Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Page 28

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Page 28
26 Milli fátæktar og bjargálna. [Stefnir eig’inhagsmunagæzlan sá aflgjafi, sem knýr hvert einstakt hjól, en afrek vélarinnar er fram- leiðsla til fullnægingar allra þörfum. Samvinnan er eftir eðli sínu samtök framleiðenda í sömu at- vinnugrein, til þess með samstarf- inu að framleiða vörur með betri árangri, en einstaklingarnir geta gjört, eða til þess að halda uppi sem hæstu verði á slíkum vörum, eða samtök neytenda til þess að ná sem beztum innkaupum á nauðsynjum. Þegar slík frjáls samtök miða að bættri eða auk- inni framleiðslu eða fyrirgreiðslu frjálsra viðskifta, eru þau bæði réttmæt fyrir þátttakendur og gagnleg fyrir heildina. Þegar þau miða að því einu, að standa á verði um sérhagsmuni þátttak- endanna (sölusamlög, innkaupa- félög), eru þau líka réttmæt, meðan ekki gengur svo langt, að verði til hindrunar framleiðslu eða viðskiftum, og til marks um, hvort svo sé, má venjulega hafa það, hvort frjáls samkepni sé útilokuð eða ekki. Ýms dæmi eru þess erlendis, að samvinna fram- leiðenda hefir orðið svo víðtæk, að nálgast hefir einokun á hinni framleiddu vörutegund. — Hafa ýms lönd tekið í lög ákvæði til þess að fyrirbyggja slíkt, bygt á því, að réttmætir hagsmunir neytenda muni verða fyrir borð bornir, þegar samtök eru orðin svo víðtæk, að frjáls samkepni kemst ekki að. Einnig hafa ýms lönd sett lög til vemdar réttum reglum frjálsrar samkepni, um- fram það er felst í hegningarlög- um og annari almennri löggjöf. Hér á landi hefir talsvert öfl- ugur samvinnufélagsslcapur neyt- enda starfað nú í meir en manns- aldur, þar sem eru kaupfélögin. Hefir hann einkum náð út- breiðslu meðal bændastéttarinn- ar. Sumir af forkólfum þess fé- lagsskapar virðast hafa gert sér vonir um að hann myndi reynast lyftistöng fyrir landbúnaðinn, og reynast einhlítur til þess að tryggja velfarnan þess atvinnu- vegar. Þær vonir hafa brugðist. Á þeim tíma, sem kaupfélags- starfsemin hefir staðið í fullum blóma, hefir landbúnaðurinn dregist aftur úr öðrum atvinnu- vegum landsins, sem miklu minna hafa fengist við samvinnu- félagsskap. Þó hafa kaupfélögin sjálfsagt gjört mikið gagn. Að þau hafa ekki uppfylt þessar miklu vonir er alveg eðlilegt. — Þau eru aðeins samvinna um við- skifti, en framleiðsla verður að

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.