Sagnir - 01.04.1985, Blaðsíða 93
KRAFA UM RÁÐHERRAÁBYRGÐ
stjórnarinnar. Hún var orðin laga-
lega ábyrg fyrir danska þinginu.
Þingræðisreglan var hins vegar ekki
viðurkennd fyrr en 1901. Það ár
valdi konungur ráðherrana í fyrsta
sinn úr hópi vinstri manna sem þá
voru í yfirgnæfandi meirihluta í neðri
deild þingsins.
Á 5. áratugnum, um það leyti sem
stjórnskipunarmál í Danmörku voru
mest til umræðu, setti Jón Sigurðs-
son fram kröfur sínar um innlenda
stjórn er færi með framkvæmda-
valdið. Hún átti að vera óháð
dönsku stjórninni og danska þing-
inu um allt sem varðaði sérmál
landsins. Alþingi átti að hafa lög-
gjafarvald með konungi.
Hugmyndir Jóns
Sigurðssonar um ábyrgð
ráðherra og þingræði
Veltum því aðeins fyrir okkur áður
en lengra er haldið hvers vegna
hugsanlegar þingræðishugmyndir
Jóns Sigurðssonareru forvitnilegar.
Odd Didriksen er á því, í áður-
nefndri grein í Sögu, að Jón hafi um
miðja síðustu öld vonast til að þing-
ræðisstjórnarhættir kæmust á hér-
lendis. Hann bendir jafnfram á að
það sé eftirtektarvert hvað Jón er
snemma á ferðinni með þirigræðis-
hugmyndina:
Jón Sigurðsson tekur að boða
ágæti þingræðisstjórnar þegar á
5. tug aldarinnar. Um þær mundir
var krafa um þingræði óþekkt
annars staðar á Norðurlöndum,
enda þótt einstaklingar í Noregi
og einkum í Danmörku væru á
svipaðri skoðun og Jón Sigurðs-
son um þetta efni.... Jón Sig-
urðsson var í hópi þeirra, sem
höfðu frjálslyndastar skoðanir á
stjórnskipunarmálum á Norður-
löndum um miðja 19. öld.4
Það var ekki fyrr en á 8. tugi aldar-
innar að vinstri menn í Danmörku
hófu markvisst upp kröfuna um
þingræði. íhaldssöm hægri stjórn
þvældist fyrir framgangi þessa bar-
áttumáls fram yfir aldamót og
stjórnaði landinu lengi vel með
bráðabirgðalögum. í Noregi varð
talsmönnum þingræðis fyrr ágengt
en í Danmörku því þar komst þing-
ræði á 1884. Þingræðið á upphaf
sitt í Englandi og þangað hefur Jón
sótt hugmyndina um það en einnig
að einhverju leyti til þjóðfrelsis-
manna í Danmörku og rita frjáls-
lyndisstefnunnar (liberalismans).
En hvað var það sem Jón vildi
íslendingum til handa? Afstaða
hans til þingræðisins kemur fram í
eftirfarandi tilvitnun úr grein í Nýj-
um félagsritum 1846:
Jens Sigurðsson, bróðirJóns.
í þeim löndum - sem hafa lög-
gjafar-þíng, koma stjórnarherr-
arnir sjálfir fram á þíngunum af
stjórnarinnar hendi, og eru þar til
andsvara fyrir fulltrúum þjóðar-
innar um sérhvað það, sem þeir
gjöra, sem æðstu embættismenn
til að framkvæma allsherjar-vilj-
ann. Þeir hafa sjálfir ábyrgð em-
bættis síns og aðgjörða sinna, og
geti þeir ekki fengið meira part
fulltrúanna til að fallast á álit sitt í
merkilegum málefnum, geta þeir
ekki verið lengur í völdum.5
Jón lýsir því yfir að þetta fyrirkomu-
lag þyrfti að taka upp hér á landi og
gerist þar með talsmaður þingræð-
is. Það verður þó að hafa í huga að
hann minnist ekki beinlínis á að rík-
isstjórn ætti að fara frá vegna van-
traustsyfirlýsingar þingsins, eins og
þingræðisreglan gerir ráð fyrir í
sinni hreinræktuðustu mynd. Hann
tekur hins vegar skýrt fram að ríkis-
stjórn ætti að fara frá ef henni tekst
ekki að afla merkilegum málum
stuðnings meðal þingmanna.
Þessa merkingu leggur hann einnig
í orðin ,,parlamentarisk stjórn“ sem
hann notar í tveimur bréfum frá ár-
inu 1850.6 Það má því segja að Jón
gangi nokkru lengra en þingræðis-
reglan gerir ráð fyrir.
Jón nefnir ekki þingræði í tilvitn-
uninni hér að ofan heldur talar hann
um að ráðherrarnir hafi sjálfir
,,ábyrgð embættis síns og aðgjörða
sinna“. Hvað átti hann við með
þessum orðum? Þegar hann setti
þau á blað hafði hann fyrst og
fremst í huga að ráðherrarnir yrðu
ábyrgir fyrir öðrum en konunginum.
Af samhenginu sýnist mér að hann
geri ráð fyrir stjórnmálalegri ábyrgð
fyrir þinginu. Það fór afar mikið í
taugarnar á Jóni að ekki skyldi vera
hægt að láta ráðgjafa konungsins
sæta ábyrgð fyrir embættisverk
sín.7 Konungurinn sjálfur var hafinn
yfir það að þurfa að standa þjóð
sinni reikningsskil athafna sinna
eða athafnaleysis.
í öðru bréfanna frá 1850 kemur
fram athyglisvert mat á ráðherra-
ábyrgðinni. Jón segir:
Það er meira form en realitet með
þessa ábyrgð ministranna, og eg
held að parlamentarisk stjórn ...
og suspensivt veto geti gjört mik-
ið að verkum. En ef það yrði ekki,
þá yrði að eg held jurydómar að
verða grundvöllurinn fyrir dómum
yfir stjórnarherrum einsog öðrum.
Það er að minni meiníngu réttast
að setja í grundvallarlögin ekki
annað en ábyrgðarprincipið ...,
en skuldbinda stjórnina til að
leggja fyrir frumvarp um hvernig
það yrði framkvæmt.8
Jón er þarna að lýsa yfir vantrausti á
ráðherraábyrgðina ef hún styðst
ekki við þingræði eða ef neitunar-
vald þjóðhöfðingjans er ekki jafn-
framt takmarkaó. Það kemur reynd-
SAGNIR 91