Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Blaðsíða 24
118
Feimnismálin.
[fítefnir
Þega*r eg tók um hrundar hönd
með hæg-u glingri,
fannst mér, þegar eg var yngri,
eldur loga á hverjum fingri.
Það er að vísu satt, að Bólu-
Hjálmar lætur fljóta óheflaða
fjöl — á sónarhafinu •—, þegar
sá gállinn er á honum, að glett-
ast til við kvenfólk. En um hann
verður það að segja, að hann
lifði utan við landslög og rétt í
helli sínum. Völundur smiður
hefndi sín forðum þannig, að
hann svívirti dóttur Níðaðar kon-
ungs, og lét hana gjalda þess, að
faðir hennar lét skera sundur há-
sinar í fótum snillingsins. Heim-
urinn skar eða beit sundur há-
sinar Hjálmars. Hann hefndi sín
með- tungunni. Þegar þessi heim-
ur lét tungu skáldjötunsins í hell-
inum inn í gljúfragilinu brenna af
þorsta eftir víni, hrækti hann í
gremju sinni og tröllslegri reiði
á allt, sem fyrir varð. Ekki er
von til þess, að útlagi og urðar-
maður spinni silki né vefi glit-
vefnað.
Kringumstæðurnar gera oft
gæfumuninn. Bjarni amtmaður
mun hafa séð úti í löndum drotn-
ingarkjól úr dýrindis vefnaði.
Honum auðnaðist að fara með
Sigrúnu — í kvæði — upp á
mjallhvíta skýjabólstra og tár-
hreina. Þó að breyskur væri niðri
á jafnsléttu jarðar — samanber
formála að kvæðum hans —. En
hann ríður ekki ástafáki sínum
inn 1 skúmaskotin.
Jónas Hallgrímsson kveður um
ástmey sína eins og verið hefði
hans hvítur engill á jörðinni,
ekki vegna hræsni, heldur þess
vegna, að hann sparkar á dyr
strák sínum, þegar hann faðmar
í huganum engil með skúf og
húfu. —
Hermanna breyskleika hefir
verið viðbrugðið oft. Jón Thor-
oddsen gerir kvæði um sig og
unga stúlku, sem hann finnur á
koti, á hermannsgöngu. Hann
fær þar svaladrykk, og hann
leggur handlegg um mitti henn-
ar. En
„Sér úr læðing ristill renndi,
roðnaði við og skaust mér frá“.
Þessa mey tilbiður hann — skáld-
ið í honum.
0g þó hafði Jón kysst meyna í
þokkabót. En þarna voru að verki
þau líffæri, sem eru brjóstræn,
eiga heima ofan við ])indina.
Jón Thóroddsen „var í siðferði
á slétta bænda vísu“, eins og kom-
ist er að orði um Hallgrím Pét-
ursson, í skjali frá hans dögoim-
En Jón vill þó ekki, að falli á Sig-
ríði í Pilti og Stúlku, blettur né