Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Page 18

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Page 18
112 Landið í austri. [iStefnir uð frá líðan þjóðarinnar, eins og hún er nú, og andanum, sem er almennt ríkjandi í ráðstjórnar- sambandinu. Yfirleitt má segja, að líðan almennings sé ekki góð, miðað við líðan fólks í öðrum löndum álfunnar. Fátæktin er mikil, húsin illar vistarverur yf- irleitt, sparneytni í mat úr hófi fram, og klæðnaður allra fátæk- legur og af skornum skammti. Hermennirnir einir búa við alls- nægtir. Hinn ríkjandi andi með- al þjóðarinnar mun frekar blása inóti en með því stjórnskipulagi, sem nú er í Rússlandi. Bændurn- ir eru vanafastir og hirða lítt um breytingar, en kommúnistar ferð- ast meðal þeirra og boða þeim hinn nýja boðskap, en oft fá þeir sendimenn svo varmar við- tökur, að þeir hverfa út úr til- verunni fyrir fullt og allt. And- úðin gegn stjórnskipuninni hefir harðnað síðari árin, en framtíð- in er óráðin gáta. Vel kann svo að fara, að gagnbylting verði ger, og vel kann svo að verða, að flokkurinn tvístrist út af fimm ára áætluninni, þegar á herðir, um það er ómögulegtað fullyrða, en það mun sýna sig, er tímar líða fram. HEILRÆÐI Til hamingjunnar liggja tvær leiðir. ViS geUrni annaðhvort dregið úr óskum okkar og kröfum, eða aukið efni okkar til að fullnægja þeim. Hvort sem við gerum heldur, ber ]>að að sama brunni, en hver ein• staklingur verður að eiga það við sjálfan sig, hvora leiðina hann velur. Ef þú ert latur, sjúkur eða fátækur, mun þér reynast erfitt að minnka kröfur þínar, en þó mun þér reynast það enn erfiðara að auka efni þín þeim til fullnægingar. Ef þú ert viljasterkur, hraustur og ungur, reynist þér auðveldara að afla þér fjárins til að fullnægja kröfum þin- um, en að draga úr þeim. En ef ]>ú ert hygginn, þá gerir þú hvoru- tveggja í senn, hvort sem þú ert fátækur eða ríkur, ungur eða gamall, heill eða vanheill. Ef þú ert mjög hygginn, þá gerir þú þetta hvoru- tveggja á þann hátt, sem hagkvæmastur er almenningsheill, bæði hvað snertir kröfur ]nnar og verknaðinn þeim til fullnægingar. (BENJAMÍN FRANKLÍN).

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.