Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Side 16
110
Landið í austri.
[Stefnir
mynd, sem upp hefir verið dreg-
in af stjórnskipulaginu, er rétt-
ur einstaklingsins með öllu horf-
inn úr sögunni, og þótt hann sé
órétti beittur, þýðir honum ekki
að leita til dómstólanna í þeirri
von, að þeir rétti hlut hans, því
að þeir eru pólitískt verkfæri í
höndum flokksins, og lúta þeirri
grundvallarreglu, að „ef dómar-
ar eru í vafa um eitthvert atriði,
eiga þeir að dæma eins og sam-
vizka þeirra sem kommúnista
segir þeim“. En þar sem réttur
og líf einstaklingsins er svo lítils
virði talið, eins og nú í Rúss-
landi, er það einnig skiljanlegt,
að dómarar séu ósparir á að láta
höfuðin fjúka, enda er akur ráð-
stjórnarsambandsins t vökvaður
meiru blóði, en dæmi eru til í
nokkru öðru ríki, þar sem bylt-
ingar hafa átt sér stað.
Fimm ára áactlunin.
I sumar og í haust bárust all-
oft fréttir frá Rússlandi, sem
ótvírætt virtust benda í þá átt,
að brátt væru dagar ráðstjórn-
arsambandsins taldir, og óánægj-
an með stjórnarfarið færi sívax-
andi. Slíkum fregnum hefir verið
andmælt af hálfu hinna rúss-
nesku valdhafa, en þó gengur
enginn þess dulinn, að nú eru
Rússar að leggja á örðugasta
hjallann, hvort sem þeir komast
klakklaust yfir hann eða ekki.
Á fyrstu árunum eftir bylt-
inguna hrakaði landbúnaðinum
ákaflega, og að endingu var svo
komið, að sama og ekkert flutt-
ist af korni út úr landinu, í það
minsta miðað við útflutning, sem
áður hafði verið.
Ráðstjórnin leggur nú allt kapp
á að bæta úr þessu, og auka
framleiðsluna, og fimm ára á-
ætlunin er í því einu augnamiði
ger, að reisa landbúnaðinn úr
rústum, og koma atvinnulífinu í
betra horf. Á fimm árum ætlast
hún til, að þjóðin skapi ríkinu
eign, sem nemur 100 miljörðum
rúbla; allur gangur málsins er
fyrir fram ákveðinn, og kostnað-
ur áætlaður, og á mánuði hverj-
um er samanburður ger á áætl-
un og framkvæmdum, því að í
engu má muna. Þessi stórkost-
lega fyrirætlun leggur borgurun-
um ógurlegt erfiði á herðar, og
dregur úr vellíðaninni um stund-
arsakir, en þjóðin virðist vilja
leggja ærið að sér, til þess að á-
ætlupin megi takast, enda er
þetta barátta, sem ræður lífi hins
kommúnistiska skipulags. Það er
stjórninni fyllilega ljóst, og hún
gerir allt, sem hægt er að gera