Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 50

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 50
48 Cavalier höfuðsmaður. [Stefnir viss með að halda uppi njósnum. En það er talsvert lið í höllinni, sem er okkur hliðholt." „Eg skal koma sjálfur," svaraði marskálkurinn, og hló að þessum ráðleggingum hans. La Fleurette varð ákafari. „Það er enginn efi á því, að ef þér ekki komið sjálfur, monseigneur, þá verður það virt yður til hugleys- is. Það má Cavalier eiga, að hann er ekki huglaus. Hann kann ekki að hræðast. Við myndum sjálfsagt kunna að meta það, að þér stæð- uð honum ekki að baki í því.“ „Eg hefi sagt það. Eg kem sjálfur annað kveld,“ sagði de Villars, og því næst kvaddi hann La Fleurette með virktum og lét hann fara. Marskálkurinn gekk að glugg- anum og sá á eftir gestinum. Hann gekk hægt og rólega fram hjá vaijðmönnunum og öðrum her- mönnum, sem þar voru, sté á bak illa hirtum hesti og reið í hægð- um sínum burt. „Hér eru 3000 hraustir riddarar," sagði Villars við sjálfan sig, „og það veit hann vel. Hann veit líka, hvað bíður hans, ef hann næst. Hann segir það satt, hann er ekki huglaus.“ Kvöldið eftir var enn sami molluhitinn. — Bólgin þrumuský huldu tunglið öðruhvoru. Alt var eins skuggalegt og það gat fram- ast verið, þegar de Villars reið heim að Castelnau höllinni. Hann stansaði snöggvast fyrir utan garðhliðið og litaðist um. Alt var hljótt. Dimmur skógur var alt um- hverfis höllina. De Villars var hleypt inn, þeg- ar í stað er hann barði að dyr- um. Maður, illa til reika, kom og tók hest hans og fór burt með hann, en annar maður lét mar- skálkinn koma inn í herbergi, autt og illa haldið. Húsgögn voru þar fá og slitin og birta engin nema frá einum litlum lampa, brotnum. Við borðið sat La Fleurette og studdi olnboganum á skjalahrúgu. Hann stóð upp og gekk á móti marskálknum. „Gott kveld, mon- seigneur,“ sagði hann. Hann var náfölur í andliti, varirnar strengd- ar og augun rauð. „Hve marga hermenn hafið þér með yður?“ „Engan,“ svaraði marskálkur- inn látlaust, eins og það væri sjálfsagður hlutur. Því næst sett- ist hann óboðið, eins og stöðu hans hæfði. „Engan? Eruð þér ekki kominh til þess að handtaka Cavalier?“ „Eg þykist vita, að við Cavalier getum komist að samkomulagi án Framhald á bls. 89, .

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.