Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Page 27

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Page 27
Stefnir] Feimnismálin. 121 an hátt. En þessi saga Sigurjóns sveif alls ekki á mig — af því að hún er svo skröksöguleg. Þar með er það sagt, að hún sé samin að gamni sínu, þetta atriði í henni. Ýmsir aðrir kaflar eru líkindaleg- ir. Og stundum hittir þessi höf- undur naglana á höfuðið. Þá kem eg að G. G. Hagalín. Hann hefir þrætt laukrétt milli skers og báru í sögunni Tófuskinn- ið. Kerlingin karlsins hefir fram hjá honum, og annar maður á barnið en bóndinn. Hann sættir sig við lífið, af því að hann held- ur, að grannarnir trúi því, að hann hafi skotið mórauða tófu — sem hann fann dauða. Maðurinn er innanblár, en konan vargur. Kynferðisundiraldan í henni er &ils ekki ógeðslega máluð. — Sá Þáttur sögunnar, sem tófuskinnið bregSur birtu á, er frumlegur. Sagan er að því leyti nýnæmi. Eg er svo frjálslyndur, að eg tel konu vítalaust, að hafa auka-elskhuga, Þegar eiginmaðurinn er andstyggð sem hún hefir þvælzt til að gift- ast út úr einhverri neyð. Bók- menntirnar þola vel eina og eina ^ynd af slíkri gerð; lífið sjálft ieggur þess háttar fyrirmyndir llPP í hendur skáldanna. — En feimnismálunum er ofaukið í Krennumönnum Hagalíns, og þó enn rneir í smásagnabókinni Guð og lukkan. Læknirinn í Brennumönnum trúlofast dóttur kaupmannsins, sem einnig er útgerðarmaður. — Það tilhugalíf er í upphafi eins. og gerist gengur. En stuttan tíma hefir það varað, þegar læknirinn grípur til unnustunnar inni í stofu sinni, þar sem ennþá einn legu- bekkjarkapítulinn gerist, táknað- ur með þrem deplum. Þegar frá- saga deplar augum, er lesandan- um ætlað að lesa milli línanna. punktaæfintýrið. Þegar það er undangengið, að elskhuginn hefir orðið ástríðumagnaður í augum og landskjálfti nokkurs konar hefir gagntekið líkamann, tala herberg- is-þilveggirnir um það, sem gerist bak við dyratjöldin, svo að ekki er um að villast. Þegar stúlkan þarna í herberginu kemur fyrir sig fótunum, er hún feimin, og þarf að laga á sér hárið. Eg kem ekki auga á nauðsyn þessarar frá- sagnar. Hún er að vísu sæmilega orðuð. En þarna er — frásögu- köttur að leika sér að — fórnar- mús. Nú fer unnusta læknisins sína leið. Hún riftar trúlofuninni af heim ilisástæðum, sér þó eftir snáðan- um, veslast upp og deyr úr brjóst- veiki. Lesandanum verður vel við;

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.