Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Blaðsíða 108

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Blaðsíða 108
98 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 V 37 Kortlagning breytinga á litningi 3 og 16 í hrjóstakrabbameini. Guðný Eiríksdóttir, Sigurlaug Skírnisdóttir, Jón Þór Bergþórsson, Júlíus Guðmundsson, Helgi Sigurðsson*, Valgarður Egilsson, Rósa Björk Barkardóttir og Sigurður Ingvarsson. Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði, *Krabbameinslækningadeild Lsp. Gen sem geta haft áhrif á stjórn frumuskiptingar og koma við sögu í krabbameinsvexti eru einkuni æxlisgen eða æxlisbæligen. Rannsóknir með aðferðum frumu- og sameindalíffræði hafa bendlað svæði á litningum 3 og 16 við brjóstakrabbamein vegna tíðra litningagalla sem þar finnast í æxlum. Við notuðum PCR (polymerase chain reaction) tæknina og AC/TG endurtekningavísa (dinucleotide repeat microsatellites) til að kortleggja þessi svæði og leita að tapi á arfblendni. Einnig bárum við niðurstöðurnar saman við ýmsa eiginleika æxlisins s.s. meinvörp, stærð, viðtakamagn, S-fasa, lifunarhorfur sjúklinga o. fl. til að kanna hvort samband sé á milli taps á arfblendni á litningum 3 eða 16 og þessara þátta. DNA var einangrað úr 155 æxlum og eðlilegum frumum sömu sjúklinga. Tap á arfblendni fannst á a.m.k. einu erfðamarki í 67 % tilfella fyrir litning 16 en 34 % tilfella fyrir litning 3. Hæsta úfellingartíðnin var á litningasvæði 16q22-23 og 3pl4 og 3p21.3-22. Tölfræðileg úrvinnsla með C 2 sýndi samband á milli taps á arfblendni á litningi 16 og progesteron viðtaka og lágan S-fasa. Marktækt samband var á milli úrfellinga á litningi 3 og lítið af hormóna viðlökum í æxlinu og einnig lágan S-fasa. Lifunarhorfur voru mun lægri fyrir þá sjúklinga sem höfðu brenglaðan litning 3 en engar marktækar breytingar voru á lifunarhorfum sjúklinga með brenglun á litningi 16. Þessar niðurstöður benda til þess að breytingar á litningi 16 gætu verið snemma í myndunarferli æxlisins, en upplýsingar um breytingar á litningi 3 gætu haft forspárgildi um framvindu sjúkdómsins. Brjóstakrabbameinsgenið BRCA1: Hefur V 38 það áhrif til myndunar æxla I biöðruhálskirtli? Rósa B. Barkardóttir. Guðrún Jóhannesdóttir, Guðriður Ólafsdóttir2), Bjarni Agnarsson, Valgarður Egilsson, Hrafn Tulinius2), Aðalgeir Arason, Júlíus Guðmundsson, Sigrún Kristjánsdóttir. Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði, Landspítalanum. 2) Krabbameinsskrá, Krabbameinsfélags islands. Nýleg könnun á tíðni krabbameina í ættingum íslenskra brjóstakrabbameinssjúklinga sýndu að þeir eru í aukinni áhættu á að fá krabbamein i blöðruhálskirtil. Vitað er um tvö áhættugen ættlægs brjóstakrabbameins og annað þeirra, BRCA1, er staðsett á neðri helmings litnings 17. BRCA1 er talið vera æxlisbæligen en til þess að fruma nái að breytast í krabbameinsfrumu verða eitt eða fleiri æxlisbæligen hennar að óvirkjast. Oft gerist það með því að genið og erfðaefnið kringum það tapast úr æxlisfrumunni. Hægt er að greina slíkar breytingar í erfðaefni æxlisfrumna með samanburði við erfðaefni heilbrigðs vefjar úr sama sjúklingi. Til að svara þeirri spurningu hvort BRCA1 hafi áhrif til myndunar æxla í blöðruhálskirtli könnuðum við erfðaefnisbrenglanir í æxlisvefjum 61 sjúklings. Niðurstöður voru þær að í 11% sýnanna hafði BRCA1 svæðið tapast úr æxlisfrumunum. í öllum tilvikum var tapið einangrað við BRCA1 svæðið. Fjölskyldusaga sjúklinganna var könnuð og reyndust allar vera með háa tíðni krabbameina. Sýni voru fengin úr fjölskyldumeðlimum fjögurra þessara fjölskyldna og tengslagreining notuð til að athuga fylgni BRCA1 svæðisins og krabbameinsmyndunar. Ekki var hægt að útiloka möguleikan á að BRCA1 genið, eða annað gen mjög nærri hafi áhrif til myndunar ættlægs blöðruhálskirtilskrabbameins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.