Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Blaðsíða 103
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27
93
hita- og saltkæra bakterían rhodo-
thermus og ættingjar hennar
Ólafur S. Andrésson, Sólveig Pétursdóttir og
Jakob K. Kristjánsson. Tilraunastöð Háskóla
íslands í meinafræði að Keldum og
Iðntæknistofnun.
Nýr flokkur baktería, sem eru hita- og
saltkærar, ófrumbjarga og loftháðar, hefur nú
fundist á nokkrum stöðum hérlendis og á
Azoreyjum og hafa bakteríurnar hlotiö
aattkvíslarnafnið Rhodothermus. Bakteríur þessar
eru að ýmsu leyti frábrugðnar þeim tegundum sem
lýst hefur verið áður og hefðbundnar
greiningaraðferðir benda til að þarna sé á ferðinni
nokkuð vel afmarkaður hópur. Var því talin ástæða
til að beita nýjum aðferðum, sem byggjast á
sameindaerfðafræði, til að komast að stöðu
Rhodothermus í þróunartrénu og skyldleika þeirra
stofna sem einangraðir hafa verið.
Nákvæm greining á ætterni eins af þessum
bakteríustofnum hefur nú verið birt (Journal of
Bacteriology, október 1994) og er þar leitt í Ijós að
Rhodothermus er aðskilin frá helstu fylkingum
baktería og er skyldust fylkingu þeirri sem
inniheldur Flexibacter, Bacteroides, Cytophaga
o.fl. ættkvíslir.
V 27
Nú hafa verið skoðaðir 24 stofnar í viðbót, 17
af Reykjanesi, 5 úr ísafjarðardjúpi og 2 frá
Azoreyjum. Beitt var hefðbundnum svipgerðar-
prófum ásamt aðferð sem sýnir breytileika í
erfðaefni (RAPD), og loks hefur hluti af 16S
ríbósómgenum nokkurra stofna verið raðgreindur
og borinn saman við raðir úr Rhodothermus
marinus og fleiri bakteríutegundum.
Engin samsvörun er sýnileg milli þeirra þriggja
aðferða sem notaðar voru til að flokka stofna, en
raðgreining á ríbósómgenum bendir til að þeir
skiptist í a.m.k. tvær ættkvíslir.
leit að renibacterium
SALMONINARUM í URRIÐA (S A L M O V 28
TRUTTA) OG BLEIKJU (SALVELINUS
ALPINUS) úr tíu íslenskum vötnum.
Halla Jónsdóttir, Sigurður Helgason og Sigríður
Guðmundsdóttir. Tilraunastöð Háskóla íslands í
meinafræði að Keldum.
Nýrnaveiki er af völdum bakteríu sem ber
heitið Renibacterium salmoninarum. Hér á landi
hefur verið reglubundið eftirlit með nýrnaveikismiti
hjá öllum klakfiskum síðan 1987, í fyrstu með
ræktunaraðferð en frá 1991 með ELISA aöferð.
ELISA, sem er fljótlegri og næmari aðferð en
ræktun, leiddi árið 1991 í Ijós háa smittíöni í
klakfiskum frá Veiðivötnum og Kvíslárveitu árið
1991. Ræktunaraðferðin nam ekki þetta smit.
Sumarið 1992 var smittíðni nýrnaveiki könnuð
1 urriðum og bleikju frá Veiðivatnasvæðinu. Þessi
athugun staðfesti háa tíðni nýrnaveikismits í
silungum í þessum vötnum og varð til þess að
sftirfarandi verkefni, sem miðar að úttekt á 100
'slenskum vötnum, var hrundið af stað.
Megintilgangur verkefnisins er að komast að
því hvort nýrnaveikismit sé algengt í laxfiskum í
íslenskum vötnum og ef svo er hver sé meðaltíðni
smits innan stofnanna og hvort smittíðnin sé tengd
gerð vatnanna.
Sumarið 1993 var þessi rannsókn
framkvæmd á fiskum úr 10 af þessum 100 vötnum í
samvinnu við eftirfarandi stofnanir: Fiskeldisbraut
Hólaskóla, Hólum í Hjaltadal; Líffræðistofnun
Háskóla íslands; Náttúrufræðistofu Kópavogs og
Veiðimálastofnun.
Nýrnaveikismit fannst í silungum úr 5 af
þessum 10 vötnum og var smittíðnin í
silungastofnunum á bilinu 3-13 %. Þessari
rannsókn var fylgt eftir á þessu ári.
Helsta niðurstaða er að nýrnaveikismit er
talsvert algengt í vötnum hérlendis en smittíðnin
nokkuð mismunandi. Ætlunin er að leita skýringa á
því.
(Rannsóknin er styrkt af Líf og
læknisfræðideild Vísindasjóðs).