Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Page 38

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Page 38
36 New York. [Stefnir en hún nær yfir sjálfa borgina New York og auk þess yfir Upp- Manhattan, Bronx, Brooklyn, Queens og Richmond, og til henn- ar eru auk þess oft taldar Jersey City, Hoboken og Newark, sem eru í ríkinu New-Jersey. En altaf þrengdist á Manhattan, og þá var ekki annað ráð fyrir hendi en hækka húsin. Þá hófust „himinklj úfarnir" (Skyscrapers). Verðið á lóðunum varð líka svo hátt, að ekki gat borgað sig að reisa á þeim hús nema þau væru afar-há, og enn bættist ]>að við, að menn losnuðu við ryk og háv- aða borgarinnar með því að kom- ast nógu hátt. Þessi háu hús fær- ast nú óðum norður eftir Man- hattan, og verður varla mjög langt þangað til ekki sést þar annað, því að á hverju ári hverf- ur fjöldi smáhúsa, en.á sömu grunnunum rísa upp hallir. Önnur breyting, sem nú er óð- um að komast á, er sú, að fólkið flytur burt af Manhattan, og sezt að í umhverfinu. Manhattan er að breytast í kaupsýsluhverfi, sem fyllist á daginn en tæmist á nótt- unni. Þetta má telja mikla fram- för. Bærinn ])enst út og aðbúnað- ur er betri. Og enn er mikið rúm fyrir hús í nágrenninu. Er talið, uð þar sje nóg rúm fyrir nokkrar miljónir. En samt eru Ameríku- menn órólegir. Þeir segja að borg- in verði komin upp í 30 miljónir árið 2000, og þá veitir henni ekki af landrými, sem nema myndi öllu Suðurlandsundirlendinu eða meiru. Alt það feikna flæmi verður þá að einni iðandi kös af fólki,.sem þýt- ur fram og aftur á jörðinni, neð- anjarðar og í mörgum stöllum of- an jarðar. Þá öskrandi og grenj- andi kös af mönnum og farar- tækjum getur einskis manns hug- ur rúmað að svo komnu. En flestum ]>ykir New York sæmileg eins og hún er. Jafnvel þeir, sem koma þangað frá öðrum stórbæjum hafa aldrei séð neitt henni líkt, ■ svo voldug er hún í öllu, fögru og ljótu, góðu og illu. Innsiglingin í New-York er al- veg einstök í sinni röð. Fyrst heilsar manni frelsisgyðjan mikla, sem heldur blysinu með upprétt- um armlegg og horfir út til hafs. Frakkar gáfu Bandaríkjamönnum þessa miklu líkneskju, og átti hún að tákna það mikla frelsi, sem menn héldu að væri í Vestur- heimi. Nú vita allir að frelsið er ekki nema rétt í meðallagi vestur ]>ar. Ameríkumenn sjálfir segja líka í háði, að frelsisgyðjan ha'fi snúið bakinu við sínu eigin landi.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.