Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Page 65

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Page 65
Stefnir] Frá Alþingi 1929. 63 1im sveitabanka, og Landbúnaðar- banka íslands. Verður síðar minnst nánar á þá málsmeðferð, en hér skal þess aðeins getið, að frum- varpið um sveitabanka var látið daga uppi í þeirri deildinni, sem stjórninni hefir annars verið trú- ust, og með því var hitt frum- varpið orðið að hégómlegu máli og tildri einu saman. Þessi mál, sem ein gátu haldið uppi einhverju horni af heiðri stjórnarinnar, voru látin sligast fyrir einhverj- nm búralegum ástæðum og hreppa- pólitík einstakra þingmanna í stjórnarliðinu. ,Dugnaður‘ stjórn- arinnar ríður ekki við einteym- ing! Svipaða meðferð fekk lang- stærsti lagabálkurinn, sem stjórn- in lagði fyrir þingið (að fjárlög- um undanskildum), en það var frumvarp til sjómannalaga, sem búið var að semja með ærnum kostnaði (6000 krónum að sagt er). Þingið átti svo sem ekkert við þennan lagabálk. Sömu leið fór siglingalagafrumvarpið, sem fylgdi með sjómannalagafrum- varpinu. óbeinlínis voru og tvö mál frá stjórninni, stórmál, sem nátfc úrlega urðu að daga uppi vegna stærðarinnar. Það var frumvarp til ábúðarlaga, frá milliþinga- nefndinni í landbúnaðarmálum, mjög varhugavert frumvarp, og frv. til myntlaga, eða stýfingar- frumvarpið svokallaða. Ekkert sýndist hirt um, að koma þessum málum fram eða yfirleitt til neinna úrslita. Þingið vildi ekki fást við neitt nema smámál. Sjálfsögð mál. Auk þess bar svo stjórnin nátt- úrlega fram þau frumvörp, sem endurtekin eru á hverju þingi, svo sem fjárlagafrv., frv. til laga um samþykt á landsreikningnum og fjáraukalög fyrir 1927 og 1928. Eftir þessa frammistöðu mætti ætla að trúarsetningin um „dugn- að“ stjórnarinnar færi að haggast í hugum ýmissa þeirra, sem áður hafa gengið með þá flugu. [i nœsta hefti verður sagt trá starfseml sosialista ö þlnginu, meðferö þingslns á vinnudóras- frumvarpinu o. fl.]

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.