Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Page 113

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Page 113
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 103 ÁHRIF SVELTIS Á ORKUBÚSKAP BLEIKJU Þórarinn Sveinsson, Þórir Harðarson, og Haukur Haraldsson. Rannsóknastofa í lífeðlisfræði I eldi eru bleikjuseiði alin við tiltölulega hátt hitastigi og í nægu framboði af fæðu. Við þessi skilyrði vaxa þau hratt en hafa milda tilhneigingu til að verða kynþroska á öðru ári. Eru þau þá ennþá of smá fyrir markaðssetningu. Tilraunir hafa sýnt að með því að svelta seiðin tímabundið snemma vetrar má draga yerulega úr kynþroska- tíðni næsta haust á eftir. I tilrauninni sem hér er kynnt voru athuguð áhrif tímabundins sveltis á orkubúskap bleikjuseiða á fyrsta vetri. Tilgangurinn er að aila upplýsinga um það hvaða þættir það eru sem hugsanlega hafa áhrif á kynþroskaákvörðunina. Bleikjuseiðum var skipt upp í 5 hópa: einn viðmiðunarhóp, tvo hópa er fengu tveggja vikna svelti (annar í desember og hinn í febrúar) og tvo hópa er fengu íjagra vikna svelti (annar í desember og hinn í febrúar). Hverjum hóp var síðan skipt upp í 3 ker (endurtekningar). I upphafi og lok hvers sveltitímabils voru tekin 4 seiði í sýnatöku úr hverju keri í viðkomandi hóp og viðmiðunarhópnum. I hverju sýnatökuseiði var síðan mælt: 1) magn innyflafitu, 2) magn fitu og glýkógens í lifúr, og 3) magn fitu og glýkógens í vöðvasýni. Helstu niðurstöður eru: 1) magn fitu bæði í V vöðvum og lifur sem hlutfall af heildarþunga er mun minna í desember heldur en það er orðið síðan í febrúar, 2) seiðin svara svelti í desember með því að ganga á glýkógenbirgðir í vöðvum og lifúr; einnig seinkar uppbyggingu á fituforða þegar líður á veturinn, 3) seiðin svara svelti í febrúar með því að ganga á fituforða í lifúr og innyflafitu. Niðurstöðurnar sýna að orkubúskapur bleikjuseiðanna er töluvert frábrugðinn í desember því sem hann er síðan í febrúar og svörunin við tímabundnu svelti er líka önnur. Þær styðja þá tilgátu að magn fituforða fyrri hluta vetrar hafi mikilvæg áhrif á það hvort viðkomandi seiði verður kynþroska næsta haust eða ekki. Rannsókn þessi er hluti af stærri rannsóknar- verkefni sem er unnið í samvinnu af Rannsókna- stofu H.I. í lífeðlisfræði, Bændaskólanum að Hólum, Veiðimálastofnun, og Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Rannsóknirnar eru styrktar af Rannsóknasjóði H.I., Rannsóknaráði rikisins og Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Nidurstöðurnar óskast kynntar sem veggspjald. SAMSVÖRUN MILLI NEYSLU FITU ÚR SJÁVARFANGI OG FITUSÝRU- SAMSETNINGAR FOSFÓLÍPÍÐA í SERMI Gunnlaugur Ólafsson ogLaufey Steingrímsdóttir Rannsóknastofa í lífeðlisfræði og Manneldisráð Árið 1990 gekkst Manneldisráð fyrir ítarlegri könnun á mataræði Islendinga. I tengslum við könnunina var þátttakendum af höfuðborgarsvæði og nágrenni boðið að koma í rannsóknarstöð Hjartavemdar þar sem tekið var fastandi blóðsýni tii greiningar á kólesteróli, HDL-kólesteróli, þríglyseríðum og fleiri þáttum. 450 einstaklingar þekktust boðið eða 76% þátttakenda af svæðinu. Valin voru 100 sýni til fitusýrugreiningar fosfólípíða í sermi. Úrtakið samanstóð af einstaklingum á aldrinum 30-50 ára og var skipt til helminga m.t.t. kyns og neyslu n-3 fitusýra. Að öðru leyti var um handahófskennt úrtak að ræða. Tilgangur greiningarinnar var að kanna áhrif venjubundins mataræðis íslendinga á fitusýru- samsetningu fosfólípíða, og þá einkum áhrif neyslu n-3 fitusýra úr sjávarfangi á hlutfall n-3 og n-6 fjöl- ómettaðra fitusýra fosfólípíða í sermi. Neysla n-3 fitusýra er mjög breytileg milli einstaklinga; miðgildið er 0.5 g/dag fyrir hópinn (n = 100), 10% fá minna en 0.1 g og 10% meira en 2.8 g að jafnaði. Prósentuhlutur n-3 af heildar- fitusýrum í fosfólípíðum og hlutfallið n-6/n-3, var einnig breytilegt meðal einstaklinganna 100. Miðgildi fyrir n-3 var = 7.7, 10% = 6.2 og 90% = 11.3. Miðgildi n-6/n-3 var = 4.2, 10% = 2.4 og 90% = 5.2. Fylgni neyslu (g/dag/MJ) og fitusýruhlutfalls fosfólípíða var reiknuð með Pearson stuðli, r. Fylgni neyslu við n-3 hlutfall meðal karla reyndist r = 0.651 en meðal kvenna r = 0.643. Fylgni n-6/n-3 hlutfalls meðal karla var r = -0.593 en hjá konum r = -0.567. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að venju- bundið mataræði, og þá sérstaklega neysla fisk- metis og lýsis hefur marktæk áhrif á samsetningu fosfólípíða í sermi íslendinga. Einnig eru niður- stöðurnar mælikvarði á gildi neyslukönnunar Manneldisráðs við mat á fitusýrusamsetningu fæðis.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.