Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Page 95
Stefnir]
Cavalier höfuðsmaður.
93
augu við ljósglætuna og að lokum
leit Cavalier undan fyrir þessu
rólega og góðlátlega augnaráði
marskálksins.
„Það er eg, sem hefi komið
fram eins og bjáni," sagði Ca-
valier loks.
„Alls ekki,“ svaraði de Villars,
„bara helzt til ákafur.“
,„En hvers vegna voruð þér að
koma?“ spurði Cavalier, ráðalaus
og hálf skömmustulega. „Hvers
vegna eruð þér að ganga í greipar
mér?“
„Til þess að við gætum talast
við eins og jafningjar,“ svaraði de
Villars eðlilega og látlaust. „öðru-
vísi er ekki hægt að ná neinu
samkomulagi er hæfi báðum. Eg
vil altaf helzt semja sjálfur við
mótstöðumann minn. Mér er falið
að bæla niður þessa uppreisn. —
Yður er falið að halda henni við.
Hingað til hefir mér tekist það,
sem mér hefir verið falið, og eg
held að eg hafi stundum fengið
erfiðari viðfangsefni en þetta.“
„Er þetta ógnun?“ spurði Ca-
valier. „Munið að þér eruð á mínu
valdi.“
De Villar brosti: „Og þér á
mínu valdi í gær.“
Cavalier hvesti augun, reyndi
að vera ákveðinn, en tókst það
ekki. Hann benti harkalega á
Rllar
uanðlátar hús-
mceður haupa
eingöngu
Bolð ÍTleðal
hueiti.
f^ualt
nýtt og gott.
Fcest alstaðar.