Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Blaðsíða 10
104
Landið í austri.
[Stefnir
Allsstaðar í Rússlandi eru það
þessi flokksfélög, sem með völd-
in fara, allt frá „cellunum", sem
sjá um, að kosningar fari, eins og
þeim líkar bezt, til hinna æðstu
ráða. — Fyrir kosningar verða
þau ráð, sem setið hafa að völd-
um, að gefa yfirlit yfir starfsem-
ina á liðna árinu, og viðhorfin á
því næsta, en ráðin eiga að starfa
samkvæmt fyrirskipunum flokks-
ins, og í engu mega þau brjóta í
bág við þær. Auðsætt er það, að
þar sem kosningarrétturinn er
bundinn við vissan flokk manna,
en öðrum bönnuð öll slík rétt-
indi, geta hinir ráðandi menn
teigt mjög á því banni flokknum í
hag, enda er það vopn óspart
notað. Kosið er í heyrandahljóði,
þannig, að sá, er stjórnar kosn-
ingu, spyr, hvort nokkur sé mót-
fallinn því, sem fyrir er lagt,
og af skiljanlegum ástæðum eru
engir á móti, en þetta sýnir, á
hve háu stigi lýðræðið er.
Ef eitthvað skyldi nú fara á
annan veg en ætlað er, hefir það
ákvæði verið sett í lögin, að kjós-
endum skuli heimilt að taka um-
boð af kjörnum fulltrúa, ef hann
!rækir ekki skyldur sínar út í æs-
ar, og kjósa annan í hans stað.
Hefir þetta ákvæði mjög verið
notað af flokksstjórninni, til að
bola þeim mönnum frá, sem
henni stendur einhver stuggur af,
en komist hafa í þau ráð, sem
lýðurinn velur, sökum þess, að
öll önnur ráð eru kosin óbeint,
fulltrúarnir kjósa þau stighækk-
andi. Öreigavaldið, sem er ekkert
annað en einveldi kommúnista,
hefir þannig tryggt sig í sessi,
en um leið tekið öll völdin af
lýðnum í landinu, en lagt þau í
hendur fárra manna, og þá aðal-
lega eins manns, eins og skýrt
er að framan.
Réttindi bænda.
I Rússlandi er mjög mikill
munur á réttindum bændanna og
réttindum borgarbúa, eins og sjá
má af því, að til þess að fá sömu
fulltrúatölu í ráðinu, yrðu bænd-
ur að vera fimm sinnum fleiri en
borgarbúar. Ef að fulltrúatalan
á sambandsþinginu ætti að vera
í réttu hlutfalli við fjölda, ættu
bændur að velja 80%, en bæjar-
búar 20%, en eins og sakii
standa, skipa bæirnir 60%, en
bændur 40%. — Bændalýðurinn,
sem er rúmlega 70 miljónir að
tölu, velur 350 fulltrúa, en 9
miljónir borgarbúa velja 500 full-
trúa. Þessar tölur sýna, að það
eru borgarbúarnir, sem mestu
ráða í landinu, en hlutur bænd-