Sagnir - 01.04.1985, Síða 94

Sagnir - 01.04.1985, Síða 94
KRAFA UM RÁÐHERRAÁBYRGÐ ar annars staðar fram hjá Jóni að hann sér hnökra á takmörkuðu neitunarvaldi.9 Hann áleit að hugs- anlegt væri fyrir íslendinga að fall- ast á að konungur Danaveldis hefði áfram algert neitunarvald ef ,,parla- mentarisk stjórn“ væri við völd. Jón minnist á að ef hvorki ,,parla- mentarisk stjórn“ né takmarkað neitunarvald væri tekið upp yrði að koma á „jurydómum" sem hægt væri að draga ráðherrana fyrir. Hann á þá við sama fyrirbærið og nú er kallað landsdómur og hefur í huga að lagaleg ráðherraábyrgð verði lögleidd. Jón óttaðist þó að slíkt fyrirkomulag yrði ekki alls- kostar heppilegt. Hann tortryggði embættismenn landsins hálfvegis og bjóst við að erfitt yrði að koma landsdómi við þegar þyrfti að koma ríkisstjórn eða ráðherra frá. Hefur hann orð á því að „hver hrafninn kropparsjaldan augun úröðrum'1. Á hann þá við embættismennina sem sætu að líkindum í dóminum. „Hvað stjórnarherrum viðvíkur", segir hann þá væri hægast að komast hjá öllu með því að hafa parlament- ariska stjórn, því þá þyrfti mjög sjaldan að koma til málsókna, þíngið setti þá af með votis.10 Það má sjá af þessum orðum að Jón gerir sér fullljóst að stutt er á milli ákæru á hendur ráðherra vegna embættisbrots og stjórn- málaágreinings því mat á embætt- isbroti ráðherra getur vissulega ver- ið afstætt og farið eftir stjórnmála- skoðunum. Ef þingræði er ekki við- urkennt er sá möguleiki fyrir hendi að reyna að koma ráðherranum frá með ákæru og dómi fyrir landsrétti ef lagaleg ábyrgð ráðherra er lög- ákveðin. Jón taldi að heppilegra væri að þingið hefði beinlínis mögu- leika á því að koma ríkisstjórn frá með atkvæðagreiðslu. Þetta er skorinorðasta yfirlýsing Jóns um ágæti þingræðisskipulagsins og skýr vitnisburður um að hann hefur um 1850 talið að þingræði væri heppilegt fyrirkomulag hérlendis. Um 1850 lúta þingræðishug- myndir Jóns Sigurðssonar aðeins að því atriði þingræðisreglunnar að þing geti komið ríkisstjórn frá. Frá þessum tíma er engin heimild varð- veitt um að Jón hafi viljað að þjóð- höfðinginn veldi ráðherrana úr hópi þeirra manna er nytu trausts meiri- hluta þjóðþingsins. Missti Jón áhugann á þingræði eftir Þjóðfund? í grein sinni um upphaf þingræðis- kröfunnar á íslandi telur Odd Didrik- Gísli Hjálmarsson, læknir. Áriö 1850 talar Jón um „parlamentariska stjórn“ í bréfum til Gisla og Jens bródursins. sen að Jón hafi látið þingræðiskröf- una víkja fyrir öðrum baráttumálum. Það sem hann bendir á þessu til stuðnings er að í grein í Nýjum fé- lagsritum 1863 virðist sem Jón sé jafnvel að velta fyrir sér þeim mögu- leika að landstjóri eða jarl yfir íslandi og „ráðunautar hans“ yrðu gerðir að föstum embættismönnum sem ekki gætu „bifazt fyrir neinu at- kvæði þíngsins" og ekki þyrftu „að víkja frá nema fyrir dómi eða fyrir skipun konungs".11 Þessi orð mætti ef til vill túlka sem merki um undan- hald af hálfu Jóns hvað snertir kröf- una um þingræði. Didriksen leitast við að skýra þá stefnubreytingu sem honum virðist að komi fram hjá Jóni á 7. tugi aldar- innar. Hann segir: spurningin um ráðherraábyrgð- ina varð ekki skilin frá aðaldeilu- málinu: sjálfstjórn íslands. ís- lendingar gátu einungis vænzt þess, að stjórnarforysta landsins yrði búsett í Reykjavík, ef land- stjórnin yrði ábyrg fyrir alþingi. Spurningin um ábyrgð ráðherr- anna hafði því úrslitaáhrif á sam- band íslands og Danmerkur, og raunhæft gildi ráðherraábyrgðar- innar í samskiptum stjórnar og þings féll í skugga sambands- málsins.12 Danska stjórnin vildi að íslandsráð- herra yrði einn dönsku ráðherranna og því einungis ábyrgur fyrir danska þinginu. Umboðsmaður ráðherrans á íslandi átti síðan að fara með framkvæmdavaldið í nafni hans og aðeins vera ábyrgur fyrir honum. Ef reynt er að rýna í orð Jóns í greininni frá 1863 virðist hann skipa hugsanlegum möguleikum á stjórn- arformum í röð eftir því hversu girni- legir honum finnst þeir vera tyrir ís- lendinga. Hann vill helst þann möguleika að konungur skipi land- stjóra eða jarl. Landstjóri þessi ætti aðeins að vera ábyrgur fyrir kon- unginum. Hann myndar stjórnina í landinu og segir Jón að það sé öldúngis eptir því sem er regla í lögbundinni þjóðstjórn, ef að jarl- inn veldi sér þetta ráðaneyti sam- kvæmt því sem alþíng ætlaðist til, eða af þeim sem hefði traust al- þíngis.13 í þessum orðum kemur greinilega fram að þingræðiskrafan er enn lif- andi í huga Jóns árið 1863. Þau eru þar að auki eini vitnisburðurinn sem varðveittur er um þá skoðun Jóns að þjóðhöfðingi eða staðgengill hans ætti að fara eftir vilja Alþingis við að skipa ráðherrana. Ef þetta skipulag yrði ekki tekið upp þóttist Jón sjá fram á að annað- hvort yrði landstjórnin öll 1) að vera skipuð af konungi og 92 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.