Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Síða 73
Stefnir]
Frá öðrum löndum.
71
auka-bitlingum, sem embættun-
um fylgja þetta 300—400 þús.
króna tekjur. Sendiherrann í
París hefir 200 þús. krónur og
sendiherrann í Washington 360
þús. krónur. Borgarstjórinn í
London hefir engin laun, en fær
200000 krónur í risnufé.
Flestir forsætisráðherrar Eng-
lendinga hafa verið efnamenn.
Baldwin segja þeir t. d. að hafi
vel haft efni á því að borga 300
—400 þús. krónur með sér á
ári í embættinu. En nú sé ekki
um það að ræða. Laun forsætis-
ráðherra megi ekki lægri vera en
300—400 þúsund krónur. Hann
verði að búa í stórhýsi sínu í
Downing street 10 og hafa þar
mikla risnu. Og svo sé ekki hægt
að neita því, að forsætisráðherra
Breta sitji í vandasamasta og
ábyrgðarmesta embætti í heimi.
Þessi hækkun til forsætisráð-
herrans nemur dálítið meiri upp-
hæð en farið var fram á handa
öllum embættis- og starfsmönn-
um ríkisins íslenzka á síðasta
vetri, en þótti ekki fært að veita
nema þriðjunginn. Við erum
smáir hér á Islandi!
Kommúnistaóeirðir í Berlín.
Eins og menn rekur minni til,
Varð uppþot mikið í Berlín í
sambandi við kröfugöngur jafn-
aðarmanna 1. maí. Stóð það yfir
í marga daga. Tuttugu og sjö
voru drepnir, þar af 5 konur, en
25 manns er í hættu af sárum.
Af lögreglumönnum særðust 57,
15 af þeim mjög alvarlega, en
enginn getur sagt með vissu hve
margir hafa hlotið sár og skein-
ur í þessum ryskingum öllum.
Lögreglan hafði gert miklar
ráðstafanir, því að 1. maí hefir á
undanförnum árum verið ærið
róstusamur í Berlin. Fram eftir
deginum sýndist alt ætla að
ganga nokkurnveginn friðsam-
lega. En um sólarlagið komu
skyndiboð til lögreglustöðvanna
um það, að uppþot væri hafið á
þrem stöðum í senn. Brá lög-
reglan þegar við og hóf skothríð
á æsingamennina. Hurfu þeir þá
bak við víggirðingar á götunum,
en víggirðingarnar voru einkum
bifreiðar, sem velt var á hlið.
Hlutust stór slys af því, að
bensingeymamir voru altaf að
springa, og flæddi þá logandi
mkvinn um alt. En lögreglunni
varð það skeinuhættast, að á þá
var skotið úr gluggum og af þök-
um og hverjum þeim kima, sem
óaldarseggirnir gátu fundið. Eft-
ir nokkurra klukkutíma orustu
fékk lögreglan yfirhönd, og voru