Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Síða 38

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Síða 38
132 Heinrich Schliemann. [Stefnir ið. í Pétursborg hófst Schlie- mann brátt til hins mesta vegs og virðinga. Vann hann sér hvarvetna hið bezta orð, fyrir skyldurækni sína, samvizkusemi og fádæma dugnað. Vegna gætni sinnar og hagsýni, grædd- ist honum nú brátt of fjár. Leið eigi á löngu, þar til hann var kominn í tölu hinna auðugustu og bezt metnu fésýslumanna álf- unnar. En hversu mikið sem hann vann og græddi, þá var þó námið aðalstarf hans. Hugur hans var allur, enn sem fyrr, við hið mikla hlutverk, er hann ætl- aði að leysa af hendi. Hann var nú kominn yfir fertugt, er hann tók að leggja stund á grísku, fyrst nýgrísku, síðan forngrísku. Loksins gat hann nú veitt sér þá ánægju, að lesa Hómer sinn á frummálinu. Fyrsta takmarkinu var náð. Árið 1864 tókst Schliemann ferð á hendur umhverfis jörð- ina. 1 för þeirri kynntist hann siðum og lifnaðarháttum ýmsra þjóða. Á leiðinni yfir Kyrrahaf- ið reit hann hið fyrsta rit sitt á frönsku: ,,Um Kína og Japan“. Vorið 1866 settist hann um kyrrt í París. Dvaldi hann þar um all- langt skeið og lagði stund á forn- leifafræði. Loks var nú runninn upp sá dagur, að hann áleit sig færan um, að efna æskuheit sitt. II. Árið 1868 hélt Schliemann á- .leiðis til Grikklands og Litlu- Asíu með Hómer sinn í hendinni. Fullur af björtum vonum og heilögum eldnióði, var hann ráð- inn í, að berjast til sigurs fyrir hugsjónum sínum. Líkt og faðir hans, presturinn, trúði guðspjöll- unum orð fyrir orð, eins trúði Schliemann Hómer. Engin efa- semd virðist nokkru sinni hafa truflað þá sannfæringu hans, að hann myndi finna Trójuborg. En hvar var hennar að leita? Eng- inn vissi í rauninni með nokkurri vissu, hvar Trója hefði verið. Að áliti vísindamanna myndi henn- ar helzt vera að leita í nánd við tyrkneska þorpið Bunarabaschi við Hellusundið, á norðvestur- strönd Litlu-Asíu, 10 km. frá sjó, þar sem skemmst er. Schlie- mann lét allar slíkar tilgátur sem vind um eyrun þjóta. Að sögn Hómers var hægt að eygja skip Grikkja, úti við ströndina, fra borgarkastalanum. Trója hlaut því að hafa staðið langtum nser sjónum, svo framarlega sem Hó- mer segði rétt frá. Allar leitun- artilraunir í nánd við Bunaraba-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.