Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 53

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 53
jStefnir] HvaS gengtir aS trúarlífinu. 51 er stærri en svo, að nokkur manns- hugur fái gripið það. Við höfum komizt að því, að við erum engir herrar í tilverunni, heldur erum við einstaklega lítilmótlegir í þessu mikla sköpunarverki, og þó hafa forfeður okkar verið enn lítil- mótlegri. Forfeður okkar fyrir nokkrum miljónum ára voru ekki annað en örlitlir yrmlingar, sem skriðu eftir rjúkandi fjöruborði. Við erum í ætt við lægstu tegund- ir dýranna, en höfum náð völdum af því, að okkur hefir tekizt betur en þeim að beita þeim tækjum, sem við höfum allir haft eins. Vísindin segja okkur, að við höf- um orðið ofan á, eingöngu af því, að við höfum reynzt duglegastir að drepa mótherjana. Setningin: „Sá heldur velli sem hæfastur er“ hefir svift margan mann barna- trúnni. Það er ekki til nokkurs hlutar að ætla að bera á móti því, að vísindin hafa tekið andlega blæinn af allri lífsskoðun okkar. Þau hafa fengið okkur í hendur tæki, sem við erum of óþroskaðir til þess að fara með. Og síðast en ekki sízt hafa þau nú einhvernveginn orðið þess valdandi, að mennirnir miða alt við jarðnesk gæði. Verklegu framfarirnar og vísindin eru sam- borin systkini, en verklegu fram- farirnar hafa hnýtt hugina við þessa jörð, og vanið menn á að skoða þennan heim og hans gæði sem takmark, í stað þess að líta á hann sem skóla mannssálarinnar. Bertrand Russell leggur mikla á- herzlu á það, að þjóðfjelögin sé að komast lengra og lengra í guð- leysi. Inge prófastur hefir veitt þessu sama eftirtekt, en kallar það ,skeytingarleysi‘. Hugur manna er allur við kaupsýslu og verkleg- ar framkvæmdir, segir hann, en menn eru hættir að hugsa um guð. Þessvegna hverfur hann mönnum. Þannig er það með alt. Ef við hættum að hugsa um það, þá hverfur það. Ef við hugsum tuttugu sinnum meira um fjármuni, þægindi og frama en um guð, þá verður það tuttugu sinnum stærra fyrir okk- ur. En í sjálfu sér breytir það engu. Það er engin trygging fyrir því, að við sjeum í raun og veru að leita þess, sem er stórt. SVONA er þá komið fyrir okkur. Hér er um tvent að velja, kristindóm Krists eða trú- leysi. Alt annað, sem menn vilja setja í staðinn, er fals og hégómi. Við verðum að horfast í augu við þann ógurlega sannleika, að þeg- ar litið er frá kristindómnum er

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.