Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Qupperneq 26
120
Feimnismálin.
(jStefnir
verska E. H. gengið of langt, eins
og þegar hann leiðir Þórdísi yf-
ir „örðugasta hjallann". En sú
hæverska er að minnsta kosti göf-
ug. En á þeim dögum var ekki
„lendavax" konunnar (sjá Kilj-
önskuna) komið inn í bókaverzl-
unina.
Jón Björnsson ritaði langa sögu
um þann „bersynduga“. Hún er
mest megnis um kynóra. Þar mun
rúmiS koma í stað sófans — af því
þessi saga er látin gerast í sveit,
sem enga átti legubekki. Saga
þessa höfundar: Jafnaðarmaður-
inn, gleymir ekki sófanum. Freyja
— ef eg man nafnið rétt — „fell-
ur“ á honum — „Ijósi borin“, svo
að eg noti orðfæri Völundarkviðu
.— þ. e. a. s. ölvuð. Þetta: að gera
stúlkurnar viti firrtar og van-
mátta af drykk, mun eiga að
varpa fagurfræðilegum aftan-
bjarma yfir fallið. Mér finnst
þetta vínregn og vindlingaþoka
fyrst og fremst, frá höfundanna
hálfu, kasta skugga á kveldverkin
og vera gert, til þess að ala á frá-
sögninni, og svo, til þess að spinna
langan bláþráð úr einum hnökra.
Eg kýs heldur hnökrann, eins og
hann er í Biblíunni og fornsögun-
um: „Hann lagðist með henni“.
Enginn sófi nefndur, né þúfna-
teigur — sbr. „Að leiðarlokum“,
„milli þúfna“, saga eftir Hagalín.
Enn er legubekkurinn sýndur
í Glæsimennsku, eftir Sigurjón
Jónsson. Þar lendir vinkona glæsi-
mannsins, eftir að hann er búinn
að fá hana til þess að reita af sér
hverja spjör frammi fyrir hon-
um, og uppi yfir, á nokkurs kon-
ar fórnarstalli. Þetta allt sér unn-
usta glæsimennsku — mannsins —
gegnum rifu á þili; hún situr í
næsta herbergi. Þetta á að vera á-
kafleg harmasýning. En eg las
hana, án þess, að hún kæmi við
hjartað; af því, að þessi frásögn
er bersýnilegur tilbúningur, upp-
spuni. Þeir atburðir taka á les-
anda, þó í skáldsögu sé, sem hafa
á sér þann líkindablæ, að lesandi
gleymir því, að þetta sé tilbúning- '
ur, og finnst sannleikur vera á
seiði. Eg man það lengst, að eg
tárfelldi, fullvaxinn þó, þegar eg
las í Arbejdsfolk eftir Kielland
um Kristínu*, sem dó úr „holds-
veiki nútímans“, sem maðurinn
hennar setti á hana. Hún hélt,
þegar hún lofaðist honum, að
hann væri flekklaus elskhugi. —
Sögur Ólafíu Jóhannsdóttur
velgdu mér undir uggum á svipað-
* Eg tek nafnið eftir minni mínu.