Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Side 72
166
Verndarvættimar við vöggu barnsins.
[Stofnir
nokkurs í þessa átt ykkur til
handa. Við bjuggumst einu sinni
ekki við dreng, auk heldur
nokkru jafn sjaldséðu sem litlu
stúlkunni, sem þið hafið eignast.
Hún mun vera eins og vindblær
á stöðupolli lífs ykkar, í henni
sameinast allt það bezta, sem þið
hafið vænst, að lífið mundi gefa
ykkur.
Fyrir þig, kæri Kári, sem ert
hneigður til sálfræðilegra og líf-
fræðilegra athugana, hefir at-
burður þessi sérstaka þýðingu.
Nú veitist þér kostur á að at-
huga, hvort konan, eins og hún
kemur frá guðs hendi, er annar
eins flautaþyrill, og okkur síðar
kemur hún fyrir sjónir, þar sem
hennar innri maður vegur salt á
takmörkum lyga og svika, svo
að sjálfur Komppa botnar ekk-
ert í því, — eða hvort það er
heimurinn, sem eyðileggur verk
skaparans. Að hverri niðurstöð-
unni, sem þú kemst, mun athug-
un þess verða þér áhugaefni. Um
leið og eg óska ykkur til ham-
ingju með hið vandfundna hnoss,
óska eg þér góðs árangurs af
samanburðarathugunum þínum.
Vilhjálmur."
Húsráðandi hristist af hlátri.
„Þarna fáum við uppreist fyrir
bandspottann til að vefja um
fingurinn. Var ekki þetta um
flautaþyrilinn prýðilega sagt?"
„Hm“, segi eg, og lít dálítið
vandræðalegur á húsfreyjuna,
því á vörum mínum leikur líka
ósjálfrátt illgirnis-bros.
„En verið þið nú ekki of fljót-
jr að kætast“, segir húsfreyja
þróðug. „Er mér leyfilegt að
halda áfram?“
„Þið, óskabörn hamingjunnar.
Eg árna ykkur heilla af öllu
hjarta.
Eg las bréf Vilhjálms. Skárri
er það vizkan! Sálarfræði — líf-
fræði — „flautaþyrla“-rökfræði
— eins og við konurnar, meira
að segja án allra vísindalegra
rannsókna, vitum ekki, í hvaða
átt öll hin margháttuðu „fræði“
karlmanna hafa hneigst, allt frá
Adams dögum. Við höfum rök-
rætt það við ykkur, bæði í gamni
og alvöru, án nokkurrar niður-
stöðu, svo eg get ekki stillt mig
um að hlægja, þegar Vilhjálm-
ur jafnvel nú, á gamals aldri, fer
hð hefja máls á þessum barna-
þkap. Mér stendur það auðvitað
á sama, þótt húsráðandinn á J°'
kipaltio sólundi því, sem hann a
eftir ólifað æfinnar, í þess háttar
tilgangslausar athuganir, í stað
þess að gleðjast yfir hinum da-
samlegu duttlungum skaparans