Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Side 117
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27
107
einangrun á mýlildispróteini úr húð
SJÚKLINGA MED ARFGENGA IIEILA- V 55
BLÆÐINGL.
Finnbogi R. Pormóðsson, Eiríkur Benedikz og Hannes
Blöndal. Rannsóknarstofa í líffærafræði. Læknadeild
Háskóla íslands
Markmið rannsóknarinnar er að bera saman
t'iýlildisúlfellingar í vefjasýnuin l'rá húð sjúklinga nieð
arfgenga heilablæðingu á Islandi við sams kontir útfellingar
[ heilavef þessara sjúklinga. Arfgeng heilablæðing á
Islandi (Heredittiry Cystatin C Amyloidosis eða HCCA) er
sjúkdómur sem leiðir til endurtekinna heilablæðinga
snemmtt á lífsleiðinni og oftast dauða fyrir fertugt og
einkennist af söfnun próteinútfellinga (mýlildi) í æðaveggi
■ heila. Próteinið sem myndar þessar útfellingar er gallað
afbrigði af proteasahemlinum cystatin C þar sem
aminosýran glutamine kemur í stað leucine í sæti 68, auk
þess sem fyrstu 10 aminosýrurnar vantar.
Rannsóknir á Rannsóknarstofu í líffærafræði hafa
sýnt fram á cystalin C mýlildisútfellingar í húð IICCA
sjúklinga. Þar eru úlfellingar aðallega á mótum epidermis-
dermis en einnig í æðum og umhverfis kirtla, hársekki,
vessaæðar og í taugum. Engir þessara þátta, þar með
taldar æðar, sýna greinanleg merki skemmda (með
ljóssmásjá) þó þeir sýni sterka svörun við cystatin C
ónæmislitun.
I heilavef eru æðarnar mikið skemmdar, en þar eru
útfellingarnar að mestu bundnar við þær, þó sums staðar
sjáist útfellingar geisla út í taugavefinn umhverfis æðar.
Þessi mismunur á útbreiðslu og áhrifum
mýlildisútfellinganna í æðar húðar og heila er
athyglisverður. Það er því tilefni til að kanna hvort
einkennisefni mýlildisúlfellinganna í æðum þessara
tveggja vefjagerða (í húð og í heila) séu eins að allri gerð.
A Rannsóknarstofu í líffærafræði hafa
mýlildisproteinin verið einangruð bæði úr heilaæðum og
húð HCCA sjúklinga. Til þessa verks hcfur verið þróuð
aðferð sem byggir á leysni mýlildisþráðanna í eimuðu
vatni. Mýlildispróteinið úr húð sýnir sömu hegðun og
cystatin C úr heilaæðum á SDS geli og virðast því vera af
sömu mólekúlstærð, auk þess sem bæði bindast sérvirkum
mótefnum gegn cystatin C. Til þess að gera ítarlegri
samanburð á mýlildispróteinum úr húð og heila verður gerð
greining á aminósýruröð þeirra.
Styrkt af Vísindtiráði og Vísindasjóði Lsp.
SAMANBURÐUR Á PRÓTEINKLJÚFUM
I SEYTI MISMUNANDI STOFNA KÝLA-
VEIKIBAKTERÍUNNAR AEROMONAS
SALMONICIDA.
Bjarnheiður Guðmundsdóttir og Inger
Dalsgaard. Tilraunastöð H. í. í meinafræði að
Keldum.
Próteinkljúfar gegna veigamiklu hlutverki í
sýkingu kýlaveikibakteríunnar Aeromonas
salmonlcida og eru einnig mikilvægt mælanlegt
svipfarseinkenni, sem unnt er að nota í
flokkunarfræði. Rannsóknir á sýkiþáttum bakterí-
unnar hafa að lang mestu leyti verið gerðar á
stofnum sem tilheyra undirtegundinni salmonicida
(týpiskir stofnar). Allir A. salmonicida bakteríu-
stofnar sem ekki tilheyra undirtegundinni
salmonicida eru kallaðir atýpiskir. Flokkunarfræði
atýpiskra kýlaveikibakteríustofna er óljós sem
stendur.
Markmið verkefnisins var að kanna, hvort
munur fyndist á próteinkljúfum í seyti 25 atýpiskra
kýlaveikibakteríustofna, sem einangraðir voru úr
biismunandi fisktegundum víðsvegar á Norður-
löndum, og bera saman við próteinkljúfa í seyti 5
•ýpiskra stofna og viðmiöunarstofna undirtegund-
anna, NCMB 1110 fyrir undirteg. achromogenes
og NCMB 1102 fyrir undirteg. salmonicida.
Seyti stofnanna var einangrað með því að
rækta bakteríuna upp á agarskálum þöktum
hálfgegndræpri sellófanhimnu og frumur síðan
einangraðar frá seyti með spuna f skilvindu. y 5g
Hefðbundin próf voru notuö til að mæla virkni
kaseinasa og gelatínasa í seyti. Til að kanna, hvort
um málmháða eða serín prótínkljúfa væri að ræða,
voru áhrif ensímhindranna 1,10 phenanthroline
(OPA) og methyl sulfonyl fluoride (PMSF) á
ensýmvirkni athuguð. Til að kanna stærð og virkni
próteinkljúfa voru seytin einnig rafdregin í hlaupi,
sem inniheldur hvarfefni próteinkljúfanna
(Zymogram).
Niðurstöður leiddu f Ijós að allir týpisku
stofnamir voru með samskonar ensímvirkni í seyti
og viðmiðunarstofn undirteg. salmonicida og tveir
atýpiskir stofnar, sem báöir voru einangraðir úr
villtum flatfiski í Eystrasalti, voru með sömu
ensímvirkni. Allir íslensku stofnarnir og 3 norskir
stofnar voru í sama flokki og viðmiðunarstofn
atýpiskra stofna (NCMB 1110). Málmháöur
kaseinasi var greindur hjá 15 atýpiskum stofnum.
Tveir atýpisku stofnanna seyttu ekki próteinkljúfum
í mælanlegu magni.
Meginniðurstaða tilraunarinnar var að
týpiskir og atýpiskir kýlaveikibakteríustofnar seyta
ólíkum próteinkljúfum en þó voru tveir stofnar
einangraðir úr villtum flatfiski líkari týþiskum en
atýpiskum stofnum í þessu tilliti. Einnig kom í Ijós
mikill innbyrðis munur á próteinkljúfum í seyti
atýpiskra stofna og virtist sá munur frekar tengdur
því hvar stofninn var einangraður en því úr hvaða
fisktegund hann var einangraður.