 10% af bakteríusamfélaginu enda þótt ræktun gæfi til kynna að þær væru minna en 1% af heildartölunni. Jafnframt kom í Ijós að margar algengustu bakteríugerðirnar í náttúrulega samfélaginu komu ekki fram við ræktun. Niðurstöðurnar eru að hinn mikli munur á tölu auðræktanlegra baktería og heildartölu baktería í sjó stafar bæði af miklum fjölda tegunda sem ekki ræktast og af auðræktanlegum tegundum sem eru í “óræktanlegu ástandi”. Er þetta í fyrsta sinn sem sýnt er fram á hið síöarnefnda og í fyrsta sinn sem sýnt er fram á slíkt “óræktanlegt" ástand meðal baktería af fylkingunni Flexibacter / Bacteroides / Cytophaga.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.