Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Page 104

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Page 104
94 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 LEIT AÐ RENIBACTERIUM V 29 SALMONINARUM ÚR URRIÐA (SALMO TRUTTA) OG BLEIKJU (SALVELINUS ALPINUS) ÚR VEIÐIVÖTNUM. Halla Jónsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir og Sigurður Helgason. Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum. Leitað hefur verið að bakteríunni Renibacterium salmoninarum, sem orsakar nýrnaveiki, í klakfiski úr Veiðivötnum við Vatnajökul frá árinu 1987. í fyrstu með ræktunaraðferð (E. Benediktsdóttir et al„ 1991) en frá 1991 með nýrri og næmari aðferð, ELISA aðferð (S. Guðmundsdóttir et al., 1993). Árið 1991 leiddi ELISA í Ijós háa tíðni R.salm. í nýrum urriða frá Veiðivötnum sem nota átti til undaneldis. Ræktunaraðferðin nam ekki þetta smit. Sumarið 1992 var leitaö að R.salm. í urriðum og bleikjum frá þessu vatnasvæði. Markmið verkefnisins var að komast að því hvort tíðni nýrnaveikismits í þessum tegundum væri almennt hátt eða hvort veruleg mögnun smits hefði orðið vegna geymslu undaneldisfiska við eldisaðstæður. R.salm. fannst í silungum úr 7 af 8 vötnum og tíðni smitsins í fiskstofnunum var á bilinu 17 % til 100 %. Ekki varð vart við breytingar í innri líffærum. Smitaði fiskurinn var styttri, léttari, eldri og oftar af villtum uppruna en sá fiskur sem mældist ósmitaður, (munurinn var tölfræðilega marktækur). Á klaktímabilinu 1992-1993 fannst R.salm. í klakfiski með ELISA aðferðinni en ekki á klaktímabilinu 1993-1994. Helsta niðurstaðan er að nýrnaveikismit var algengt í fiskum úr þessum vötnum á þeim tíma sem könnunin fór fram, en þó var smittíðni milli einstakra vatna all mismunandi. Þessar niðurstöður urðu til þess að öðru verkefni var hleypt af stokkunum; leit að R. salm. í urriða og bleikju úr 100 vötnum. Heimildir E. Benediktsdóttir, S. Helgason & S. Guðmundsdóttir. 1991. Journal of Fish Diseases, 14: 97-102. S. Guðmundsdóttir, E. Benediktsdóttir and S. Helgason. 1993. Journal of Fish Diseases, 16:185- 197. SÝKING Á KINDUM MEÐ TVEIMUR MISMUNANDI V 30 ERFÐAFRÆÐIILEGUM KLÓNUM VISNUVEIRU Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Sigríður Matthíasdóttir, Ólafur S. Andrésson, Valgerður Andrésdóttir og Guðmundur Georgsson, Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum Visnuveiran er lentiveira, sem veldur heila- bólgu í kindum. Hún er skyld eyðniveirunni en veldur ekki ónæmisbælingu. Veirurnar eru þó að ýmsu leyti líkar, sýkja að hluta til sömu markfrumur og líffæri og vefjaskemmdir eru um margt áþekkar. Erfðaefni sýkingarhæfra visnuklóna hefur verið einangrað og basaröð klónanna ákvörðuð. Klónarnir tveir sem voru athugaðir í kindum, KV1772 kv72/67 og LV1-1KS1, eru báðir ættaðir frá visnuveiru K796. Visnustofn KV1772 var valinn með tilliti til aukinnar meinvirkni í heila áður en hann var klónaður. Mismunur í basaröð klónanna, sem er um það bil 1%, er bæði í byggingar- og stjórngenum. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman "in vivo" hegðun þessara tveggja mismunandi visnuveiru klóna. Fimm kindur voru sýktar í heila með KV1772 kv72/67 og þrjár með jafn miklu magni af LV1- 1KS1. Kindunum var fylgt eftir í sex mánuði. Veira ræktaðist reglulega úr blóði og mænuvökva KV1772 kv72/67 sýktu kindanna eins og áöur hefur verið sýnt fram á fyrir kindur sýktar með taugasæknum visnustofnum. Þessar kindur mynduðu líka sterkt visnu sérvirkt mótefnasvar sem sýnt var fram á með ELISA prófi, vaxtarstöðvandi prófi og próteinþrykki (Western blott). Hins vegar tókst ekki að rækta veiru úr kindunum sem sýktar voru með LV1-1KS1- Tvær þeirra mynduðu mælanleg mótefni í ELISA prófi og bundu veiruprótein í próteinþrykki en mynduðu engin vaxtarstöðvandi mótefni. Þriðja kindin sýndi engin merki sýkingar. Niðurstöður gefa ótvírætt til kynna að klón LV1-1KS1 er gagnstætt klón KV1772kv72/67 lítt eða ekki meinvirkur (pathogen) "in vivo". Ekki er full- kannað hvaða erfðafræðilegar breytur skipta þar mestu. En samanburður á basaröð klónanna bendir til að líklega megi rekja þennan líffræðilega mun til mismunar í hjúppróteingeni (env) eða stjórnunar- genum. (Styrkt af Líf-og læknisfræðideild Vísindasjóðs).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.