Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Page 39
Stefnir]
New York.
37
Til vinstri handar blikar tíbráin
yfir grænum koparþökunum á inn-
flytjandahúsunum á Elliseyj-
unni. Þessi staður er alræmdur
orðinn fyrir þá hörku og óbil-
girni, er þar er höfð í frammi.
I Feneyjum er brú ein, sem
heitir andvarpabrúin. En varla
á hún það nafn betur skilið en
innflytjandastöðin á Elliseynni,
og er ógurlegt að lesa þær sög-
ur allar, sem þar hafa gerzt.
Innflytjandalögin eru ströng,
og þeim er framfylgt með
miskunnarlausri hörku. Þús-
undir manna hafa þar séð vonir
sínar hrynja eins og spilaborg.
Fjölskyldum hefir þar verið
sundrað. Staðurinn er orðinn
þaulvígður af bænum og for-
mælingum. Frelsisgyðjan og
Ellisey eru - eins og háð
hvort um annað. Heldur hefir
þó dregið úr þessu á síðari ár-
unum. Bæði er það, að nú er
ekki farið þangað með aðra
en þá, sem einhver sérstök á-
stæða þykir til að rannsaka,
og svo er nú betur en áður
séð um það, að menn viti
fyrirfram að hverju þeir ganga í
stað þess að snúa þeim þar aftur.
En svo opnar miljónabærinn
faðminn. Skipið legst að hafnar-
virkjum, sem eru svo stór, að
stærstu skip verða eins og fleytur.
Farþegarnir streyma gegnum
Gata í New York séð af húsþaki.
húsabáknin og þar standa gular
bifreiðar og bíða. Upp í þær er
sezt, og eftir örskamma stund
berst farþeginn inn í þjótandi
klið heimsborgarinnar.