Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Page 40

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Page 40
134 Heinrich Schliemann. ['Stefnir manns. Kom þar loks, að hún hóf málssókn gegn honum, þar eð hún þóttist verða afskipt við úthlutun fornleifagripa þeirra, er fundizt höfðu við uppgröft- inn. Lauk því máli þannig, að Schliemann var dæmdur í 10 þús. franka fjársekt. Schliemann tók þessu með hinni mestu ró og sinni alþekktu fyndni og kænsku. — Sendi hann tyrknesku stjórninni þega'r um hæl 50 þús. franka, er varið skyldi til styrktar tyrk- neskum söfnum. En aðalörðug- leikarnir lutu að uppgreftinum sjálfum. öll tækni við fornleifa- grefti stóð um þessar mundir á næsta lágu stigi, og Schliemann skorti yfirleitt alla sérþekkingu, er að þessum efnum laut. Hafði hann þar engu öðru til að tjalda en smekkvísi sinni og glögg- skyggni á verklegar framkvæmd- ir. Verkfæraútbúnaður var og allur mjög ófullkominn og fyrstu árin hafði Schliemann enga lærða verkfræðinga eða umsjón- armenn sér við hönd. Nú á dög- um myndi engum koma til hug- ar, að leggja hendur að slíku stói’virki, án hins bezta og full- komnasta útbúnaðar, er völ er á. Það gat því ekki hjá því farið, að margt færi í fyrstunni í handaskolum hjá Schliemann. Hann hamaðist sem berserkur við uppgröftinn og skeytti því eigi hið minnsta, þótt hann myldi mjög merkileg jarðlög mjölinu smærra. Takmark hans var það eitt, að finna Trójuborg. Allt annað var honum aukaatriði. En eftir því sem á leið rannsóknar- æfi Schliemanns, fullkomnaði hann mjög aðferðir sínar, enda var hann ótrauður við að læra af reynslunni. Það er ekki nema rjettmætt, að virða Schliemann margt til vorkunnar, er miður fór í starfi hans, því að ekki má gleyma því, þegar dæmt er um þessi efni, að fornleifarannsókn- ir voru á dögum Schliemanns enn á bernsku aldri. Það er ekki fyrr en á síðustu áratugum, að vísindi þessi hafa náð nokkurri full- komnun. Árið 1882 komu nokkr- ir þýzkir vísindamenn til liðs við Schliemann. Ber þar fremstan að nefna Wilhelm Dörpfeld, er varð honum drjúgum að liði við síðari ‘rannsóknir hans. Þannig var þá í haginn búið fyrir Schliemann, er hann tókst Jietta þrekvirki á hendur. Örðug- leikarnir voru á hverju strái, og flestir virtust ósigrandi. En Schlie- mann hafði fram að leggja hinn mikla eldmóð sinn og óbifanlega trú á hlutverki sínu. Og Schlie-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.