Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Side 126

Læknablaðið : fylgirit - 15.12.1994, Side 126
116 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 27 MÓTEFNASVAR HJÁ BÓLUSETTUM LAXI V 73 (SALMO SALAR L.) GEGN VÆKJUM KÝLAVEIKIBAKTERÍUNNAR AEROMONAS SALMONICIDA UNDIRTEGUNDAR ACHROMOGENES. Bjarnheiður Guðmundsdóttir, Valgerður Steinþórsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir og Bergljót Magnadóttir, Tilraunastöð H. í. í meinafræði að Keldum. Stofnar Gram neikvæðu bakteríunnar Aeromonas salmonicida valda kýlaveiki í laxfiskum og hliðstæðum sjúkdómum í öðrum fisktegundum, bæði villtum og öldum. Aðalmarkmið verkefnisins var að bera saman mótefnasvar gegn vækjum kýlaveiki- bakteríunnar A. salmonicida undirtegundar achromogenes og vörn gegn kýlaveikismiti hjá bólusettum laxi. Fiskurinn var bólusettur með fjórum mismunandi bóluefnum, einu klæðskera- saumuðu (autogenous) framleiddu af erlendum bóluefnisframleiðanda (BioMed í USA) og þremur tilraunabóluefnum, sem hafa verið þróuð og framleidd á Keldum. Til viðmiðunar var einn hópur bólusettur með saltdúalausn íblandaðri ónæmisglæði (Freunds adjuvant, incomplete) og annar aðeins með saltdúa- lausn. Eitthundrað fiskar voru í hverjum tilraunahópi. Fiskurinn var svæfður áður en hann var bólusettur með sprautun í kviðarhol. Sex og tólf vikum eftir bólusetningu voru blóðsýni tekin úr 5 fulltrúum hvers flokks og blóðvatn einangrað úr þeim með hefðbundnum hætti. Á sama tíma var gerð tilraunasýking með því að sprauta bakteríulausn í vöðva bólusettu fiskanna. Vörn gegn kýlaveikismiti var mæld sem hlutfall bólusettra fiska sem lifðu af sýkingu miðað við viðmiðunarhóp (RPS= relative percent survival). ELISA og Western blotting próf voru notuð til að mæla mótefni í blóðvatni gegn vækjum í seyti kýlaveiki- bakteríunnar. Niðurstöður sýndu að styrkur mótefna í blóðvatni var mun hærri eftir 12 en 6 vikur frá bólusetningu og hærri hjá fiskum, sem bólusettir voru með tilraunabóluefnunum heldur en bóluefni frá BioMed. Öll bóluefnin gáfu góða vörn gegn smiti eftir 12 vikur þó að smitmagn í sýkingartilraun væri mjög hátt. Eitt af tilraunabóluefnunum gaf bestu vörnina í tilraunasýkingum. Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru að styrkur mótefna í blóðvatni bólusettra fiska gegn vækjum í seyti bakteríunnar Aeromonas salmonicida væri ekki í samræmi við þá vörn, sem bóluefnin vejta gegn kýlaveikismiti. AHRIF MÖTEFNAVAKA w 7á KÝLAVEIKIBAKTERÍUNNAR, V AEROMONAS SALMONICIDA UNDIRT. ACHROMOGENES. Á HVÍTFRUMURÆKTIR ÚR BÓLUSETTUM LAXI, SALMO SALAR L„ OG SAMANBURÐARHÓPUM. Sigríður Guðmundsdóttir, Bergljót Magnadóttir og Bjarnheiður Guðmundsdóttir. Tilraunastöð H.í. í meinafræði. Keldum v/ Vesturlandsveg. Bólusetningum, til varnar kýlaveiki af völdum Aeromonas salmonicida undirt. achromogenes, hefur verið beitt í fiskeldi hórlendis undanfarin ár. í rannsókninni, sem hér er lýst, var frumubundið ónæmissvar borið saman við vessabundið. Tilraunahópar voru fjórir. Tveir hópanna voru bólusettir. Samanburðarhóparnir fengu annars vegar ónæmisglæði en hins vegar saltvatnslausn. Áhrif mótefnavaka bakteríunnar á hvítfrumuræktir úr framnýrum þessara hópa, voru könnuð í örvunarprófum, með upptöku á geislavirku thymidini. Prófuð voru áhrif utanfrumuafurða og málmháðs próteasa (P-20). Utanfrumuafurðir innihalda fjölda mótefnavaka sem bakterían seytir, þar á meðal fitutengdar fjölsykrur og P-20, sem hreinsað var úr slíkri blöndu. Mótefni gegn utanfrumuafurðum voru mæld með ELISA-aðferð. Bæði utanfrumuafurðirnar og P-20 sýndu mítógeniska eiginleika, þ.e. örvuðu frumur úr óbólusettum fiski. Þetta er í fyrsta skipti sem sýnt er fram á mítógeniska eiginleika próteasa úr fiskabakteríu. Líklegt er, að samspil þessa ensíms og ónæmiskerfisins sé mikilvægt í sjúkdómsmyndinni. Einnig kom í Ijós, að hár styrkur utanfrumuafurða gat bælt frumubundna svörun. Ekki er vitað hvaða þáttur utanfrumuafurðanna er hér að verki, en þetta kann einnig að vera mikilvægt í samspili hýsils og sýkils. Erfitt er að fullyrða um sértæka frumubundna svörun í bólusettum fiski, þar sem mítógenisku áhrifin eru einnig til staðar í þessum ræktum. Auk þessa, voru ósérhæfð áhrif ónæmisglæðisins til staðar er tilrauninni lauk. Prýðileg mótefnasvörun var í báðum bólusettu hópunum. Engin samsvörun kom fram milli frumubundins svars og mótefnasvars við samanburð gilda úr sömu einstaklingum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.