Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Page 23

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Page 23
Stefnir] Feimnismálin. 117 Konungurinn dáni brást vel við °S vemdaði meyna. Frá þessu er sagt, til að sýna hjartalag dýr- lingsins, en eigi til þess að kjamsa í hráa. Það er ennfremur söguleg nauðsyn að geta um uppruna Eiríks jarls, sonar Hákonar ríka. Hákon gat hann við ambátt á Upplöndum, og lagði óvirðing á soninn vegna móðernisins. — En Eiríkur kemur við sögu Noregs ^jög mikið; hann er höfuðbani Ólafs Tryggvasonar við Svoldur, °& þar áður vinnur hann bug á Jómsvíkingum í Hjörungavogi. Loksins ræður hann ríki í Nor- egi. Húsbóndi ambáttarinnar, er Jarlinn greip til á ferðalagi, gerði vizkubragð, þegar hann gætti t>ernu sinnar, frá því er jarlinn Lom þar. Bóndi gat sér til, að erfingi jarlsins kynni að segja sig í ættina. Og eplið það féll niður við bolinn. Gömiu höfundarnir höfðu alls ekki gaman af kynferðismálum. Hofundur Laxdælu segir frá á- sselni Höskuldar til Melkorku Vegna þess, og einungis þess Ve&na, að þetta ambáttarkaup varð þess valdandi, að Ólafur pá J^ddist, faðir Kjartans og fóstri Eolla. Eg læt þessi dæmi nægja úr gullaldarritum bókmennta vorra. Þá sný eg að þjóðsögunum. Þær munu hafa skapast á þeim öld- um, þegar hallar undan fæti list- arinnar á bókmenntasviði voru. Þó er í þeim talað aðeins í hálf- um hljóðum um feimnismálin. Ýmsar þjóðsögur drepa á það, að karl og kerling í útilegu- mannadalnum hafi í æsku flúið úr byggð vegna óleyfilegra ásta. Orðið sifjaspell, sem er mál- fræðilega vel til fundið, en held- ur ófagurfræðilegt, er ekki not- að í þjóðsögunum, heldur feimu- legri orð, t. d. „óleyfilegar ást> ir“. Þegar það er nefnt, að menn lendi inni í álfahíbýlum, er þess getið, að ofurástir hafi verið með í spilinu, þær, sem eiga rót sína í sjálfu hjartanu. Skáldhugur þjóðar vorrar kastar guðvefjum yfir útilegumenn í frásögnum, og breiðir silki ofan á hversdags- fólk í viðlögum vikivakanna. Rímnaskáldin kváðu mansöng — þ. e. a. s. kvensöng — fyrir hverri rímu. Þeir eru oft og tíð- um leirkenndir, en sjaldan klám- yrtir. Sigurður Breiðfjörð var breyskur í lífi sínu, að sögn, en í mansöngvunum brosir hann kurteis. Þessi vísa er til dæmis um orðalag hans:

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.