Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Blaðsíða 60
154
Kjördæmaskipun og kosningar.
[Stefnir
muna áhrifamikilla flokksmanna,
svo að þeir standa saman um
alls konar glæframál, sem flokk-
urinn hefir hag af, en spilla góð-
um málum, ef þau eru borin
fram af andstöðuflokki, séu að
ýmsu leyti hið mesta böl þjóð-
félaganna, þá eru þó ýmsir kost-
ir við, að hafa ákveðna, sterka
stjórnmálaflokka. Það mundi og
reynast torvelt, að varna mönn-
um þess, að skipast í flokka með
ákveðnum stefnum, og ef til.vill
ekki æskilegt. Hinsvegar er sjálf-
sagt, að reyna að koma í veg
fyrir, að flokkarnir hafi allar
kosningar á valdi sínu, því kosn-
ingarnar eiga að vera það með-
al, sem kjósendurnir hafa til að
hreinsa til í spillingarbælum flokk-
anna. En til þess þarf það að
vera algerlega á valdi kjósend-
anna, hvaða persónur þeir senda
á þing. Það er ekki ráð fyrir því
geranda, að kjósandi, sem hefir
ákveðna stefnu í t. d. þjóðskipu-
lagsmálum, fari að ganga frá sín-
um flokki og kjósa með öðrum,
vegna þess, að honum líkar illa
við sinn flokk í einhverju einu
máli eða fleirum, sem þó geta
haft mikla þýðingu, t. d. skatta-
málum eða öðrum fjármálum.
Hann kýs heldur, af tvennu illu,
að þola fjármálaóreiðuna, en að
styðja þann flokk, er hann treyst
ir ver, ef til vill í öllum málum.
En hann á hvorugs að þurfa;
hann á að hafa tækifæri til, að
reyna að fella sinn eigin þing-
mann, ef hann ber ekki traust til
hans í öllum málum, og koma að
öðrum manni, sem hann treystir
betur, úr sínum eigin flokki.
Þegar hættan steðjaði þannig að
þingmannanna eigin persónum, án
tjóns fyrir flokk þeirra, mundu
þeir fara að skoða huga sinn um,
að greiða atkvæði í flokksins
þágu, hverri spillingu, sem að
vísu flokkurinn kynni að stand-
ast, en gæti orðið hættuleg þing-
setu sjálfra þeirra.
Með þessum rökum legg eg til.
að menn yfirleitt bjóði sig fram
fyrir ákveðinn stjórnmálaflokk,
og ætlast alls ekki til, að þeir
þurfi til þess að hljóta löggild-
ingu flokksstjórnanna. — Hver
maður á vitanlega rétt á, að
bjóða sig fram undir merkjum
þess flokks, er hann kýs, því það
eru kjósendurnir, sem eiga að
marka stefnu flokkanna, en ekki
flokksstjórnirnar. Þvert á móti
eiga þær alls ekkert að fá um
framboðin að vita fyrir fram, til
þess að geta ekki spillt þeim, og
því á ekki að opna þau fyrr en
á köllunarþingi og frambjóðend-