Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 14

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 14
12 Prá öðrum löndum. [Stofnir Engin sprengja! Það sem hefir oft gert enskar kosningar hvað mest ,spennandi‘ er það, að enginn lifandi maður getur sagt með neinni vissu fyrir- fram, hvernig þær muni fara. Er það venja flokkanna, að varpa einhverri „sprengikúlu“ fram, mjög skömmu fyrir kosningarn- ar, og eru það engin einsdæmi, að slíkar „sprengjur" hafi ráðið úrslitum. Enskir kjósendur eru þannig, að ef einhver slík „sprengja" verkar á annað borð, þá snýr þeim enginn mannlegur máttur, engar tölur og engin rök. Það þótti einkennilegt, að þó að þessar kosningar væri mjög heitar, þá tókst engum flokknum að varpa fram sprengjum er hrifi. Einna næst því var yfir- lýsing nokkur, sem frjálslyndi flokkurinn kom með frá fjölda af frægum kaupsýslumönnum, þar sem þeir lýstu afstöðu sinni til atvinnuleysisins á Englandi, •en atvinnuleysið var helzta ,kosn- inganúmerið', og á því féll íhaldsstjórnin. Þessir frægu kaupsýslumenn komust nú í þessu skjali aðnákvæmlega sömu niðurstöðu um bætur á atvinnu- leysinu eins og Lloyd George og frjálslyndi flokkurinn! Og það voru einmitt þessi ráð gegn at- vinnuleysinu, sem Lloyd George reisti á allar sínar vonir um sig- ur! Hér var því „sprengjan" komin, og það var óspart reynt að gera sprenginguna sem stærsta. Lloyd George og flokks- menn hans og blöð hans öskruðu út yfir alt landið: Hér sjáið þið sönnunina! En sprengjan sprakk ekki. Það var bent á, af andstæðingunum, að þessir kaupsýslumenn væri að vísu frægir og ágætir, en þeir væri allir í frjálslynda flokknum. Það hefði því verið miklu merki- legra, miklu meiri „sprengja" ef þeir hefði verið á andstæðri skoð- un við Lloyd George og flokkinn í þessu höfuðatriði! Stjómarskifti. Eftir réttum þingræðisreglum sagði stjórnin af sér, þegar kosn- ingarnar voru kunnar orðnar. Stjórnarflokkurinn hafði minkað stórkostlegá. Verkamannaflokk- urinn hafði aukist mest. Hans var því framtíðin í svipinn. Stjórnin er skipuð flestum sömu atkvæðamönnum flokksins eins og þegar verkamannaflokk- urinn myndaði stjórn 1924. Ram- say Mac-Donald er stjórnarfor- seti. Verkamannaflokkurinn er nú

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.