Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Page 34

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Page 34
32 Milli fátœbtar og bjargálna. [Stefnir taka við þeim hluta arðsins, sem ætlaður er sérstaklega til þess að bæta óhöpp eða töp, og er það hentug tilhögun til þess að tryggja tilveru fyrirtækisins. Vegna þeirra umbóta á vinnu- brögðum, sem framfarir nútím- ans krefjast, og getið var um hér að framan, verður nú á tím- um að gjöra kröfur til meiri og margbreyttari hæfileika hjá stjómendum fyrirtækja ennokkru sinni áður. Það er tiltölulega auðvelt fyrir hvern meðalgreind- an mann að afla sér á æskuárun- um þeirrar þekkingar, sem þarf til þess að veita forstöðu fyrir- tæki í þeirri atvinnugrein, sem hann stundar, ef hann má halda öllu áfram óbreyttu eins og hann vandist því. Nái hæfileikar hans ekki lengra, verður fyrirtækið kyrstöðúfyrirtæki undir stjórn hans. En á skeiðvelli framfar- anna dragast kyrstöðufyrirtækin aftur úr og eru dauðadæmd. Aft- ur þarf býsna mikla hæfileika til þess að fylgjast svo vel með öllum nýjungum í atvinnurekstr- inum sem þarf til þess að skera rétt úr því í hverju einasta til- felli, hvaða umbætur séu fyrir- tækinu til eflingar og þó ekki kostnaðarsamari en það getur risið undir. Fjölbreytni náttúr- unnar og mannlífsins er svo mik- il, að naumast eru til nokkur tvö atvinnufyrirtæki, sem búa að öllu leyti við alveg sömu skilyrði. Þess vegna nægir alls ekki að hver atvinnurekandi hermi í hugsunarleysi eftir öðrum. Allir þurfa þeir að hafa hæfileikann til að velja rétt og hafna rétt, þó að þeir einir geti orðið reglu- legir brautryðjendur, sem eru framúrskarandi hæfileikum gædd- ir að einhverju leyti. Af þessum ástæðum verður líka að leggja töluvert annan mælikvarða á vinnu stjórnanda eða formanns fyrirtækis, en á vinnu þeirra verkamanna, sem aðeins eiga að framkvæma ákveðin verk eftir gefnum fyrirmælum. [Í næsta heftl kemnr greln eftlr sama höfnnd i framhaldi af þessarl greln].

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.