Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Side 5

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Side 5
LANDIÐ I AUSTRI Inngangur. Um Rússland hefir verið svo mikið rætt og ritað, að óþarfi er að fara ýtarlega yfir þróunarsögu .>bolshevismans“. Þess nægir að geta, að jarðvegurinn þar var hentugur fyrir allar öfgar, fyrst keisaravaldið með öllum þess hörmungum og svo öreigavaldið ^aeð enn meira böli. Þjóðin í beild var vön að hlýða, var og er sinnulaus og dauf, þekkir ekki betri kjör, en hún á við að búa, °& lætur því hverjum degi nægja sína þjáningu. Þar við bætist, að öreigaflokkurinn sá svo um, að allir þeir, sem höfðu snefil af nienntun og þekkingu á umheim- inum, og gátu því ekki sætt sig við þrældómshelsið, voru tafar- laust skotnir, reknir í útlegð til Síberíu eða urðu landflóttar sak- ir ofríkisins, en eftir sat höfuð- iaus her, aðþrengdur af hörm- nngum ófriðarins mikla og inn- anlandsstyrjöldum. — Megn óá- naegja gegn keisaraveldinu mun einnig hafa stuðlað að því, að öreigar gátu setið að völdum, án nokkurs verulegs mótþróa, því að andstæðingarnir náðu aldrei að sameina svo krafta sína, sem skyldi, og af því leiddi, að hin nýja stjórn gat búið svo um hnútana, að henni er ekki hætt} við falli, fyrr en hún hefir drýgt svo stórar syndir að óbærilegar reynast heildinni, og hún kast- ar í örvæntingu af sér okinu, eða að þeir kraftar, sem nú halda stjórninni uppi, snúá við henni baki, og skal þetta skýrt nokk- uð nánar. Stjórnskipulag. Til þess þarf að gefa yfirlit yfir ástand Rússlands, og stjórn- skipulag, en það er flókið og margþætt. Stjóm og skipulag hins rússneska ríkis er ákveðið og að sumu leyti upphugsað af Lenin, sem sló þeirri kenningu fram, að svo skyldi ríkinu hag- að, að allt gengi þar sinn gang 7*

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.