Sagnir - 01.04.1985, Page 65

Sagnir - 01.04.1985, Page 65
TÓLF ÁR í FESTUM Ingibjörg Einarsdóttir var aðsópsmikil hefðarkona á stóru heimili, sem um margt var einstakt. Hún hefur fremur litla umfjöllun fengið á spjöldum sögunnar og það sama má segja um flestar fyrirmanna- frúr. Þær eru þó þjóðfélagshópur með sín sérkenni, völd og áhrif og ekki ómerkari en aðrir. Saga Ingibjargar getur sagt okkur margt um skyldur, líf og starf þessara kvenna. En hún hefur líkt og aðrir einstaklingar sín séreinkenni. Það er alveg ómaksins vert að kynn- ast nánar persónunni á bak við nafnið. Hvernig Iff hennar var við hlið frægasta íslendings sinnar samtíðar, Jóns Sigurðssonar. Uppeldi og unglingsár Ingibjörg Einarsdóttir var fædd 9. október 1804. Hún var dóttir Einars Jónssonar Sigurössonar prests frá Rafnseyri og Ingveldar Jafetsdóttur lóskera í Grjóta, lllugasonar prests í Hruna. Einar faöir hennar varö borgari í Reykjavík. Ingibjörg fæddist í einu af fyrstu býlunum í Þingholtunum. Eins árs gömul flutti hún meö foreldrum sín- um aö Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi og átti heima þar í átta ár. Á meðal útgeröarbænda, tómthúsmanna og dugmikilla húsmæöra. Ingibjörg var elst af systkinunum og hefur líklega verið látin passa bræöur sína, eins og þá tíökaöist og vandist því snemma aö annast aðra. En þaö fékk hún líka að reyna betur seinna á ævinni. Foreldrar hennar hafa verið vel stæöir á þess tíma mæli- kvarða. Faöir hennar varö verslun- arfulltrúi í Jakobæusverslun og komst í álnir meðal samborgara sinna. Þegar Ingibjörg var 14 ára keyptu foreldrar hennar Þerney og hófu búskap þar. Hún var þá-orðin þaö 9ömul að hún gat tekiö fullan þátt í störfum heimilisins. Hún fékk sömu •'henntun og stúlkur almennt, læröi kverið, að lesa, skrifa, matbúa, v'nna úr mjólk og ull og hvernig rekstri heimilis væri best variö. Bræður hennar, Guömundur, Ólaf- Ur og Jafet, fengu hins vegar aö la3ra meira. Einar faðir þeirra haföi lengi hug á að verða prestur og sjálfsagt hefur áhugamál fööur haft áhrif á val sona um framtíðarstarf Því bæöi Guömundur og Ólafur urðu prestar. Jafet læröi hins vegar gullsmíði, en hann fetaöi einnig í spor fööur síns og lagði fyrir sig verslunarstörf.1 í festum Eftir tíu ára búskap í Þerney flutti fjölskylda Ingibjargar til Reykjavík- ur, í hús á horni Aðalstrætis og Austurstrætis, sem Einar lét reisa. Seinna byggöi hann annaö hús á Túngötu 6 og þar bjó hann síðustu æviár sín. Fram aö þeim tíma var Ingibjörg alltaf í fööurhúsum og sinnti heimilisstörfum þar. Bræður hennar fóru hver af öðr- um í nám eða búskap. Það kom því í hennar hlut aö vera eftir og sinna búi foreldra sinna. Þegar hún var 25 ára gömul, 1829, kom á heimili til þeirra 18 ára gamall frændi aö vest- an. Sá hét Jón og voru þau bræðra- börn. Jón vann hjá föður hennar í versluninni í eitt ár og fór svo aö vinna sem skrifari á biskupsstofunni í Laugarnesi árið eftir. Eitthvaö hef- Eins og oft vill verða með konur frægra manna hafa kvisast alls kyns sögur um Ingibjörgu. Menn hafa haft horn i síðu hennar fyrir að vera ofgömul og ófríð fyrir „sóma lands vors“. Hún var jafnvel sögð tannlaus. Sumir hafa líka þóst vita að Jón hafi ekki viljað eiga hana og ekki sent henni nein bréf í þau tólf ár sem þau voru trúlofuð og haldið framhjá henni. ur þeim litist vel hvort á annað frændsystkinunum því þau trúlofuðu sig. Sagt var aö Einar gamli hafi ekki verið of hrifinn af ákvörðuninni og sett þau skilyrði að Jón lyki háskóla- prófi áður en hann kvæntist.2 Jón var ungur að árum og þá þótti betra aö menn kæmu undir sig fótunum áður en þeir giftu sig. Þaö var þess vegna ekkert óeðlilegt aö Einar vildi aö Ingibjörg sín kæmist í örugga höfn. Þau sættust á þetta og Jón sigldi til Kaupmannahafnartil náms. Enda var ekki óalgengt aö piltar færu til náms og stúlkurnar þeirra biðu eftir þeim heima. Þaö sem seinna varð gat Ingibjörgu ekki órað fyrir. í stað þess að Ijúka námi á skikkanlegum tíma fór Jón aö stunda allskonar fræöistörf meö skólanum, en færri uröu prófin. Húnfylgdistmeðúrfjar- lægö því þau hafa örugglega skrif- ast á þótt engin bréf þeirra á milli hafi varöveist. Unnusti hennar frestaöi heim- komu hvað eftir annaö því í mörgu var aö snúast í Höfn. Þaö er ekki ólíklegt aö einhvern tíma hafi læöst aö henni efi um hvort þau ættu nokkurn tíma eftir að giftast. Jón var sagður fríður sýnum og hið mesta kvennagull.3 Á þeirri forsendu hafði hún ástæðu til aö óttast. Sagt er aö Jón hafi viljað losna undan heitinu meö tímanum4 og vel má vera aö svo hafi verið. Að minnsta kosti ýjar Gísli Hjálmarsson læknir aö ein- hverri óánægju Jóns í bréfi til hans 1850. Gísli var herbergisfélagi Jóns á Garöi fyrst eftir aö hann kom út til náms. í bréfinu biður Gísli aö heilsa Ingibjörgu, henni sem hefur þvílíka armæöu fyrir okkur. (Þér vorkenni ég hana aldrei, þaö er svo gamalt).5 Ingibjörg snerist oft fyrir þau Gísla og frú í Höfn. Þó aö Ingibjörg hafi ekki verið alveg örugg um Jón þá er ekki aö sjá aö hún hafi orðið honum frá- hverf. Þaö var líka um nóg annað að hugsa og í mörgu að snúast heima fyrir. Eftir að móðir hennar féll frá tók SAGNIR 63
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.